Hrelliklám gríðarstórt vandamál hér á landi Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2016 22:00 Ný rannsókn bendir til þess að svokallað hrelliklám - það er þegar myndir sem sýna nekt eru settar í dreifingu án samþykkis þess sem er á myndinni - sé orðið gríðarstórt vandamál hér á landi. Rannsóknin var gerð á íslensku vefsvæði þar sem nafnlausir notendur skiptast á myndum, aðallega af ungum íslenskum stúlkum. Mikill meirihluti stúlknanna virðist vera undir lögaldri og sú yngsta sem var aldursgreind var þrettán ára. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Hildi Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum sem gerði rannsóknina, í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Hildur segir nauðsynlegt að farið verði að líta á hrelliklám sem alvarlegt kynferðisbrot. Hildur segir að það sem hafi vakið fyrir henni með gerð rannsóknarinnar hafi verið að afla upplýsinga um umfang hrellikláms og hverjar væru helstu birtingarmyndir þess. „Þá fannst mér mesta lógíkin að fara beint í það að skoða hvað væri raunverulega í umferð. Ég held að sem betur fer hafi orðið hér vitundarvakning um þetta sem samfélagslegt mein sem við þurfum að takast á við. Að sama skapi höfum við kannski ekki áttað okkur almennilega á hvað við erum raunverulega að fást við.“ Hildur segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að ná utan um allt hrelliklám hér á landi en hafi fljótlega áttað sig á því að það væri ekki raunhæft. „Það er bara það mikið efni í umferð, því miður, að það er ógerningur að ætla sér að ná utan um það allt saman,“ segir Hildur sem ákvað í kjölfarið að afmarka sig við eitt vefsvæði. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að svokallað hrelliklám - það er þegar myndir sem sýna nekt eru settar í dreifingu án samþykkis þess sem er á myndinni - sé orðið gríðarstórt vandamál hér á landi. Rannsóknin var gerð á íslensku vefsvæði þar sem nafnlausir notendur skiptast á myndum, aðallega af ungum íslenskum stúlkum. Mikill meirihluti stúlknanna virðist vera undir lögaldri og sú yngsta sem var aldursgreind var þrettán ára. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Hildi Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum sem gerði rannsóknina, í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Hildur segir nauðsynlegt að farið verði að líta á hrelliklám sem alvarlegt kynferðisbrot. Hildur segir að það sem hafi vakið fyrir henni með gerð rannsóknarinnar hafi verið að afla upplýsinga um umfang hrellikláms og hverjar væru helstu birtingarmyndir þess. „Þá fannst mér mesta lógíkin að fara beint í það að skoða hvað væri raunverulega í umferð. Ég held að sem betur fer hafi orðið hér vitundarvakning um þetta sem samfélagslegt mein sem við þurfum að takast á við. Að sama skapi höfum við kannski ekki áttað okkur almennilega á hvað við erum raunverulega að fást við.“ Hildur segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að ná utan um allt hrelliklám hér á landi en hafi fljótlega áttað sig á því að það væri ekki raunhæft. „Það er bara það mikið efni í umferð, því miður, að það er ógerningur að ætla sér að ná utan um það allt saman,“ segir Hildur sem ákvað í kjölfarið að afmarka sig við eitt vefsvæði. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15
Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00
Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00