Lífið

Lék Nölu sem er besta vinkona Simba

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Nala að syngja til Simba vinar síns sem situr á gólfinu, félagarnir Tímon og Púmba fylgjast með.
Nala að syngja til Simba vinar síns sem situr á gólfinu, félagarnir Tímon og Púmba fylgjast með. Vísir/Vilhelm
Segðu okkur aðeins frá söngleiknum sem þú lékst í um daginn, Hrefna Karen.



Hann heitir Konungur ljónanna (Lion King) og fjallar um ljónaprinsinn Simba sem er hrakinn burt úr konungsríki sínu en nær svo aftur völdum með hjálp vina sinna.



Hvernig var þitt hlutverk? Ég lék eldri Nölu sem er besta vinkona Simba.

Hvernig varstu valin? Ég fór í prufur í skólanum.

Varstu stressuð á sýningunum? Já, á fyrstu sýningunni.

Hefur þú leikið og sungið áður á sviði? Já, ég lék yngri Cosette í söngleiknum Vesalingunum sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Ég hef líka sungið á ýmsum tónleikum og svo er ég að talsetja og syngja inn á teiknimyndir.

Hver eru helstu áhugamálin þín? Söngur og dans.

Hvaða matur finnst þér bestur? Mexíkósk kjúklingasúpa

Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í sumar? Vera í sveitinni, spila golf og fara til útlanda með fjölskyldunni.

Ertu farin huga að því hvað þig langar að verða í framtíðinni? Ég gæti hugsað mér að verða söngkona en það er margt annað sem kemur til greina.

Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×