Vísbendingar um að ISIS hafi framkvæmt árásina í Istanbúl Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2016 22:09 Minnst fjórir létu lífið í sjálfmorðsárás í Istanbúl í morgun og 36 særðust, samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi. Af hinum látnu er vitað að þrír frá Ísrael og einn frá Íran. Yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu frá því nú í kvöld að tveir af ríkisborgurum þeirra hefðu látið lífið í árásinni. Ekki liggur fyrir hvort um hafi verið að ræða fólk með tvöfaldan ríkisborgararétt eða að sex hafi látið láfið. Enn hefur ekki fengist staðfest hvort að Íslendingur hafi særst í árásinni, en svo sögðu yfirvöld í Tyrklandi í tilkynningu. Borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins hefur reynt að fá staðfest að svo sé. Stjórnvöld í Ísrael segja að vísbendingar bendi til að árásin hafi verið framkvæmd af Íslamska ríkinu, en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, segir of snemmt að segja til um það. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, sem er fjórða hryðjuverkaárásin í Tyrklandi á þessu ári og sú sjötta frá því í júlí. Bæði uppreisnarmenn meðal Kúrda og vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert árásir í Tyrklandi. Myndbönd af árásinni hafa verið birt af fjölmiðlum í Tyrklandi og eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þar má sjá karlmann ganga á Istiklal Caddesi, vinsælli verslunargötu, og sprengja sig í loft upp meðal fólks. Venjulega er mikil mannmergð á verslunargötunni, en árásin var framkvæmd það snemma í morgun, um klukkan níu, að enn var tiltölulega fámennt þar. Vert er að vara við því að myndböndin gætu vakið óhug meðal lesenda.Moment bomb explodes on #Istanbul street. #Turkey pic.twitter.com/hVRTqDAXgX— Jon Williams (@WilliamsJon) March 19, 2016 Siyalı adam patlatıyor kendini #Taksim #DankeSchönDeutschland #İstikrardanPatlıyoruz pic.twitter.com/BBD77nm168— beşiktaşın bartosu (@elbarto_rbl) March 19, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Óstaðfest að Íslendingur hafi særst Tyrknesk stjórnvöld sögðu svo vera en borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins hefur ekki staðfest það þrátt fyrir miklar eftirgrennslanir. 19. mars 2016 19:16 Sprenging á helstu verslunargötu Istanbúl Að minnsta kosti fjórir létust í sprengjuárás sem varð á Istiklal-stræti, helstu verslunargötu Istanbúlborgar, í morgun. 19. mars 2016 09:51 Íslendingur særðist í árásinni í Istanbúl Íslendingur særðist í sjálfsvígssprenginguni við verslunargötu í Istanbúl í Tyrklandi í morgun þar sem fimm manns fórust. 19. mars 2016 13:49 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Minnst fjórir létu lífið í sjálfmorðsárás í Istanbúl í morgun og 36 særðust, samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi. Af hinum látnu er vitað að þrír frá Ísrael og einn frá Íran. Yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu frá því nú í kvöld að tveir af ríkisborgurum þeirra hefðu látið lífið í árásinni. Ekki liggur fyrir hvort um hafi verið að ræða fólk með tvöfaldan ríkisborgararétt eða að sex hafi látið láfið. Enn hefur ekki fengist staðfest hvort að Íslendingur hafi særst í árásinni, en svo sögðu yfirvöld í Tyrklandi í tilkynningu. Borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins hefur reynt að fá staðfest að svo sé. Stjórnvöld í Ísrael segja að vísbendingar bendi til að árásin hafi verið framkvæmd af Íslamska ríkinu, en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, segir of snemmt að segja til um það. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, sem er fjórða hryðjuverkaárásin í Tyrklandi á þessu ári og sú sjötta frá því í júlí. Bæði uppreisnarmenn meðal Kúrda og vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert árásir í Tyrklandi. Myndbönd af árásinni hafa verið birt af fjölmiðlum í Tyrklandi og eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þar má sjá karlmann ganga á Istiklal Caddesi, vinsælli verslunargötu, og sprengja sig í loft upp meðal fólks. Venjulega er mikil mannmergð á verslunargötunni, en árásin var framkvæmd það snemma í morgun, um klukkan níu, að enn var tiltölulega fámennt þar. Vert er að vara við því að myndböndin gætu vakið óhug meðal lesenda.Moment bomb explodes on #Istanbul street. #Turkey pic.twitter.com/hVRTqDAXgX— Jon Williams (@WilliamsJon) March 19, 2016 Siyalı adam patlatıyor kendini #Taksim #DankeSchönDeutschland #İstikrardanPatlıyoruz pic.twitter.com/BBD77nm168— beşiktaşın bartosu (@elbarto_rbl) March 19, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Óstaðfest að Íslendingur hafi særst Tyrknesk stjórnvöld sögðu svo vera en borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins hefur ekki staðfest það þrátt fyrir miklar eftirgrennslanir. 19. mars 2016 19:16 Sprenging á helstu verslunargötu Istanbúl Að minnsta kosti fjórir létust í sprengjuárás sem varð á Istiklal-stræti, helstu verslunargötu Istanbúlborgar, í morgun. 19. mars 2016 09:51 Íslendingur særðist í árásinni í Istanbúl Íslendingur særðist í sjálfsvígssprenginguni við verslunargötu í Istanbúl í Tyrklandi í morgun þar sem fimm manns fórust. 19. mars 2016 13:49 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Óstaðfest að Íslendingur hafi særst Tyrknesk stjórnvöld sögðu svo vera en borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins hefur ekki staðfest það þrátt fyrir miklar eftirgrennslanir. 19. mars 2016 19:16
Sprenging á helstu verslunargötu Istanbúl Að minnsta kosti fjórir létust í sprengjuárás sem varð á Istiklal-stræti, helstu verslunargötu Istanbúlborgar, í morgun. 19. mars 2016 09:51
Íslendingur særðist í árásinni í Istanbúl Íslendingur særðist í sjálfsvígssprenginguni við verslunargötu í Istanbúl í Tyrklandi í morgun þar sem fimm manns fórust. 19. mars 2016 13:49