Erlent

Clinton og Sanders hnífjöfn í Nevada

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton.
Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton. vísir/epa
Skoðanakannanir í Nevada benda til þess að afar mjótt sé á munum á milli Bernie Sanders og Hillary Clinton sem berjast um að verða útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum.

Þriðju forkosningar flokksins hófust í dag í Nevada. Eru þetta síðustu kosningarnar fyrir 1. mars þegar forkosningar fara fram í tólf ríkjum og þar sem fjórðungur kjörmanna flokksins verða í boði.

Það er því mikið í húfi fyrir þann sem nær að standa uppi sem sigurvegari í Nevada enda er búist við að úrslit kvöldsins munu hafa ýmislegt að segja um úrslitin í forkosningunum mikilvægu 1. mars.

Bernie Sanders hefur sótt mikið á forskot Clinton í Nevada að undanförnu og samkvæmt helstu skoðanakönnunum munar aðeins nokkrum prósentum á frambjóðendunum.


Tengdar fréttir

Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire

Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða.

Kannanir sýna að Clinton og Sanders eru hnífjöfn

Ný skoðanakönnun sýnir að bandarískir kjósendur skiptast nánast í tvo jafna hópa eftir því hvort þeir myndu kjósa demókratana Hillary Clinton eða Bernie Sanders til forseta

Ungar konur styðja Sanders

Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×