Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Una Sighvatsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 12:46 Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/GVA-Stefán Ekkert bendir til þess að almenningur í landinu muni njóta góðs af nýjum búvörusamningum, að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samningarnir munu hins vegar kosta skattgreiðendur tugi milljarða. Nýir búvörusamningar ríkisins við bændur voru undirritaðir í gær til næstu tíu ára. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Þarna er því samið um háar fjárhæðir, en í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að það sé gert í þágu bæði bænda, neytenda og samfélagsins alls. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir hins vegar að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast, þá séu svörin mjög loðin. „Það eru engin merki um það í þessu að neytendur muni njóta þessa samnings eða þessa breytinga sem eru að verða þarna með einum eða öðrum hætti. Það hljótum við að gagnrýna mjög.“ Andrés bendir á að sá beini stuðningur sem í búvörusamningunum felst bætist ofan á óbeinan stuðning til landbúnaðarins í formi verndartolla, sem áætlað er að nemi um níu til tíu milljörðum á ári. „Ef við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“ Til samanburðar má nefna sem dæmi að Icesave samningarnir, sem Íslendingar höfnuðu með þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, hefðu skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnaðinn kostar skattgreiðendur því umtalsvert meira næsta áratuginn en Svavarssamningarnir svo nefndu hefðu gert. Að auki gagnrýnir Andrés að samningarnir séu bundnir til tíu ára. „Það er ekkert sem bendir til annars en að sama fyrirkomulag á stuðningskerfi við landbúnaðinn verði óbreytt um fyrirsjáanlega framtíð og þrátt fyrir að það séu tvö endurskoðunarákvæði í samningnum þá er að óbreyttu verið að binda næstu tvær ríkisstjórnir.“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagðist við undirritunina í gær telja að um tímamótasamninga sé að ræða þar sem umtalsverðar breytingar séu gerðar á starfsskilyrðum bænda. Meðal annars þess vegna séu samningarnir látnir gilda til tíu ára. „En ég segi á móti, tímamótasamning fyrir neytendur? Nei. Tímamótasamning fyrir allan almenning í landinu? Nei. Vegna þess að það er ekkert í þessum samningi sem segir hvernig á almenningur í landinu að njóta góðs af honum. Það er ekki neitt,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Ekkert bendir til þess að almenningur í landinu muni njóta góðs af nýjum búvörusamningum, að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samningarnir munu hins vegar kosta skattgreiðendur tugi milljarða. Nýir búvörusamningar ríkisins við bændur voru undirritaðir í gær til næstu tíu ára. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Þarna er því samið um háar fjárhæðir, en í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að það sé gert í þágu bæði bænda, neytenda og samfélagsins alls. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir hins vegar að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast, þá séu svörin mjög loðin. „Það eru engin merki um það í þessu að neytendur muni njóta þessa samnings eða þessa breytinga sem eru að verða þarna með einum eða öðrum hætti. Það hljótum við að gagnrýna mjög.“ Andrés bendir á að sá beini stuðningur sem í búvörusamningunum felst bætist ofan á óbeinan stuðning til landbúnaðarins í formi verndartolla, sem áætlað er að nemi um níu til tíu milljörðum á ári. „Ef við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“ Til samanburðar má nefna sem dæmi að Icesave samningarnir, sem Íslendingar höfnuðu með þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, hefðu skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnaðinn kostar skattgreiðendur því umtalsvert meira næsta áratuginn en Svavarssamningarnir svo nefndu hefðu gert. Að auki gagnrýnir Andrés að samningarnir séu bundnir til tíu ára. „Það er ekkert sem bendir til annars en að sama fyrirkomulag á stuðningskerfi við landbúnaðinn verði óbreytt um fyrirsjáanlega framtíð og þrátt fyrir að það séu tvö endurskoðunarákvæði í samningnum þá er að óbreyttu verið að binda næstu tvær ríkisstjórnir.“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagðist við undirritunina í gær telja að um tímamótasamninga sé að ræða þar sem umtalsverðar breytingar séu gerðar á starfsskilyrðum bænda. Meðal annars þess vegna séu samningarnir látnir gilda til tíu ára. „En ég segi á móti, tímamótasamning fyrir neytendur? Nei. Tímamótasamning fyrir allan almenning í landinu? Nei. Vegna þess að það er ekkert í þessum samningi sem segir hvernig á almenningur í landinu að njóta góðs af honum. Það er ekki neitt,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15