Hættur á taugum og kominn í tónlist Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 10:00 Sam Sheperd er spenntur fyrir að koma fram á Sónar. Það var í kjölfar þess að risastór Studer A80 Master Recorder skaut upp kollinum fyrir framan útidyrnar á heimili Sams Shepherd að hann byggði stúdíóið þar sem hann tók upp sína fyrstu breiðskífu, Elaenia. „Hann var svo stór að hann komst ekki inn um dyrnar. Í London rignir mikið, er vindasamt og grátt, þannig að ég varð að finna stúdíó sem allra fyrst til að koma honum inn. Til allra lukku fann ég húsnæði undir stúdíóið og flutti hann fljótlega þangað inn,“ segir Sam sem kemur fram undir nafninu Floating Points. Eftir að hafa komið upptökugræjunum fyrir í húsnæðinu tók hann til við að taka upp sína fyrstu plötu sem kom út í nóvember á síðasta ári og hlaut góðar viðtökur og var meðal annars á lista Pitchfork yfir tuttugu bestu plötur síðasta árs. Upphaflega var hugmynd hans að plötunni að hún yrði eitt langt lag en eftir ábendingar skipti hann tónlistinni niður í sjö lög. Nafn plötunnar og samnefnt titillag er rakið til draumfara tónlistarmannsins en Elaenia er fuglategund og dreymdi Sam að fugl af tegundinni festist í skógi eftir að hann hafði lesið bókina Sum: Forty Tales from the Afterlives eftir bandaríska taugasérfræðinginn David Eagleman en bókina fékk hann að gjöf frá aðdáanda eftir tónleika. Sam hafði þó gefið út tvær EP-skífur, nokkrar smáskífur og komið fram á tónleikum áður en breiðskífan leit dagsins ljós. Sam stefndi þó ekki alla tíð á að gerast tónlistarmaður og hafði menntað sig talsvert áður en hann hellti sér út í tónlistina af fullum þunga þó svo að tónlistaráhuginn hafi lengi verið til staðar. „Ég lærði á píanó frá því ég var sjö ára, var í skólakórnum og byrjaði að semja mína eigin tónlist fyrir kórinn og svo safnaði ég líka plötum en hélt aldrei að ég yrði tónlistarmaður eða plötusnúður,“ útskýrir hann. „Ég held að þess vegna hafi ég kannski streist á móti svona lengi. Ég fór í háskóla og tók doktorsgráðu bara af því ég var að halda aftur af mér. Ég hélt að ég yrði vísindamaður en ekki tónlistarmaður en það rætist ekki,“ segir hann hlæjandi. Sam segist spenntur fyrir komunni til landsins en hann spilar á Sónar í kvöld ásamt fjögurra manna bandi og segir hann að leikið verði efni af plötunni auk nýs efnis. „Helmingurinn verður dót sem fólk þekkir og hinn helmingurinn eitthvað sem enginn þekkir, en kannski mun enginn þekkja eldra dótið heldur,“ segir hann hlæjandi og hógvær. Honum finnst alltaf ákveðin áskorun fólgin í því að koma fram, hljóðheiminum á plötunni sé stjórnað með ýmsum tækjum og tólum og það geti verið erfitt að endurskapa hann á sviði. „Maður getur ekki haft þá stjórn án þess að koma með fullt af græjum og ég verð að takmarka það sem ég kem með mér og svo er líka bara ákveðinn hluti sem þú getur gert á sviði.“ Hann segir tónlistina því öðlast sitt eigið líf á sviðinu sem sé einnig hluti af skemmtuninni. Tónleikarnir með Floating Points hefjast klukkan 22.10 og fara fram í SonarClub í Hörpu en lokadagur tónlistarhátíðarinnar er á laugardaginn. Sónar Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Það var í kjölfar þess að risastór Studer A80 Master Recorder skaut upp kollinum fyrir framan útidyrnar á heimili Sams Shepherd að hann byggði stúdíóið þar sem hann tók upp sína fyrstu breiðskífu, Elaenia. „Hann var svo stór að hann komst ekki inn um dyrnar. Í London rignir mikið, er vindasamt og grátt, þannig að ég varð að finna stúdíó sem allra fyrst til að koma honum inn. Til allra lukku fann ég húsnæði undir stúdíóið og flutti hann fljótlega þangað inn,“ segir Sam sem kemur fram undir nafninu Floating Points. Eftir að hafa komið upptökugræjunum fyrir í húsnæðinu tók hann til við að taka upp sína fyrstu plötu sem kom út í nóvember á síðasta ári og hlaut góðar viðtökur og var meðal annars á lista Pitchfork yfir tuttugu bestu plötur síðasta árs. Upphaflega var hugmynd hans að plötunni að hún yrði eitt langt lag en eftir ábendingar skipti hann tónlistinni niður í sjö lög. Nafn plötunnar og samnefnt titillag er rakið til draumfara tónlistarmannsins en Elaenia er fuglategund og dreymdi Sam að fugl af tegundinni festist í skógi eftir að hann hafði lesið bókina Sum: Forty Tales from the Afterlives eftir bandaríska taugasérfræðinginn David Eagleman en bókina fékk hann að gjöf frá aðdáanda eftir tónleika. Sam hafði þó gefið út tvær EP-skífur, nokkrar smáskífur og komið fram á tónleikum áður en breiðskífan leit dagsins ljós. Sam stefndi þó ekki alla tíð á að gerast tónlistarmaður og hafði menntað sig talsvert áður en hann hellti sér út í tónlistina af fullum þunga þó svo að tónlistaráhuginn hafi lengi verið til staðar. „Ég lærði á píanó frá því ég var sjö ára, var í skólakórnum og byrjaði að semja mína eigin tónlist fyrir kórinn og svo safnaði ég líka plötum en hélt aldrei að ég yrði tónlistarmaður eða plötusnúður,“ útskýrir hann. „Ég held að þess vegna hafi ég kannski streist á móti svona lengi. Ég fór í háskóla og tók doktorsgráðu bara af því ég var að halda aftur af mér. Ég hélt að ég yrði vísindamaður en ekki tónlistarmaður en það rætist ekki,“ segir hann hlæjandi. Sam segist spenntur fyrir komunni til landsins en hann spilar á Sónar í kvöld ásamt fjögurra manna bandi og segir hann að leikið verði efni af plötunni auk nýs efnis. „Helmingurinn verður dót sem fólk þekkir og hinn helmingurinn eitthvað sem enginn þekkir, en kannski mun enginn þekkja eldra dótið heldur,“ segir hann hlæjandi og hógvær. Honum finnst alltaf ákveðin áskorun fólgin í því að koma fram, hljóðheiminum á plötunni sé stjórnað með ýmsum tækjum og tólum og það geti verið erfitt að endurskapa hann á sviði. „Maður getur ekki haft þá stjórn án þess að koma með fullt af græjum og ég verð að takmarka það sem ég kem með mér og svo er líka bara ákveðinn hluti sem þú getur gert á sviði.“ Hann segir tónlistina því öðlast sitt eigið líf á sviðinu sem sé einnig hluti af skemmtuninni. Tónleikarnir með Floating Points hefjast klukkan 22.10 og fara fram í SonarClub í Hörpu en lokadagur tónlistarhátíðarinnar er á laugardaginn.
Sónar Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira