Ómótstæðilegt Cannelloni að hætti Evu Laufeyjar - Myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2016 15:30 Eva Laufey kann þetta heldur betur. vísir. Í síðasta þættinum af Matargleði Evu á Stöð 2 útbjó hún sinn uppáhalds pastarétt, Cannelloni en hún segir að sá réttur sameini allt það sem henni þyki gott. Pasta, nóg af osti, góða sósu og spínat. Neðst í fréttinni má sjá hvernig Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir fer að því að matreiða Cannelloni.Cannellonifyrir þrjá til fjóra Ólífuolía 1 laukur 3 hvítlauksrif 2 dósir hakkaðir tómatar Salt og nýmalaður pipar Handfylli basilíka 1 lárviðarlauf ½ kjúklingateningur 500 g spínat ½ tsk múskat Börkur af hálfri sítrónu 500 g kotasæla 1 egg 4 msk nýrifinn parmesan ostur 200 g cannelloni pasta 150 mozzarella ostur Rifinn ostur Aðferð:1. Stillið ofninn í 180°C. Steikið spínatið upp úr ólífuolíu á pönnu við vægan hita, þegar spínatið er orðið mjög mjúkt færið það yfir skurðbrettið og saxið mjög smátt. 2. Hitið ólífuolíu í potti og steikið smátt saxaðan lauk þar til hann verður glær og mjúkur í gegn, pressið hvítlauksrif og bætið út í pottinn ásamt hökkuðum tómötum, lárviðarlaufi og hálfum kjúklingatening. Kryddið til með salti og pipar og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur við vægan hita. 3. Í skál blandið saman söxuðu spínati, kotasælu, eggi, parmesan osti, nýrifnu múskati, salti, pipar og basilíkulaufum 4. Fyllið cannelloni pastarörin með ljúffengu ostafyllingunni, gott er að nota sprautupoka en annars má fylla rörin með skeiðum. 5. Setjið sósu í eldfast mót og raðið pastarörum yfir. Hellið sósunni yfir og dreifið vel af rifnum osti og ferskum mozzarella yfir. Í lokin er gott að rífa vel af parmesan yfir. 6. Bakið við 180°C í 30-35 mínútur. Ef osturinn er orðinn mjög brúnn of fljótt er gott ráð að leggja bökunarpappír yfir. 7. Berið fram með fersku salati. Eva Laufey Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Í síðasta þættinum af Matargleði Evu á Stöð 2 útbjó hún sinn uppáhalds pastarétt, Cannelloni en hún segir að sá réttur sameini allt það sem henni þyki gott. Pasta, nóg af osti, góða sósu og spínat. Neðst í fréttinni má sjá hvernig Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir fer að því að matreiða Cannelloni.Cannellonifyrir þrjá til fjóra Ólífuolía 1 laukur 3 hvítlauksrif 2 dósir hakkaðir tómatar Salt og nýmalaður pipar Handfylli basilíka 1 lárviðarlauf ½ kjúklingateningur 500 g spínat ½ tsk múskat Börkur af hálfri sítrónu 500 g kotasæla 1 egg 4 msk nýrifinn parmesan ostur 200 g cannelloni pasta 150 mozzarella ostur Rifinn ostur Aðferð:1. Stillið ofninn í 180°C. Steikið spínatið upp úr ólífuolíu á pönnu við vægan hita, þegar spínatið er orðið mjög mjúkt færið það yfir skurðbrettið og saxið mjög smátt. 2. Hitið ólífuolíu í potti og steikið smátt saxaðan lauk þar til hann verður glær og mjúkur í gegn, pressið hvítlauksrif og bætið út í pottinn ásamt hökkuðum tómötum, lárviðarlaufi og hálfum kjúklingatening. Kryddið til með salti og pipar og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur við vægan hita. 3. Í skál blandið saman söxuðu spínati, kotasælu, eggi, parmesan osti, nýrifnu múskati, salti, pipar og basilíkulaufum 4. Fyllið cannelloni pastarörin með ljúffengu ostafyllingunni, gott er að nota sprautupoka en annars má fylla rörin með skeiðum. 5. Setjið sósu í eldfast mót og raðið pastarörum yfir. Hellið sósunni yfir og dreifið vel af rifnum osti og ferskum mozzarella yfir. Í lokin er gott að rífa vel af parmesan yfir. 6. Bakið við 180°C í 30-35 mínútur. Ef osturinn er orðinn mjög brúnn of fljótt er gott ráð að leggja bökunarpappír yfir. 7. Berið fram með fersku salati.
Eva Laufey Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira