Játaði manndráp af gáleysi í Öræfaveit og gert að borga lögreglurannsóknina Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Brúin yfir Hólá í Öræfasveit er einbreið eins og svo margar brýr á Íslandi. Mynd/Google Maps „Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxtarverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Eva B. Helgadóttir, lögmaður kínversks manns sem dæmdur var í gær fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú. Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. Kínverskur maður, 28 ára gamall, var fljótlega settur í farbann af Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið sneri hann við blaðinu og játaði. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ segir Eva B. Helgadóttir um þróun málsins. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London, eins og lögmaðurinn hefur áður rakið í Fréttablaðinu. „Búsetu og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mánaðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám,“ segir Eva. Samkvæmt ákærunni sem maðurinn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögreglunni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í málsvarnarlaun. Aðspurð um hinn háa kostnað vegna rannsóknarinnar kveðst Eva hafa við rekstur málsins vísað til hæstaréttardóms frá því í desember síðastliðnum. „Þar var líka um að ræða mjög umfangsmiklar rannsóknir á ökutækjum en sakarkostnaðurinn felldur niður vegna þess að málið hefði verið ákærða mjög þungbært,“ svarar Eva. Ökumaðurinn fór úr landi á laugardaginn var. Eins og segir í upphafi telur Eva að draga eigi lærdóm af máli hans varðandi ferðaþjónustuna í landi. Innviðir á borð við vegakerfið og merkingar á þjóðvegi 1 sem og regluverk hafi ekki verið aðlagað þeirri fjölgun ferðamanna sem hingað streyma. „Þetta mál er umhugsunarvert í því ljósi að samkvæmt fréttum síðast í gær [á þriðjudag] er mikil aukning í því að ferðamenn séu að slasast alvarlega eða látast hér í umferðinni. Réttarstaða þessara ferðamanna sem lenda í svona slysum er ekki endilega sæmandi,“ segir Eva B. Helgadóttir.Mynd/GoogleMaps Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
„Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxtarverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Eva B. Helgadóttir, lögmaður kínversks manns sem dæmdur var í gær fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú. Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. Kínverskur maður, 28 ára gamall, var fljótlega settur í farbann af Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið sneri hann við blaðinu og játaði. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ segir Eva B. Helgadóttir um þróun málsins. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London, eins og lögmaðurinn hefur áður rakið í Fréttablaðinu. „Búsetu og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mánaðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám,“ segir Eva. Samkvæmt ákærunni sem maðurinn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögreglunni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í málsvarnarlaun. Aðspurð um hinn háa kostnað vegna rannsóknarinnar kveðst Eva hafa við rekstur málsins vísað til hæstaréttardóms frá því í desember síðastliðnum. „Þar var líka um að ræða mjög umfangsmiklar rannsóknir á ökutækjum en sakarkostnaðurinn felldur niður vegna þess að málið hefði verið ákærða mjög þungbært,“ svarar Eva. Ökumaðurinn fór úr landi á laugardaginn var. Eins og segir í upphafi telur Eva að draga eigi lærdóm af máli hans varðandi ferðaþjónustuna í landi. Innviðir á borð við vegakerfið og merkingar á þjóðvegi 1 sem og regluverk hafi ekki verið aðlagað þeirri fjölgun ferðamanna sem hingað streyma. „Þetta mál er umhugsunarvert í því ljósi að samkvæmt fréttum síðast í gær [á þriðjudag] er mikil aukning í því að ferðamenn séu að slasast alvarlega eða látast hér í umferðinni. Réttarstaða þessara ferðamanna sem lenda í svona slysum er ekki endilega sæmandi,“ segir Eva B. Helgadóttir.Mynd/GoogleMaps
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira