Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ingvar Haraldsson skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynntu nýja búvörusamninga fyrir fjölmiðlamönnum í gær. vísir/anton brink Ríkið mun leggja 132 milljarða króna í landbúnaðarkerfið á árunum 2017-2026 samkvæmt búvörusamningum sem undirritaðir voru í gær. Framlag ríkisins mun hækka um tæpan milljarð á næsta ári og nema tæpum 13,8 milljörðum króna en fer svo lækkandi á næstu árum þar á eftir og verða álíka og hann er á þessu ári í lok samningstímans. Styrkir til landbúnaðarins munu nema um 12,8 milljörðum króna á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir að taka verði mið af því að stuðningur ríkisins til landbúnaðarins hafi verið lækkaðar um 1.200 milljónir króna á ári eftir hrunið. „Þetta er verulegur umbreytingasamningur. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvað hann er langur. Það eru miklar breytingar sem taka langan tíma,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra bendir einnig á að endurskoðunarákvæði séu í samningnum árið 2019 og 2023. Þá segir landbúnaðarráðherra að einnig hafi verið tekin upp ný dýravelferðarreglugerð. „Þannig að í öllum samningunum er fjárfestingastuðningur,“ segir hann. „Hin stóra breytan er að verið er að auka athafnafrelsi bænda til að nýta landið,“ segir Sigurður Ingi. Samningarnir hafi það að markmiði að losa um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur verði ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. „Meginhugmyndin þar er að stuðningurinn verði fjölbreyttari og almennari, en ekki eins bundinn ákveðnum greinum eins og verið hefur,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Sindri á von á því að hagur bænda batni við hinn nýja samning. „Þessi breyting kemur misjafnlega niður á bændum eftir því hvernig þeir hafa kosið að haga sínum búskap. Sumir verða í betri stöðu og aðrir verða að gera einhverjar breytingar,“ segir Sindri. Ákvörðun um afnám mjólkurkvóta var frestað fram til 2019. Í fyrri drögum samningsins stóð til að ákveða að afnema kvótann við undirritun samninganna en fallið var frá því vegna óánægju sumra kúabænda. „Auðvitað kemur það við menn, kvótarnir eru búnir að vera framseljanlegir og menn verið misjafnlega staddir á spori hvað það varðar,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landsambands kúabænda. Engu að síður standi enn til að afnema kvótakerfið. Búvörusamningar Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ríkið mun leggja 132 milljarða króna í landbúnaðarkerfið á árunum 2017-2026 samkvæmt búvörusamningum sem undirritaðir voru í gær. Framlag ríkisins mun hækka um tæpan milljarð á næsta ári og nema tæpum 13,8 milljörðum króna en fer svo lækkandi á næstu árum þar á eftir og verða álíka og hann er á þessu ári í lok samningstímans. Styrkir til landbúnaðarins munu nema um 12,8 milljörðum króna á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir að taka verði mið af því að stuðningur ríkisins til landbúnaðarins hafi verið lækkaðar um 1.200 milljónir króna á ári eftir hrunið. „Þetta er verulegur umbreytingasamningur. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvað hann er langur. Það eru miklar breytingar sem taka langan tíma,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra bendir einnig á að endurskoðunarákvæði séu í samningnum árið 2019 og 2023. Þá segir landbúnaðarráðherra að einnig hafi verið tekin upp ný dýravelferðarreglugerð. „Þannig að í öllum samningunum er fjárfestingastuðningur,“ segir hann. „Hin stóra breytan er að verið er að auka athafnafrelsi bænda til að nýta landið,“ segir Sigurður Ingi. Samningarnir hafi það að markmiði að losa um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur verði ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. „Meginhugmyndin þar er að stuðningurinn verði fjölbreyttari og almennari, en ekki eins bundinn ákveðnum greinum eins og verið hefur,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Sindri á von á því að hagur bænda batni við hinn nýja samning. „Þessi breyting kemur misjafnlega niður á bændum eftir því hvernig þeir hafa kosið að haga sínum búskap. Sumir verða í betri stöðu og aðrir verða að gera einhverjar breytingar,“ segir Sindri. Ákvörðun um afnám mjólkurkvóta var frestað fram til 2019. Í fyrri drögum samningsins stóð til að ákveða að afnema kvótann við undirritun samninganna en fallið var frá því vegna óánægju sumra kúabænda. „Auðvitað kemur það við menn, kvótarnir eru búnir að vera framseljanlegir og menn verið misjafnlega staddir á spori hvað það varðar,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landsambands kúabænda. Engu að síður standi enn til að afnema kvótakerfið.
Búvörusamningar Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira