Innlent

Flutningaskip í höfn í Straumsvík

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Starfsmenn í verkfalli afferma skipið áður en stjórnendur byrja að lesta áli.
Starfsmenn í verkfalli afferma skipið áður en stjórnendur byrja að lesta áli. Vísir/Vilhelm
Flutningaskip kom til hafnar í Straumsvík í gær og vinna nú starfsmenn Rio Tinto Alcan að því að afferma skipið. Reiknað er með að áli verði svo lestað við fyrsta tækifæri.

„Eins og alltaf er vikulega hjá okkur,“ segir Ólafur „Eins og venjulega er byrjað á að afferma skipið, það sem er í því, og það eru bara okkar starfsmenn enda er verkfallið í því að lesta út.“

Ólafur Teitur getur ekki sagt nákvæmlega hvenær byrjað verði að lesta áli. 

„Ég veit það ekki, það fer eftir því hvernig gengur að afferma. Það er spáð leiðinda veðrið í kvöld,“ segir hann. Ef aðstæður leyfa þá munu stjórnendur fyrirtækisins við og lesta áli til útflutnings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×