Internetið tekur fram úr sjónvarpinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2016 12:37 Í fyrsta sinn telja markaðsstjórar á Íslandi að internetið sé áhrifameiri auglýsingamiðill en sjónvarp. Vísir/Getty Internetið hefur tekið sæti sjónvarpsins sem áhrifamesti auglýsingamiðillinn á Íslandi samkvæmt niðurstöðum árlegrar rannsóknar Gallup meðal markaðsstjóra stærstu auglýsenda landsins. Í rannsókninni svöruðu 231 markaðsstjóri ýmsum spurningum um auglýsingamarkaðinn á Íslandi. Um fjórðungur þeirra taldi internetið, þar með talið samfélagsmiðla, áhrifamesta auglýsingamiðilinn á Íslandi. Í fyrri rannsóknum Gallup undanfarin ár hafa markaðsstjórar talið sjónvarp áhrifamesta miðilinn til að ná til markhópa sinna. Hefur internetið sótt mikið á en í sambærilegri rannsókn Gallup frá árinu 2009 sögðust aðeins 15 prósent markaðsstjóra að internetið væri áhrifamesti auglýsingamiðilinn. Hefur internetið því heldur betur sótt í sig veðrið og orðið æ áhrifameira að mati markaðstjóra hér á landi. Um þriðjungur þeirra telur sjónvarpið þó enn vera áhrifaríkasta auglýsingamiðilinn. Hefur þetta hlutfall lækkað undanfarin ár en árið 2009 taldi ríflegur helmingur markaðstjóra sjónvarpið vera áhrifamesta auglýsingamiðilinn. Fyrirtæki hafa í auknum mæli sótt í Twitter til að auglýsa starfsemi sína.Vísir/GettySamfélagsmiðlar sækja á Í blaðinu Ímark sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun er rætt við Guðna Rafn Gunnarsson, sviðsstjóra fjölmiðlarannsókna hjá Gallup. Segir hann að samfélagsmiðlar séu ofarlega í huga markaðsstjóra þegar kemur að markaðssetningu á netinu. „Áhrifamáttur netsins sem auglýsingamiðill í hugum auglýsenda hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár frá því að vera nefnt af um sjö prósentum svarenda fyrir áratug,“ segir Guðni. „Af þeim sem telja neti áhrifaríkast nefndi helmingur svarenda samfélagsmiðla og helmingur nefndi aðra auglýsingakosti á netinu.“ Guðni kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Íslenska markaðsdeginum sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Í kvöld verða svo Íslensku auglýsingaverðlaunin afhent en þau eru veitt í fjölmörgum flokkum til þeirra sem þótt hafa skarað framúr í auglýsinga- og markaðsmálum árið 2015. Tengdar fréttir Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs 2016 Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó þann 4. mars. 25. febrúar 2016 16:15 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Internetið hefur tekið sæti sjónvarpsins sem áhrifamesti auglýsingamiðillinn á Íslandi samkvæmt niðurstöðum árlegrar rannsóknar Gallup meðal markaðsstjóra stærstu auglýsenda landsins. Í rannsókninni svöruðu 231 markaðsstjóri ýmsum spurningum um auglýsingamarkaðinn á Íslandi. Um fjórðungur þeirra taldi internetið, þar með talið samfélagsmiðla, áhrifamesta auglýsingamiðilinn á Íslandi. Í fyrri rannsóknum Gallup undanfarin ár hafa markaðsstjórar talið sjónvarp áhrifamesta miðilinn til að ná til markhópa sinna. Hefur internetið sótt mikið á en í sambærilegri rannsókn Gallup frá árinu 2009 sögðust aðeins 15 prósent markaðsstjóra að internetið væri áhrifamesti auglýsingamiðilinn. Hefur internetið því heldur betur sótt í sig veðrið og orðið æ áhrifameira að mati markaðstjóra hér á landi. Um þriðjungur þeirra telur sjónvarpið þó enn vera áhrifaríkasta auglýsingamiðilinn. Hefur þetta hlutfall lækkað undanfarin ár en árið 2009 taldi ríflegur helmingur markaðstjóra sjónvarpið vera áhrifamesta auglýsingamiðilinn. Fyrirtæki hafa í auknum mæli sótt í Twitter til að auglýsa starfsemi sína.Vísir/GettySamfélagsmiðlar sækja á Í blaðinu Ímark sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun er rætt við Guðna Rafn Gunnarsson, sviðsstjóra fjölmiðlarannsókna hjá Gallup. Segir hann að samfélagsmiðlar séu ofarlega í huga markaðsstjóra þegar kemur að markaðssetningu á netinu. „Áhrifamáttur netsins sem auglýsingamiðill í hugum auglýsenda hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár frá því að vera nefnt af um sjö prósentum svarenda fyrir áratug,“ segir Guðni. „Af þeim sem telja neti áhrifaríkast nefndi helmingur svarenda samfélagsmiðla og helmingur nefndi aðra auglýsingakosti á netinu.“ Guðni kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Íslenska markaðsdeginum sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Í kvöld verða svo Íslensku auglýsingaverðlaunin afhent en þau eru veitt í fjölmörgum flokkum til þeirra sem þótt hafa skarað framúr í auglýsinga- og markaðsmálum árið 2015.
Tengdar fréttir Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs 2016 Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó þann 4. mars. 25. febrúar 2016 16:15 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs 2016 Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó þann 4. mars. 25. febrúar 2016 16:15
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent