Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 18:30 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata gagnrýna að leynd skuli vera yfir gögnum sem varða flutning bankanna sem risu upp úr bankahruninu í hendur erlendra kröfuhafa. Engin haldbær rök séu fyrir leyndinni en hún komi í veg fyrir eðlilegar umræður. Eftir hrun gömlu bankanna fengu slitabú þeirra nýju bankana Íslandsbanka og meirihluta Arion banka frá ríkinu upp í skuld en ríkið hélt eftir stærstum hluta Landsbankans. Með nýlegu samkomulagi stjórnvalda við slitabúin er Íslandsbanki kominn í hendur ríkisins og ríkið á enn 13 prósenta hlut í Arion. Þingmenn hafa um nokkurn tíma haft aðgang að gögnum sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna í lokuðu herbergi á nefndarsviði Alþingis, þar sem aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinberlega en sín á milli kalla þingenn herbergið leyniherbergi. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir málið varða hundruð milljarða færslu á ríkiseignum. „Sem voru færðar yfir í þrotabú og lögum var breytt þannig að þrotabú gætu eignast banka, sem er ekki heimilt samkvæmt lögum. Við getum ekki afgreitt þetta að mínu áliti eins og átti að afgreiða Icesave, það er að segja það var sagt við okkur þingmenn á sínum tíma að það ætti að vera leynd yfir þeim samningum,“ sagði Guðlaugur Þór á Alþingi í dag. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um ráðstöfun bankanna til slitabúanna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Guðlaugi Þór varðandi leyndina yfir skjölunum. Við skoðun gagnanna hefði hann þó hvorki rekist á samsæri eða landráð en til að fá álit sérfræðinga á gögnunum þurfi að aflétta leyndinni. „Ég legg því til að kröfur háttvirtra þingmanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Vigdísar Hauksdóttur verði teknar alvarlega og eins mikilli leynd verði svift af þessum gögnum og frekast er unnt. Að því leyti sem það er ekki mögulegt þarf að vera mjög skýrt hvers vegna og það þarf að vera svo skýrt að við háttvirtir þingmenn getum sammælst um það,“ sagði Helgi Hrafn. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata gagnrýna að leynd skuli vera yfir gögnum sem varða flutning bankanna sem risu upp úr bankahruninu í hendur erlendra kröfuhafa. Engin haldbær rök séu fyrir leyndinni en hún komi í veg fyrir eðlilegar umræður. Eftir hrun gömlu bankanna fengu slitabú þeirra nýju bankana Íslandsbanka og meirihluta Arion banka frá ríkinu upp í skuld en ríkið hélt eftir stærstum hluta Landsbankans. Með nýlegu samkomulagi stjórnvalda við slitabúin er Íslandsbanki kominn í hendur ríkisins og ríkið á enn 13 prósenta hlut í Arion. Þingmenn hafa um nokkurn tíma haft aðgang að gögnum sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna í lokuðu herbergi á nefndarsviði Alþingis, þar sem aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinberlega en sín á milli kalla þingenn herbergið leyniherbergi. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir málið varða hundruð milljarða færslu á ríkiseignum. „Sem voru færðar yfir í þrotabú og lögum var breytt þannig að þrotabú gætu eignast banka, sem er ekki heimilt samkvæmt lögum. Við getum ekki afgreitt þetta að mínu áliti eins og átti að afgreiða Icesave, það er að segja það var sagt við okkur þingmenn á sínum tíma að það ætti að vera leynd yfir þeim samningum,“ sagði Guðlaugur Þór á Alþingi í dag. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um ráðstöfun bankanna til slitabúanna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Guðlaugi Þór varðandi leyndina yfir skjölunum. Við skoðun gagnanna hefði hann þó hvorki rekist á samsæri eða landráð en til að fá álit sérfræðinga á gögnunum þurfi að aflétta leyndinni. „Ég legg því til að kröfur háttvirtra þingmanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Vigdísar Hauksdóttur verði teknar alvarlega og eins mikilli leynd verði svift af þessum gögnum og frekast er unnt. Að því leyti sem það er ekki mögulegt þarf að vera mjög skýrt hvers vegna og það þarf að vera svo skýrt að við háttvirtir þingmenn getum sammælst um það,“ sagði Helgi Hrafn.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“