Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2016 14:29 Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar undrast að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi fallist á að fjölga yfirmönnum Ísal í útskipunarteymi yfirmanna í Straumsvík. Þótt þeim hafi tekist að ná tökum á vinnubrögðunum séu þúsundir tonna af áli engu að síður að safnast upp hjá fyrirtækinu. Í síðustu viku óskaði Ísal eftir því við Sýslumanninn í Reykjavík að ríflega þrjátíu yfirmenn hjá fyrirtækinu fengju að ganga í störf hafnaverkamanna sem sett höfðu útflutningsbann á útflutning á áli frá Straumsvík. Sýsmumaður féllst á að 15 yfirmenn, þar af þrír stjórnarmenn í Frakklandi, fengju að skipa álinu út sem tólf þeirrra gerðu í síðustu viku. Ísal fannt þetta hins vegar ekki nóg og kærði úrskurð Sýslumanns sem nú hefur fallist á að 19 yfirmenn geti sett upp vinnuhanskana og skipað út áli. „Þetta kom okkur bara verulega á óvart. Að þetta skyldi hafa farið í þennan farveg, af því að sýslumaður ákveður að bæta þarna við fjórum aðilum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar. Nú hafi fjórum aðstoðarframkvæmdastjórum sem aldrei hafi komið nálægt útskipunum verið bætt í teymi yfirmanna. Fyrst í síðustu viku gekk útskipun hægt hjá yfirmönnum enda vanari að sitja við skrifborð en skipa út áli. Nú virðast þeir hins vegar vera að ná tökum á vinnubrögðunum og útskipun gengur hraðar fyrir sig. „Svo hafa þau verið sérstaklega heppin með veðráttuna og annað. Jú, það má segja að þau hafi náð tökum á að koma þessu um borð. En samt sem áður eru ekki allir farmar að fara sem áttu að fara og það hefur þurft að skilja eftir. Það má segja að staðan í dag sé, þótt verið sé að setja í skipið, að áður en byrjað var að lesta það voru komi átta þúsund tonn sem áttu að fara úr landi. Ef skipið tekur kannski þrjú þúsund tonn núna eru alla vega fimm þúsund tonn eftir hér sem eiga eftir að fara úr landi,“ segir Kolbeinn. Þannig að aðgeðir verkalýðsfélaganna séu engu að síður hægt og bítandi að virka. Formaður Hlífar segir mikilvægt að ná fram kjarasamning um sambærilegar launahækkanir og aðrir hafi samið um. Aðrir hafi ekki þurft að semja frá sér réttindi til að ná samningum. Verkalýðsfélögin hafi þó komið til móts við Ísal varðandi kröfu fyrirtækisins um útvistun vissra verkefna með skilyðrum. „En það hefur bara alltaf verið þessi þrjóska hinum megin frá að það er allt eða ekki neitt. Þau vilja opna þetta alveg upp á gátt,“ segir Kolbeinn. Það sé hins vegar krafa að þeir sem vinni á Ísalsvæðinu fái sömu laun og önnur réttindi og þeir sem vinni sams konar störf þar á vegum verkalýðsfélaganna. Á þetta hafi ísal ekki fallist. „Og þá erum við að horfa á varðandi ferðapeninga, það eru bónusar og jafnvel starfsmenntunarálag og annað sem er inni í launum hjá mönnum. Við erum þá að horfa á 30 til 40 prósent lakari laun fyrir þá verktaka sem kæmu hingað á almennum launum inn á svæðið,“ segir Kolbeinn. Það sé sparnaðurinn sem Ísal vilji ná fram. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar undrast að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi fallist á að fjölga yfirmönnum Ísal í útskipunarteymi yfirmanna í Straumsvík. Þótt þeim hafi tekist að ná tökum á vinnubrögðunum séu þúsundir tonna af áli engu að síður að safnast upp hjá fyrirtækinu. Í síðustu viku óskaði Ísal eftir því við Sýslumanninn í Reykjavík að ríflega þrjátíu yfirmenn hjá fyrirtækinu fengju að ganga í störf hafnaverkamanna sem sett höfðu útflutningsbann á útflutning á áli frá Straumsvík. Sýsmumaður féllst á að 15 yfirmenn, þar af þrír stjórnarmenn í Frakklandi, fengju að skipa álinu út sem tólf þeirrra gerðu í síðustu viku. Ísal fannt þetta hins vegar ekki nóg og kærði úrskurð Sýslumanns sem nú hefur fallist á að 19 yfirmenn geti sett upp vinnuhanskana og skipað út áli. „Þetta kom okkur bara verulega á óvart. Að þetta skyldi hafa farið í þennan farveg, af því að sýslumaður ákveður að bæta þarna við fjórum aðilum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar. Nú hafi fjórum aðstoðarframkvæmdastjórum sem aldrei hafi komið nálægt útskipunum verið bætt í teymi yfirmanna. Fyrst í síðustu viku gekk útskipun hægt hjá yfirmönnum enda vanari að sitja við skrifborð en skipa út áli. Nú virðast þeir hins vegar vera að ná tökum á vinnubrögðunum og útskipun gengur hraðar fyrir sig. „Svo hafa þau verið sérstaklega heppin með veðráttuna og annað. Jú, það má segja að þau hafi náð tökum á að koma þessu um borð. En samt sem áður eru ekki allir farmar að fara sem áttu að fara og það hefur þurft að skilja eftir. Það má segja að staðan í dag sé, þótt verið sé að setja í skipið, að áður en byrjað var að lesta það voru komi átta þúsund tonn sem áttu að fara úr landi. Ef skipið tekur kannski þrjú þúsund tonn núna eru alla vega fimm þúsund tonn eftir hér sem eiga eftir að fara úr landi,“ segir Kolbeinn. Þannig að aðgeðir verkalýðsfélaganna séu engu að síður hægt og bítandi að virka. Formaður Hlífar segir mikilvægt að ná fram kjarasamning um sambærilegar launahækkanir og aðrir hafi samið um. Aðrir hafi ekki þurft að semja frá sér réttindi til að ná samningum. Verkalýðsfélögin hafi þó komið til móts við Ísal varðandi kröfu fyrirtækisins um útvistun vissra verkefna með skilyðrum. „En það hefur bara alltaf verið þessi þrjóska hinum megin frá að það er allt eða ekki neitt. Þau vilja opna þetta alveg upp á gátt,“ segir Kolbeinn. Það sé hins vegar krafa að þeir sem vinni á Ísalsvæðinu fái sömu laun og önnur réttindi og þeir sem vinni sams konar störf þar á vegum verkalýðsfélaganna. Á þetta hafi ísal ekki fallist. „Og þá erum við að horfa á varðandi ferðapeninga, það eru bónusar og jafnvel starfsmenntunarálag og annað sem er inni í launum hjá mönnum. Við erum þá að horfa á 30 til 40 prósent lakari laun fyrir þá verktaka sem kæmu hingað á almennum launum inn á svæðið,“ segir Kolbeinn. Það sé sparnaðurinn sem Ísal vilji ná fram.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira