Enski boltinn

Freydís Halla náði sínum besta árangri

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Freydís Halla á fullri ferð.
Freydís Halla á fullri ferð. mynd/skí
Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, náði sínum besta árangri á ferlinum í gær þegar hún keppti á háskólamóti í Bandaríkjunum.

Freydís hafnaði í fimmta sæti í svigmóti og náði í 24.57 FIS-punkta en aldrei áður hefur hún fengið svo marga punkta fyrir eitt mót.

Hún var í sjötta sæti eftir fyrri ferðina en náði næst besta tímanum í seinni ferðinni sem kom henni upp um eitt sæti.

Freydís er í dag númer 332 á heimslistanum í svigi en talið er að hún fari upp um 50-60 sæti eftir árangurinn í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×