Sport

Horfði frekar á klám en bardaga Conor og Diaz

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aldo og Conor gætu mæst aftur næsta sumar.
Aldo og Conor gætu mæst aftur næsta sumar. vísir/getty
Brasilíumaðurinn og fyrrum heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, mátti ekkert vera að því að horfa á bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um síðustu helgi.

Aldo horfði frekar á klám og horfði svo á bardagann er hann var búinn að fá sinn skammt af klámi.

„Ég horfi alltaf á Sexy Hot á kvöldin. Ég var ekkert að stressa mig á bardaganum því ég vissi hvað myndi gerast. Um leið og ég fékk staðfestingu á því sem ég vissi að myndi gerast sendi ég út mín skilaboð á samfélagsmiðlum,“ sagði Aldo í sjónvarpsviðtali í Brasilíu.

Sjá einnig: Conor ætlar að þagga niður í Aldo: Meistarar fagna ekki sigri annars manns

„Ég sagði fyrir skömmu að Conor myndi ekki eiga neitt í lok ársins. Hann gafst upp. Gat ekki meira. Vildi hlaupa í burtu. Conor er aumingi. Hann fór í gólfið og gafst upp. Hann var eins og krakki sem var verið að slá utan undir í búrinu.“

Það er engu líkara en Aldo hafi þurrkað út þá minningu að Írinn rotaði hann á aðeins 13 sekúndum í desember. Hann talar þannig.

„Sumir eru með frábært högg en aðrir ekki. Hendurnar hans eru gerðar úr sápu. Það falla samt eðlilega allir sem fá högg á kinnini. Líka þegar krakkar slá þá þannig,“ sagði Aldo ótrúlega brattur en þórðargleðin yfir tapi Írans er að fara með hann.

„Þegar ég var að berjast við hann þá settu þeir hjólabretti í búrið svo ég myndi renna,“ sagði Aldo og hló.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×