„Nóg komið af því að við séum látin éta skít“ Una Sighvatsdóttir skrifar 6. mars 2016 12:45 Landbúnaðarráðherra undirritaði nýja búvörusamninga ríkisins við Bændasamtök Íslands í lok febrúar, en bændur munu sjálfir greiða atkvæði um samningana rafrænt á næstu vikum. Samningarnir eru umdeildir, einnig meðal bænda. Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi í Arnarholti á Suðurlandi ræddi við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Hún sagðist óttast afleiðingar þess hluta samningsins sem snýr að starfsskilyrðum sauðfjárræktar. Hann geti leitt til þess að sauðfjárframleiðsla stóraukist á skömmum tíma langt umfram það sem efni standa til.Erlendir markaðir notaðir sem gulrót „Við erum að framleiða meira en við ættum að gera. Við flytjum út dálítið af kjöti og það er í sjálfu sér ágætt en við fáum frekar lágt verð fyrir útflutning. Og það er einmitt verið að veifa því sem gulrót framan í kjósendur þessa samnings að það séu stóraukin tækifæri í auknum útflutningi og að við getum fengið mikið hærra verð, en þetta eru nú ræður sem við höfum heyrt áður. Það er allur heimurinn að reyna að komast inn á þessa markaði og þetta eru bara leyfi ég mér að segja blekkingar." Sigríður segir þetta mikið hagsmunamál fyrir allt íslenskt samfélag. „Ef við erum að framleiða meira en við í rauninni getum selt á móti þá sköðumst við á því, við fáum ekki tekjur. Til skemmri tíma myndi framleiðslan aukast mjög mikið og því myndi fylgja gríðarlegt verðfall fyrir okkur." Hún bendir á að lambakjötsframleiðslan fyrir erlenda markaði yrði þar að auki ríkisstyrkt með nákvæmlega sama hætti og íslenskir neytendur kaupi úti í búð. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á slíkt kerfi.Tap fyrir alla í greininni Sigríður segir að bændur megi ekki láta blekkjast af vonum um skammtímagróða því til lengri tíma litið þýði samningarnir tap fyrir alla í greininni. „Ég hvet sauðfjárbændur til að skoða þetta mál kirfilega og fella þetta. Þetta má ekki gerast svona og þær röksemdir að við verðum að standa saman og treysta forystunni, þær bara gilda ekki í þessu sambandi. Ég held að það sé alveg komið nóg af því að við séum látin éta skít.“Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Búvörusamningar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Landbúnaðarráðherra undirritaði nýja búvörusamninga ríkisins við Bændasamtök Íslands í lok febrúar, en bændur munu sjálfir greiða atkvæði um samningana rafrænt á næstu vikum. Samningarnir eru umdeildir, einnig meðal bænda. Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi í Arnarholti á Suðurlandi ræddi við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Hún sagðist óttast afleiðingar þess hluta samningsins sem snýr að starfsskilyrðum sauðfjárræktar. Hann geti leitt til þess að sauðfjárframleiðsla stóraukist á skömmum tíma langt umfram það sem efni standa til.Erlendir markaðir notaðir sem gulrót „Við erum að framleiða meira en við ættum að gera. Við flytjum út dálítið af kjöti og það er í sjálfu sér ágætt en við fáum frekar lágt verð fyrir útflutning. Og það er einmitt verið að veifa því sem gulrót framan í kjósendur þessa samnings að það séu stóraukin tækifæri í auknum útflutningi og að við getum fengið mikið hærra verð, en þetta eru nú ræður sem við höfum heyrt áður. Það er allur heimurinn að reyna að komast inn á þessa markaði og þetta eru bara leyfi ég mér að segja blekkingar." Sigríður segir þetta mikið hagsmunamál fyrir allt íslenskt samfélag. „Ef við erum að framleiða meira en við í rauninni getum selt á móti þá sköðumst við á því, við fáum ekki tekjur. Til skemmri tíma myndi framleiðslan aukast mjög mikið og því myndi fylgja gríðarlegt verðfall fyrir okkur." Hún bendir á að lambakjötsframleiðslan fyrir erlenda markaði yrði þar að auki ríkisstyrkt með nákvæmlega sama hætti og íslenskir neytendur kaupi úti í búð. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á slíkt kerfi.Tap fyrir alla í greininni Sigríður segir að bændur megi ekki láta blekkjast af vonum um skammtímagróða því til lengri tíma litið þýði samningarnir tap fyrir alla í greininni. „Ég hvet sauðfjárbændur til að skoða þetta mál kirfilega og fella þetta. Þetta má ekki gerast svona og þær röksemdir að við verðum að standa saman og treysta forystunni, þær bara gilda ekki í þessu sambandi. Ég held að það sé alveg komið nóg af því að við séum látin éta skít.“Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Búvörusamningar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira