Hyundai Genesis keppinautur BMW 3 Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 12:51 Talsvert verður um frumsýningar nýrra bíla á bílasýningunni í New York sem hefst þann 23. mars. Einn þeirra verður frá Hyundai, en úr smiðju lúxusbíladeildar þeirra, Genesis. Líklega fær þessi bíll nafnið Genesis G70 og verður er framí sækir boðinn í nokkrum útfærslum. Margir telja að hér sé á ferðinni samkeppnisbíll hinnar vinsælu BMW 3-línu. Þessi G70 bíll verður sá þriðji í röðinni frá nýstofnuðu lúxusbíladeildinni Genesis, en nú þegar eru komnir bílarnir G90 og G80, en þeir hétu áður Hyundai Equus og Hyundai Genesis. Hér var greint frá því í gær að G90 bíllinn væri nú í boði í lengdri gerð og sá bíll er alls ekki af minni gerðinni því hann er lengri en ofurlúxusbíllinn Mercedes-Maybach S-Class. Genesis G70 verður fjögurra hurða bíll með sportlegar línur og sportlega aksturseiginleika, að sögn Hyundai. Tilkoma hans kemur nú ekki beint á óvart þar sem Hyundai hafði áður látið uppi að í smíðum væri bíll af þessari stærð frá Genesis. Á bílasýningunni í New York mun Hyundai vafalaust láta uppi hvenær þessi G70 fer í sölu, en er óljóst sem stendur. Bílar video Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Talsvert verður um frumsýningar nýrra bíla á bílasýningunni í New York sem hefst þann 23. mars. Einn þeirra verður frá Hyundai, en úr smiðju lúxusbíladeildar þeirra, Genesis. Líklega fær þessi bíll nafnið Genesis G70 og verður er framí sækir boðinn í nokkrum útfærslum. Margir telja að hér sé á ferðinni samkeppnisbíll hinnar vinsælu BMW 3-línu. Þessi G70 bíll verður sá þriðji í röðinni frá nýstofnuðu lúxusbíladeildinni Genesis, en nú þegar eru komnir bílarnir G90 og G80, en þeir hétu áður Hyundai Equus og Hyundai Genesis. Hér var greint frá því í gær að G90 bíllinn væri nú í boði í lengdri gerð og sá bíll er alls ekki af minni gerðinni því hann er lengri en ofurlúxusbíllinn Mercedes-Maybach S-Class. Genesis G70 verður fjögurra hurða bíll með sportlegar línur og sportlega aksturseiginleika, að sögn Hyundai. Tilkoma hans kemur nú ekki beint á óvart þar sem Hyundai hafði áður látið uppi að í smíðum væri bíll af þessari stærð frá Genesis. Á bílasýningunni í New York mun Hyundai vafalaust láta uppi hvenær þessi G70 fer í sölu, en er óljóst sem stendur.
Bílar video Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent