Hið íslenska bókmenntafélag í samstarf með GAMMA Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2016 15:15 Frá undirritun samstarfssamningsins í dag. vísir Fjármálafyrirtækið GAMMA og Hið íslenska bókmenntafélag skrifuðu undir samstarfssamning í dag í Gallery GAMMA þess efnis að GAMMA gerist bakhjarl félagsins til næstu fjögurra ára og styrki félagið um 20 milljónir króna á því tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu en Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað árið 1816 og hefur starfað óslitið síðan og fagnar því tveggja alda afmæli á árinu. Tilgangur Bókmenntafélagsins í þau 200 ár sem það hefur starfað er að styðja og styrkja íslenska tungu, bókvísi og menntun, bæði með bókum og öðru eftir því sem efni þess fremst leyfa. Frá árinu 1827 hefur félagið gefið út tímaritið Skírni sem er eitt elsta menningartímarit á Norðurlöndum. Meginmarkmið samningsins milli félagsins og Gamma er að styðja við útgáfu félagsins og gera því kleift að halda upp á afmælisárið með sérstökum viðburðum og útgáfustarfi, sem og að efla starf þess til framtíðar litið. Í tilefni tveggja aldar afmæli Hins íslenska bókmenntafélagsins er félagið komið á Twitter undir nafninu @bokmenntafelag og var fyrsta færslan á þeim vettvangi birt í dag en hún hljóðaði svo: „Hér hefjast næstu tvö hundruð ár í sögu Hins íslenska bókmenntafélags.“Hér hefjast næstu tvö hundruð ár í sögu Hins íslenska bókmenntafélags. #hib1816 @GAMMA_iceland— HÍB (@Bokmenntafelag) March 16, 2016 Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fjármálafyrirtækið GAMMA og Hið íslenska bókmenntafélag skrifuðu undir samstarfssamning í dag í Gallery GAMMA þess efnis að GAMMA gerist bakhjarl félagsins til næstu fjögurra ára og styrki félagið um 20 milljónir króna á því tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu en Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað árið 1816 og hefur starfað óslitið síðan og fagnar því tveggja alda afmæli á árinu. Tilgangur Bókmenntafélagsins í þau 200 ár sem það hefur starfað er að styðja og styrkja íslenska tungu, bókvísi og menntun, bæði með bókum og öðru eftir því sem efni þess fremst leyfa. Frá árinu 1827 hefur félagið gefið út tímaritið Skírni sem er eitt elsta menningartímarit á Norðurlöndum. Meginmarkmið samningsins milli félagsins og Gamma er að styðja við útgáfu félagsins og gera því kleift að halda upp á afmælisárið með sérstökum viðburðum og útgáfustarfi, sem og að efla starf þess til framtíðar litið. Í tilefni tveggja aldar afmæli Hins íslenska bókmenntafélagsins er félagið komið á Twitter undir nafninu @bokmenntafelag og var fyrsta færslan á þeim vettvangi birt í dag en hún hljóðaði svo: „Hér hefjast næstu tvö hundruð ár í sögu Hins íslenska bókmenntafélags.“Hér hefjast næstu tvö hundruð ár í sögu Hins íslenska bókmenntafélags. #hib1816 @GAMMA_iceland— HÍB (@Bokmenntafelag) March 16, 2016
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira