Leita leiða til að losna við Trump Birta Björnsdóttir skrifar 4. mars 2016 19:45 Vísir/EPA Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. Þeir sem halda því fram að kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins einkennist öðru fremur af persónulegum árásum og ómálefnalegum umræðum gætu haft nokkuð til síns máls, miðað við nokkur þau ummæli sem féllu í kappræðunum í Detroit í gær. „Og hann sagði að fyrst hendurnar á mér væru litlar hlyti eitthvað annað að vera lítið. Ég get fullvissað ykkur um að það er ekkert vandamál. Ég ábyrgist það,“ sagði Donald Trump. Þeir þrír sem eftir standa í baráttunni við Donald Trump þreytast ekki á að tíunda ókosti hans og fleiri flokksmenn hafa lagst á árar með þeim. „Hugsið um persónueiginleika Donalds Trump, yfirganginn, græðgina, sýndarmennskuna, kvenhatrið, þessa fáránlegu þriðjabekkjarstæla,“ sagði Mitt Romney á dögunum, en hann var forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2012. Nær ómögulegt þykir fyrir mótframbjóðendur Trumps að ná forskoti hans í forvalinu. Saman gætu þeir þó komið í veg fyrir að Trump nái þeim 1237 kjörmönnum sem mundu tryggja honum útnefningu flokksins. Nái Trump ekki þessum fjölda kjörmanna geta kjörmenn hinna frambjóðendanna sameinast um annan frambjóðanda. Verði þetta raunin er spurning hvort þeir Cruz, Rubio eða Kasich séu tilbúnir að fylkja sér á bakvið hvorn annan. Hinn möguleikinn er að kjörmennirnir lýsi yfir stuðningi við enn annan frambjóðanda, en heimildir CNN fréttstofunnar herma að fyrrnefndur Mitt Romney eygi þarna von til að verða í annað sinn fulltrúi Repúblikana í baráttunni um Hvíta húsið. Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira
Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. Þeir sem halda því fram að kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins einkennist öðru fremur af persónulegum árásum og ómálefnalegum umræðum gætu haft nokkuð til síns máls, miðað við nokkur þau ummæli sem féllu í kappræðunum í Detroit í gær. „Og hann sagði að fyrst hendurnar á mér væru litlar hlyti eitthvað annað að vera lítið. Ég get fullvissað ykkur um að það er ekkert vandamál. Ég ábyrgist það,“ sagði Donald Trump. Þeir þrír sem eftir standa í baráttunni við Donald Trump þreytast ekki á að tíunda ókosti hans og fleiri flokksmenn hafa lagst á árar með þeim. „Hugsið um persónueiginleika Donalds Trump, yfirganginn, græðgina, sýndarmennskuna, kvenhatrið, þessa fáránlegu þriðjabekkjarstæla,“ sagði Mitt Romney á dögunum, en hann var forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2012. Nær ómögulegt þykir fyrir mótframbjóðendur Trumps að ná forskoti hans í forvalinu. Saman gætu þeir þó komið í veg fyrir að Trump nái þeim 1237 kjörmönnum sem mundu tryggja honum útnefningu flokksins. Nái Trump ekki þessum fjölda kjörmanna geta kjörmenn hinna frambjóðendanna sameinast um annan frambjóðanda. Verði þetta raunin er spurning hvort þeir Cruz, Rubio eða Kasich séu tilbúnir að fylkja sér á bakvið hvorn annan. Hinn möguleikinn er að kjörmennirnir lýsi yfir stuðningi við enn annan frambjóðanda, en heimildir CNN fréttstofunnar herma að fyrrnefndur Mitt Romney eygi þarna von til að verða í annað sinn fulltrúi Repúblikana í baráttunni um Hvíta húsið.
Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira