NBA: San Antonio búið að vinna fyrstu 34 heimaleiki tímabilsins | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2016 07:00 San Antonio Spurs hefur unnið alla heimaleiki tímabilsins eins og Golden State Warriors, Toronto vann Indiana í framlengingu, John Wall var með myndarlega þrennu, Doug McDermott er nýja stjarnan hjá Chicago Bulls og Charlotte Hornets átti endurkomu næturinnar á móti Miami Heat.Kawhi Leonard og LaMarcus Aldridge skoruðu báðir 22 stig í 118-110 heimasigri San Antonio Spurs á Portland Trail Blazers. Spurs-liðið varð þar með aðeins annað félagið í sögu NBA til að vinna 34 fyrstu heimaleiki tímabilsins. Chicago Bulls liðið frá 1995-96 á metið en liðið vann 37 fyrstu heimaleiki sína. San Antonio Spurs gekk frá leiknum í þriðja leikhlutanum þar sem liðið skoraði 39 stig (gegn 24) og Gregg Popovich gat því hvílt lykilmenn liðsins í lokaleikhlutanum. Popovich hrósaði Tony Parker fyrir frammistöðu sína en franski leikstjórnandinn var með 18 stig og 16 stoðsendingar í leiknum. San Antonio Spurs fylgir Golden State eftir en bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og sigur í sínum riðlum. Spurs hefur unnið 58 af 68 leikjum sínum en Golden State er með 61 sigur í 67 leikjum.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 28 stig þegar Toronto Raptors vann 101-94 sigur á Indiana Pacers eftir framlengdan leik. DeRozan hefur verið að spila mjög vel en hann er með 25 stig eða meira í fimm af síðustu sex leikjum Toronto-liðsins. Bismack Biyombo var með 16 stig og 25 fráköst hjá Toronto en Paul George og George Hill voru atkvæðamestir hjá Indiana með 18 stig hvor.John Wall var með sína fjórðu þrennu á tímabilinu þegar hann leiddi Washington Wizards til 99-94 sigurs á Philadelphia 76ers. Wall endaði leikinn með 16 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst en hann skoraði úr átta vítaskotum á síðustu 14,6 sekúndum leiksins. Wall var með þrennu annan leikinn í röð. Washington er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Ish Smith skoraði 20 stig fyrir Philadelphia og Nerlens Noel var með 14 stig og 16 fráköst en það kom ekki í veg fyrir sextánda tap liðsins í síðustu sautján leikjum. Al Jefferson og Kemba Walker skoruðu báðir 21 stig þegar Charlotte Hornets vann 109-106 útisigur á Miami Heat. Charlotte Hornets hefur nú unnið 15 af síðustu 18 leikjum sínum en liðið lenti fimmtán stigum undir í fyrri hálfleik, 45-30, í leiknum í Miami. Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Miami en þetta var í tíunda sinn sem Miami-liðið tapar leik þar sem það kemst tíu stigum eða meira yfir.Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið vann 118-102 sigur á Brooklyn Nets en þetta var þriðji tuttugu stiga leikur McDermott í röð. Jimmy Butler bætti við 22 stigum og Bobby Portis var með 12 stig og 14 fráköst. Chicago fékk 60 stig frá bekknum og þar munaði mikið um stigin frá Doug McDermott, nýju stjörnu Chicago Bulls. Bojan Bogdanovic skoraði mest fyrir Brooklyn-liðið eða 26 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - Toronto Raptors 94-101 (framlengt) Philadelphia 76ers - Washington Wizards 94-99 Miami Heat - Charlotte Hornets 106-109 Atlanta Hawks - Denver Nuggets 116-98 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 118-102 Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 96-86 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 118-110 Utah Jazz - Phoenix Suns 103-69Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Aron ekki skráður inn á HM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
San Antonio Spurs hefur unnið alla heimaleiki tímabilsins eins og Golden State Warriors, Toronto vann Indiana í framlengingu, John Wall var með myndarlega þrennu, Doug McDermott er nýja stjarnan hjá Chicago Bulls og Charlotte Hornets átti endurkomu næturinnar á móti Miami Heat.Kawhi Leonard og LaMarcus Aldridge skoruðu báðir 22 stig í 118-110 heimasigri San Antonio Spurs á Portland Trail Blazers. Spurs-liðið varð þar með aðeins annað félagið í sögu NBA til að vinna 34 fyrstu heimaleiki tímabilsins. Chicago Bulls liðið frá 1995-96 á metið en liðið vann 37 fyrstu heimaleiki sína. San Antonio Spurs gekk frá leiknum í þriðja leikhlutanum þar sem liðið skoraði 39 stig (gegn 24) og Gregg Popovich gat því hvílt lykilmenn liðsins í lokaleikhlutanum. Popovich hrósaði Tony Parker fyrir frammistöðu sína en franski leikstjórnandinn var með 18 stig og 16 stoðsendingar í leiknum. San Antonio Spurs fylgir Golden State eftir en bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og sigur í sínum riðlum. Spurs hefur unnið 58 af 68 leikjum sínum en Golden State er með 61 sigur í 67 leikjum.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 28 stig þegar Toronto Raptors vann 101-94 sigur á Indiana Pacers eftir framlengdan leik. DeRozan hefur verið að spila mjög vel en hann er með 25 stig eða meira í fimm af síðustu sex leikjum Toronto-liðsins. Bismack Biyombo var með 16 stig og 25 fráköst hjá Toronto en Paul George og George Hill voru atkvæðamestir hjá Indiana með 18 stig hvor.John Wall var með sína fjórðu þrennu á tímabilinu þegar hann leiddi Washington Wizards til 99-94 sigurs á Philadelphia 76ers. Wall endaði leikinn með 16 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst en hann skoraði úr átta vítaskotum á síðustu 14,6 sekúndum leiksins. Wall var með þrennu annan leikinn í röð. Washington er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Ish Smith skoraði 20 stig fyrir Philadelphia og Nerlens Noel var með 14 stig og 16 fráköst en það kom ekki í veg fyrir sextánda tap liðsins í síðustu sautján leikjum. Al Jefferson og Kemba Walker skoruðu báðir 21 stig þegar Charlotte Hornets vann 109-106 útisigur á Miami Heat. Charlotte Hornets hefur nú unnið 15 af síðustu 18 leikjum sínum en liðið lenti fimmtán stigum undir í fyrri hálfleik, 45-30, í leiknum í Miami. Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Miami en þetta var í tíunda sinn sem Miami-liðið tapar leik þar sem það kemst tíu stigum eða meira yfir.Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið vann 118-102 sigur á Brooklyn Nets en þetta var þriðji tuttugu stiga leikur McDermott í röð. Jimmy Butler bætti við 22 stigum og Bobby Portis var með 12 stig og 14 fráköst. Chicago fékk 60 stig frá bekknum og þar munaði mikið um stigin frá Doug McDermott, nýju stjörnu Chicago Bulls. Bojan Bogdanovic skoraði mest fyrir Brooklyn-liðið eða 26 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - Toronto Raptors 94-101 (framlengt) Philadelphia 76ers - Washington Wizards 94-99 Miami Heat - Charlotte Hornets 106-109 Atlanta Hawks - Denver Nuggets 116-98 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 118-102 Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 96-86 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 118-110 Utah Jazz - Phoenix Suns 103-69Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Aron ekki skráður inn á HM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira