Sport

Sharapova fékk fimm viðvaranir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Maria Sharapova fékk að minnsta kosti fimm mismunandi viðvaranir um að lyfið meldóníum yrði bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, þann 1. janúar 2016.

Sharapova viðurkenndi á dögunum að hún hefði fallið á lyfjaprófi sem var tekið eftir að hún féll úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis þann 26. janúar.

Sjá einnig: Tennisdrottning hrynur af stalli

Bar hún við því að hún hefði þekkt lyfið undir öðru heiti og að hún hefði tekið það af heilsufarsástæðum í tíu ár. Hún gekkst við ábyrgðinni að fullu og sagði að hún hefði ekki smellt á hlekk í tölvupósti sem henni barst um yfirvofandi breytingar á bannlistanum.

The Times greindi frá því í gær að Sharapova hefði fengið að minnsta kosti fimm viðvaranir um málið, bæði frá Alþjóðatennissambandinu og einnig Tennissambandi kvenna.

Sjá einnig: „Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“

Dick Pound, stofnandi WADA, sagði í viðtölum við fjölmiðla að Sharapova hefði sýnt stórkostlegt kæruleysi með því að falla á lyfjaprófinu.

„Í hvert sinn sem breytingar eru gerðar á listanum er tilkynning send út eigi síðar en 30. september. Það gefur manni því þrjá mánuði til að hætta að taka viðkomandi lyf. Allir fengu viðvörun og hún er með heilt læknateymi til að aðstoða sig.“


Tengdar fréttir

Tennisdrottning hrynur af stalli

Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann.

Hvað er meldóníum?

"Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu.

Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð

Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×