Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 12:23 Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. Vísir/Stefán Nýr búvörusamningur er dauðadómur yfir rekstri sjálfstæðra afurðastöðva í mjólkuriðnaði og alvarleg aðför að hagsmunum íslenskra neytenda að mati Ólafs M. Magnússonar forstjóra Mjólkurbússins KÚ. Ólafur bendir á að samkvæmt 12. grein samningsins sé verðlagningarvald fært til Mjólkursamsölunnar á sama tíma og framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins sé aukið en samningurinn gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála muni hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar. „Eftir þennan samning og þennan gjörning þá sitjum við í sjálfstæðum afurðarstöðum eftir með það að við eigum allt okkar líf undir velvild og geðþótta MS komið. Menn þekkja söguna um afdrif þeirra fyrirtækja sem reynt hafa að keppa við MS.“ segir Ólafur.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Þá segir Ólafur að með tilkomu samningins sé verðlagsnefnd ætlað að samþykkja ákvarðanir MS. „Í raun er verðlagsnefnd ekki lögð niður heldur er hún nú kölluð „opinber aðili“ í samningnum. Er henni þá ætlað að leggja blessun sína og stimpla ákvarðanir MS. Það hlýtur að vekja upp stórar spurningar þegar fyrirtæki sem er með markaðsráðandi stöðu, með yfir 98 prósent markaðshlutdeild, treystir sér ekki til þess að starfa samkvæmt samkeppnislögumm,“ segir Ólafur.Bindur vonir við að Alþingi grípi í taumanaSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur varið búvörusamninginn og gefur hann lítið fyrir þá gagnrýni á samninginn sem komið hefur upp á undanförnum dögum. Samtök Verslunar og þjónustu gagnrýndu í gær samninginn og sögðu að hann myndi kosta skattgreiðendur tugi milljarða og líku honum við Svavarssamningin svokallaða í Icesave-málinu.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningÍ færslu á vefsíðu sinni sagði Sigmundur Davíð að sú gagnrýni væri „komin langt út í haga“ og að stuðningur við landbúnaðinn snerist um að spara gjaldeyri. Ólafur er ekki hress með Sigmund Davíð og segir afstöðu hans í málinu undarlega. „Það er stórundarlegt að forsætisráðherra landsins telur það hafið yfir gagnrýni þegar verið er að höndla með 22 milljarða úr opinberu fé,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að Alþingi muni grípa inn í og koma í veg fyrir að samningurinn verði að veruleika en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður flokksins, segjast ekki ætla að styðja samninginn. Búvörusamningar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Nýr búvörusamningur er dauðadómur yfir rekstri sjálfstæðra afurðastöðva í mjólkuriðnaði og alvarleg aðför að hagsmunum íslenskra neytenda að mati Ólafs M. Magnússonar forstjóra Mjólkurbússins KÚ. Ólafur bendir á að samkvæmt 12. grein samningsins sé verðlagningarvald fært til Mjólkursamsölunnar á sama tíma og framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins sé aukið en samningurinn gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála muni hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar. „Eftir þennan samning og þennan gjörning þá sitjum við í sjálfstæðum afurðarstöðum eftir með það að við eigum allt okkar líf undir velvild og geðþótta MS komið. Menn þekkja söguna um afdrif þeirra fyrirtækja sem reynt hafa að keppa við MS.“ segir Ólafur.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Þá segir Ólafur að með tilkomu samningins sé verðlagsnefnd ætlað að samþykkja ákvarðanir MS. „Í raun er verðlagsnefnd ekki lögð niður heldur er hún nú kölluð „opinber aðili“ í samningnum. Er henni þá ætlað að leggja blessun sína og stimpla ákvarðanir MS. Það hlýtur að vekja upp stórar spurningar þegar fyrirtæki sem er með markaðsráðandi stöðu, með yfir 98 prósent markaðshlutdeild, treystir sér ekki til þess að starfa samkvæmt samkeppnislögumm,“ segir Ólafur.Bindur vonir við að Alþingi grípi í taumanaSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur varið búvörusamninginn og gefur hann lítið fyrir þá gagnrýni á samninginn sem komið hefur upp á undanförnum dögum. Samtök Verslunar og þjónustu gagnrýndu í gær samninginn og sögðu að hann myndi kosta skattgreiðendur tugi milljarða og líku honum við Svavarssamningin svokallaða í Icesave-málinu.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningÍ færslu á vefsíðu sinni sagði Sigmundur Davíð að sú gagnrýni væri „komin langt út í haga“ og að stuðningur við landbúnaðinn snerist um að spara gjaldeyri. Ólafur er ekki hress með Sigmund Davíð og segir afstöðu hans í málinu undarlega. „Það er stórundarlegt að forsætisráðherra landsins telur það hafið yfir gagnrýni þegar verið er að höndla með 22 milljarða úr opinberu fé,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að Alþingi muni grípa inn í og koma í veg fyrir að samningurinn verði að veruleika en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður flokksins, segjast ekki ætla að styðja samninginn.
Búvörusamningar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira