John Boehner vill sjá Paul Ryan sem frambjóðenda Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 15:52 Paul Ryan tók við embætti þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings af John Boehner í lok síðasta árs. Vísir/AFP Repúblikaninn og fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, John Boehner, segir að Paul Ryan, núverandi þingforseti, ætti að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, nái enginn frambjóðendanna að tryggja sér meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið í júlí. „Ef við erum ekki með frambjóðanda sem getur unnið í fyrstu umferð kjörsins, vil ég ekki sjá neinn þeirra sem eftir eru,“ sagði Boehner á ráðstefnu Future Industry Association í Flórída. Politico segir frá. „Þeir áttu þá allir möguleika á að vinna. Enginn þeirra vann. Ég vil því ekki neinn þeirra sem eftir eru. Ég vil að Paul Ryan verði okkar frambjóðandi,“ segir Boehner.Ryan segist ekki ætla framRyan og stuðningsmenn hans hafa áður sagt að hann muni ekki sækjast eftir að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Hinn 46 ára Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningum 2012. Donald Trump leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Ted Cruz 395 og John Kasich 138.Sjá einnig:Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Trump og Cruz þykja mjög umdeildir innan Repúblikanaflokksins. Í frétt Politico segir að Boehner hafi kallað Cruz „Lusífer“ á ráðstefnunni í Flórída, en hann hefur áður kallað hann „asna“ (e. jackass).Paul Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum 2012.Vísir/AFPBoehner segist hafa kosið Kasich í forkosningunum í gær en þeir Boehner og Kasich unnu saman í fulltrúadeild þingsins í tíu ár. Boehner gegndi embætti þingforseta á árunum 2011 til 2015.Klofið flokksþing?Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Repúblikaninn og fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, John Boehner, segir að Paul Ryan, núverandi þingforseti, ætti að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, nái enginn frambjóðendanna að tryggja sér meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið í júlí. „Ef við erum ekki með frambjóðanda sem getur unnið í fyrstu umferð kjörsins, vil ég ekki sjá neinn þeirra sem eftir eru,“ sagði Boehner á ráðstefnu Future Industry Association í Flórída. Politico segir frá. „Þeir áttu þá allir möguleika á að vinna. Enginn þeirra vann. Ég vil því ekki neinn þeirra sem eftir eru. Ég vil að Paul Ryan verði okkar frambjóðandi,“ segir Boehner.Ryan segist ekki ætla framRyan og stuðningsmenn hans hafa áður sagt að hann muni ekki sækjast eftir að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Hinn 46 ára Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningum 2012. Donald Trump leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Ted Cruz 395 og John Kasich 138.Sjá einnig:Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Trump og Cruz þykja mjög umdeildir innan Repúblikanaflokksins. Í frétt Politico segir að Boehner hafi kallað Cruz „Lusífer“ á ráðstefnunni í Flórída, en hann hefur áður kallað hann „asna“ (e. jackass).Paul Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum 2012.Vísir/AFPBoehner segist hafa kosið Kasich í forkosningunum í gær en þeir Boehner og Kasich unnu saman í fulltrúadeild þingsins í tíu ár. Boehner gegndi embætti þingforseta á árunum 2011 til 2015.Klofið flokksþing?Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira