Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2016 12:00 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Belgíu í fyrsta leik A-riðils. Stelpurnar okkar eru einnig í riðli með Danmörku og Kanada, en nokkrar af bestu þjóðum heims vantar á mótið í ár þar sem þær eru uppteknar í forkeppni Ólympíuleikana. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er í íslenska hópnum að vanda, en Sandra yfirgaf Stjörnuna og gekk í raðir Hlíðarendafélagsins í byrjun síðasta mánaðar. Sandra, sem hóf sinn feril með liði Þór/KA/KS, gekk í raðir Stjörnunar 2005 og hefur undanfarinn áratug verið einn albesti markvörður Pepsi-deildar kvenna.Samkvæmt frétt Fótbolti.net kostaði hún Valsmenn tvær milljónir króna, en fáheyrt er að leikmaður sem keyptur fyrir slíka upphæð í kvennaboltanum. „Ég er mjög sátt við að hafa tekið þessa ákvörðun og að þetta hafi gengið í gegn,“ segir Sandra um vistaskiptin í viðtali við SportTV á Portúgal, en hvað hefur hún að segja um kaupverðið? „Ég pæli ekkert í því. Ég hugsaði bara um að þetta myndi leysast og ég gæti farið að spila fótbolta aftur. Eftir að ég tek ákvörðun um að vilja fara kemur þetta upp og mér leist vel á það.“ Sandra fagnar því eðlilega að vera með stelpunum á Algarve en þar getur liðið æft og spilað við bestu aðstæður. „Það er gulrót á veturnar að koma hingað og mótið hjálpar rosalega mikið andlega og líkamlega. Hér fáum við að vera á grasi við topp aðstæður. Það er gott að rífa sig frá slorinu heima,“ segir Sandra Sigurðardóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Belgíu í fyrsta leik A-riðils. Stelpurnar okkar eru einnig í riðli með Danmörku og Kanada, en nokkrar af bestu þjóðum heims vantar á mótið í ár þar sem þær eru uppteknar í forkeppni Ólympíuleikana. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er í íslenska hópnum að vanda, en Sandra yfirgaf Stjörnuna og gekk í raðir Hlíðarendafélagsins í byrjun síðasta mánaðar. Sandra, sem hóf sinn feril með liði Þór/KA/KS, gekk í raðir Stjörnunar 2005 og hefur undanfarinn áratug verið einn albesti markvörður Pepsi-deildar kvenna.Samkvæmt frétt Fótbolti.net kostaði hún Valsmenn tvær milljónir króna, en fáheyrt er að leikmaður sem keyptur fyrir slíka upphæð í kvennaboltanum. „Ég er mjög sátt við að hafa tekið þessa ákvörðun og að þetta hafi gengið í gegn,“ segir Sandra um vistaskiptin í viðtali við SportTV á Portúgal, en hvað hefur hún að segja um kaupverðið? „Ég pæli ekkert í því. Ég hugsaði bara um að þetta myndi leysast og ég gæti farið að spila fótbolta aftur. Eftir að ég tek ákvörðun um að vilja fara kemur þetta upp og mér leist vel á það.“ Sandra fagnar því eðlilega að vera með stelpunum á Algarve en þar getur liðið æft og spilað við bestu aðstæður. „Það er gulrót á veturnar að koma hingað og mótið hjálpar rosalega mikið andlega og líkamlega. Hér fáum við að vera á grasi við topp aðstæður. Það er gott að rífa sig frá slorinu heima,“ segir Sandra Sigurðardóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira