Vill endurgreiðsluákvæði úr útlendingalögum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2016 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir hælisleitendur aldrei hafa verið krafða um endurgreiðslu síðustu fimm ár. Vísisr/Ernir Endurgreiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í útlendingalögum má nú finna tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar vegna réttaraðstoðar við hælisleitanda hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á endurgreiðslunni. Hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Segir í svari ráðherra að ráðuneytið hafi leitað upplýsinga frá Útlendingastofnun sem hafi síðan gefið þau svör að ákvæðin hefðu ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Rósa Björk segir þungu fargi af sér létt við að heyra að ákvæðinu hafi ekki verið beitt. „Ef svo hefði verið hefði það verið ómannúðlegt. Ég er mjög fegin að sjá að þessu hafi ekki verið beitt enda tel ég að þetta eigi ekki heima í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaðurÞá svaraði ráðherra einnig spurningu Rósu Bjarkar um hvort stæði til að breyta ákvæðunum eða fella þau brott. „Vinna við heildarendurskoðun laga um útlendinga er á lokastigum í ráðuneytinu,“ segir í svari ráðherra. Einnig kemur fram að vinna við endurskoðunina hafi farið fram á vegum sérfræðinga ráðuneytisins sem og þverpólitískrar þingmannanefndar um útlendingamál. Þó kemur fram að eins og er hafi ekki verið gerðar efnislegar breytingar á framangreindum ákvæðum við þá vinnu. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. Rósa Björk segist bíða spennt eftir frumvarpinu og vonast eftir því að ákvæðin verði afnumin og passað sé vel upp á að komið verði í veg fyrir að viðlíka ákvæði verði komið inn í lög um útlendingarétt. „Það er ekki okkur sæmandi sem þjóð að hafa viðlíka ákvæði í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk. Fyrr á árinu samþykkti danska þingið lög sem heimiluðu meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Hart var deilt á lögin á heimsvísu en þingið samþykkti þau með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ sagði Rósa Björk í samtali við fréttastofu í janúar þegar hún lagði fram fyrirspurnina og bætti við: „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra.“ Flóttamenn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Endurgreiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í útlendingalögum má nú finna tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar vegna réttaraðstoðar við hælisleitanda hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á endurgreiðslunni. Hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Segir í svari ráðherra að ráðuneytið hafi leitað upplýsinga frá Útlendingastofnun sem hafi síðan gefið þau svör að ákvæðin hefðu ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Rósa Björk segir þungu fargi af sér létt við að heyra að ákvæðinu hafi ekki verið beitt. „Ef svo hefði verið hefði það verið ómannúðlegt. Ég er mjög fegin að sjá að þessu hafi ekki verið beitt enda tel ég að þetta eigi ekki heima í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaðurÞá svaraði ráðherra einnig spurningu Rósu Bjarkar um hvort stæði til að breyta ákvæðunum eða fella þau brott. „Vinna við heildarendurskoðun laga um útlendinga er á lokastigum í ráðuneytinu,“ segir í svari ráðherra. Einnig kemur fram að vinna við endurskoðunina hafi farið fram á vegum sérfræðinga ráðuneytisins sem og þverpólitískrar þingmannanefndar um útlendingamál. Þó kemur fram að eins og er hafi ekki verið gerðar efnislegar breytingar á framangreindum ákvæðum við þá vinnu. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. Rósa Björk segist bíða spennt eftir frumvarpinu og vonast eftir því að ákvæðin verði afnumin og passað sé vel upp á að komið verði í veg fyrir að viðlíka ákvæði verði komið inn í lög um útlendingarétt. „Það er ekki okkur sæmandi sem þjóð að hafa viðlíka ákvæði í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk. Fyrr á árinu samþykkti danska þingið lög sem heimiluðu meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Hart var deilt á lögin á heimsvísu en þingið samþykkti þau með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ sagði Rósa Björk í samtali við fréttastofu í janúar þegar hún lagði fram fyrirspurnina og bætti við: „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra.“
Flóttamenn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira