Heimshornaflakkari stýrir rokkhátíð Elín Albertsdóttir skrifar 19. mars 2016 10:00 Birna Jónasdóttir rokkstýra á Ísafirði. MYND/GUSTI.IS Birna Jónasdóttir er rokkstýra hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana. Undirbúningur stendur nú sem hæst en búist er við fyrstu gestum á miðvikudag. Birna segir að mörg stór nöfn komi fram á hátíðinni sem ekki hafa troðið þar upp áður. „Skemman þar sem tónleikarnir verða er notuð sem geymsla fyrir rækjuvinnsluna og við fáum hana ekki fyrr en rétt fyrir páska. Þá eigum við eftir að þrífa og gera fínt. Undirbúningurinn verður því fram á síðasta dag. Við segjum bara eins og aðrir Íslendingar, þetta reddast,“ segir Birna. „Hjá okkur verða tólf atriði en síðan eru tónleikar og viðburðir um allan bæ. Þetta hefur verið sérlega góður vetur á Ísafirði og rennifæri hingað vestur. Það er því mjög auðvelt fyrir fólk að koma á hátíðina. Við vonumst til að sjá 2.500-3.000 manns um páskahelgina. Skíðafæri hefur sömuleiðis verið einstaklega gott og svo er að hefjast skíðavika hér á Ísafirði, þannig að margt skemmtilegt er í boði. Skíðavikan á Ísafirði á sér langa sögu eða frá árinu 1935. Á skíðasvæðinu verða líka alls kyns viðburðir í boði.“Laddi verður Laddi Aldrei fór ég suður hefur verið um hverja páska frá árinu 2004 og hefur ávallt verið einstaklega vel heppnuð hátíð. „Það má segja að hér sé boðið upp á tónlistarskíðaveislu um páskana,“ segir Birna. „Hingað koma miklar kanónur í poppinu. Stór nöfn fyrir allan aldur. Margir af eldri kynslóðinni bíða mjög spenntir eftir endurkomu Risaeðlunnar. Hljómsveitin var vinsæl á níunda áratugnum. Yngra fólkið bíður spennt eftir Úlfi Úlfi og Glowie. Ég er sjálf mjög spennt fyrir Ladda sem kemur hingað í fyrsta sinn á Aldrei fór ég suður. Hann ætlar að vera hann sjálfur að þessu sinni og flytja lögin sín. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mörg flott lög Laddi hefur samið í gegnum tíðina. Emiliana Torrini er enn eitt stórt nafn sem kemur fram en hún hefur ekki heldur verið áður,“ segir Birna. „Svo eru margir spenntir fyrir hljómsveitinni Sykri.“ Birna segir að hátíðin í ár verði með svipuðu sniði og áður en þó sé alltaf eitthvað nýtt. „Við reynum alltaf að bæta, prófa nýja hluti og brjóta aðeins upp. Við erum með nýja skemmu í notkun núna sem hentar vel fyrir tónleika. Gestir eru farnir að mæta fyrr á hátíðina og á fimmtudeginum er fullt af frábærum tónlistaratriðum í bænum.“Birna Jónasdóttir á von á skemmtilegum páskum á Ísafirði og segir að það sé rennifæri vestur.MYND/GUSTI.ISÁ flakki um heiminn Þetta er þriðja hátíðin sem Birna stýrir en áður vann hún sem aðstoðarmaður. Hún er því öllum hnútum kunnug. Mugison er þó aldrei langt undan. Fyrir utan að vera rokkstýra er Birna skíðaþjálfari og vinnur ýmis verkefni fyrir Markaðsstofu Vestfjarða. Á sumrin tekur hún að sér leiðsögn með ferðamönnum þannig að hún starfar á fjölbreyttum sviðum. Hún er fædd og uppalin á Ísafirði en tók tíu ár af ævi sinni til að flakka um heiminn. Birna sem verður 35 ára í maí hefur búið í öllum heimsálfum nema í Afríku og á Suðurskautslandinu. „Ég stundaði nám í Ástralíu og einnig í Kanada. Ég fór til Japans og kenndi ensku en síðan var ég töluvert í frönsku og austurrísku Ölpunum. Einnig vann ég á skíðahóteli í Noregi og dvaldi um tíma á Indlandi til að leika mér. Þá fór ég um S-Ameríku og dvaldi með vinkonu minni í Brasilíu um tíma,“ segir ferðalangurinn Birna. „Jú, það má segja að ég sé ævintýrakona og ég vona að enn eitt ævintýrið taki við hér heima núna,“ segir hún. „Það er reyndar ákveðið ævintýri að stjórna svona hátíð þar sem allt gerist korter í hátíð. Þótt ég hafi ferðast víða finnst mér alltaf voðalega gott að koma í rólegheitin á Ísafirði, sérstaklega á sumrin þegar dagarnir eru langir og bjartir. Ég finn mikinn mun á stressi í Reykjavík og hér fyrir vestan,“ segir hún. „Á Ísafirði er allt í göngufæri og aðgengi að öllum hlutum einfalt og þægilegt.“ Birna segir að hátíðin Aldrei fór ég suður sé mjög jákvæð fyrir bæjarlífið á Ísafirði. „Margir gamlir Ísfirðingar nota tækifærið og koma í heimsókn. Svo eru margir sem eru að koma vestur í fyrsta skipti. Það er vor í lofti og margt að gerast.“ Aldrei fór ég suður Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Birna Jónasdóttir er rokkstýra hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana. Undirbúningur stendur nú sem hæst en búist er við fyrstu gestum á miðvikudag. Birna segir að mörg stór nöfn komi fram á hátíðinni sem ekki hafa troðið þar upp áður. „Skemman þar sem tónleikarnir verða er notuð sem geymsla fyrir rækjuvinnsluna og við fáum hana ekki fyrr en rétt fyrir páska. Þá eigum við eftir að þrífa og gera fínt. Undirbúningurinn verður því fram á síðasta dag. Við segjum bara eins og aðrir Íslendingar, þetta reddast,“ segir Birna. „Hjá okkur verða tólf atriði en síðan eru tónleikar og viðburðir um allan bæ. Þetta hefur verið sérlega góður vetur á Ísafirði og rennifæri hingað vestur. Það er því mjög auðvelt fyrir fólk að koma á hátíðina. Við vonumst til að sjá 2.500-3.000 manns um páskahelgina. Skíðafæri hefur sömuleiðis verið einstaklega gott og svo er að hefjast skíðavika hér á Ísafirði, þannig að margt skemmtilegt er í boði. Skíðavikan á Ísafirði á sér langa sögu eða frá árinu 1935. Á skíðasvæðinu verða líka alls kyns viðburðir í boði.“Laddi verður Laddi Aldrei fór ég suður hefur verið um hverja páska frá árinu 2004 og hefur ávallt verið einstaklega vel heppnuð hátíð. „Það má segja að hér sé boðið upp á tónlistarskíðaveislu um páskana,“ segir Birna. „Hingað koma miklar kanónur í poppinu. Stór nöfn fyrir allan aldur. Margir af eldri kynslóðinni bíða mjög spenntir eftir endurkomu Risaeðlunnar. Hljómsveitin var vinsæl á níunda áratugnum. Yngra fólkið bíður spennt eftir Úlfi Úlfi og Glowie. Ég er sjálf mjög spennt fyrir Ladda sem kemur hingað í fyrsta sinn á Aldrei fór ég suður. Hann ætlar að vera hann sjálfur að þessu sinni og flytja lögin sín. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mörg flott lög Laddi hefur samið í gegnum tíðina. Emiliana Torrini er enn eitt stórt nafn sem kemur fram en hún hefur ekki heldur verið áður,“ segir Birna. „Svo eru margir spenntir fyrir hljómsveitinni Sykri.“ Birna segir að hátíðin í ár verði með svipuðu sniði og áður en þó sé alltaf eitthvað nýtt. „Við reynum alltaf að bæta, prófa nýja hluti og brjóta aðeins upp. Við erum með nýja skemmu í notkun núna sem hentar vel fyrir tónleika. Gestir eru farnir að mæta fyrr á hátíðina og á fimmtudeginum er fullt af frábærum tónlistaratriðum í bænum.“Birna Jónasdóttir á von á skemmtilegum páskum á Ísafirði og segir að það sé rennifæri vestur.MYND/GUSTI.ISÁ flakki um heiminn Þetta er þriðja hátíðin sem Birna stýrir en áður vann hún sem aðstoðarmaður. Hún er því öllum hnútum kunnug. Mugison er þó aldrei langt undan. Fyrir utan að vera rokkstýra er Birna skíðaþjálfari og vinnur ýmis verkefni fyrir Markaðsstofu Vestfjarða. Á sumrin tekur hún að sér leiðsögn með ferðamönnum þannig að hún starfar á fjölbreyttum sviðum. Hún er fædd og uppalin á Ísafirði en tók tíu ár af ævi sinni til að flakka um heiminn. Birna sem verður 35 ára í maí hefur búið í öllum heimsálfum nema í Afríku og á Suðurskautslandinu. „Ég stundaði nám í Ástralíu og einnig í Kanada. Ég fór til Japans og kenndi ensku en síðan var ég töluvert í frönsku og austurrísku Ölpunum. Einnig vann ég á skíðahóteli í Noregi og dvaldi um tíma á Indlandi til að leika mér. Þá fór ég um S-Ameríku og dvaldi með vinkonu minni í Brasilíu um tíma,“ segir ferðalangurinn Birna. „Jú, það má segja að ég sé ævintýrakona og ég vona að enn eitt ævintýrið taki við hér heima núna,“ segir hún. „Það er reyndar ákveðið ævintýri að stjórna svona hátíð þar sem allt gerist korter í hátíð. Þótt ég hafi ferðast víða finnst mér alltaf voðalega gott að koma í rólegheitin á Ísafirði, sérstaklega á sumrin þegar dagarnir eru langir og bjartir. Ég finn mikinn mun á stressi í Reykjavík og hér fyrir vestan,“ segir hún. „Á Ísafirði er allt í göngufæri og aðgengi að öllum hlutum einfalt og þægilegt.“ Birna segir að hátíðin Aldrei fór ég suður sé mjög jákvæð fyrir bæjarlífið á Ísafirði. „Margir gamlir Ísfirðingar nota tækifærið og koma í heimsókn. Svo eru margir sem eru að koma vestur í fyrsta skipti. Það er vor í lofti og margt að gerast.“
Aldrei fór ég suður Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira