Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2016 19:30 Varaformaður Vinstri grænna segir að nú sé komið í ljós að forsætisráðherra væri sjálfur á meðal þeirra sem hann hafi kallað hrægamma og gert hefðu kröfur í föllnu bankana. Eiginkona forsætisráðherra hefur upplýst að hún eigi erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem hún notaði til að halda utan um fjölskylduarf sinn en faðir hennar átti á árum áður Toyota umboðið. Félagið væri skráð í útlöndum vegna þess að þegar það var stofnað hafi þau hjón búið Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa áfram í Bretlandi eða jafnvel flytja til Danmerkur. Banki sem hún hafi leitaði hafi talið einfaldast að stofna erlent félag um eignirnar svo þær yrðu vistaðar í alþjóðlegu umhverfi og auðvelt að nálgast þær hvar svo sem þau hjón myndu búa. Anna Sigurlaug segir fyrirtækið alfarið í hennar eigu og það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar. Aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti Bylgjuna síðan um það í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjunum þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola. Vísir upplýsti síðan í dag að félagið Wintris hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, 174 milljónir í Landsbankann, rúmar 220 milljónir í þrotabú Kaupþings og um 100 milljónir í þrotabú Glitnis. Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim,“ sagði Björn Valur. Það væri allt rangt við þetta mál og það samræmdist ekki eðlilegum kröfum til stjórnmálamanna. Krafðist hann þess að hlé yrði gert á fundinum þar til forsætisráðherra kæmi í þingið til að gera grein fyrir þessum málum en ekki var orðið við því. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem kæmu störfum Alþingis ekki við. „En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtur þingmaður Vinstri grænna virðist leiða hér, er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi,“ sagði Gunnar Bragi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Varaformaður Vinstri grænna segir að nú sé komið í ljós að forsætisráðherra væri sjálfur á meðal þeirra sem hann hafi kallað hrægamma og gert hefðu kröfur í föllnu bankana. Eiginkona forsætisráðherra hefur upplýst að hún eigi erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem hún notaði til að halda utan um fjölskylduarf sinn en faðir hennar átti á árum áður Toyota umboðið. Félagið væri skráð í útlöndum vegna þess að þegar það var stofnað hafi þau hjón búið Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa áfram í Bretlandi eða jafnvel flytja til Danmerkur. Banki sem hún hafi leitaði hafi talið einfaldast að stofna erlent félag um eignirnar svo þær yrðu vistaðar í alþjóðlegu umhverfi og auðvelt að nálgast þær hvar svo sem þau hjón myndu búa. Anna Sigurlaug segir fyrirtækið alfarið í hennar eigu og það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar. Aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti Bylgjuna síðan um það í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjunum þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola. Vísir upplýsti síðan í dag að félagið Wintris hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, 174 milljónir í Landsbankann, rúmar 220 milljónir í þrotabú Kaupþings og um 100 milljónir í þrotabú Glitnis. Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim,“ sagði Björn Valur. Það væri allt rangt við þetta mál og það samræmdist ekki eðlilegum kröfum til stjórnmálamanna. Krafðist hann þess að hlé yrði gert á fundinum þar til forsætisráðherra kæmi í þingið til að gera grein fyrir þessum málum en ekki var orðið við því. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem kæmu störfum Alþingis ekki við. „En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtur þingmaður Vinstri grænna virðist leiða hér, er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi,“ sagði Gunnar Bragi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06