Bros getur þýtt svo ótrúlega margt Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 17. mars 2016 10:45 Rakel Tómasdóttir, hönnuður hjá Glamour á Íslandi, hannar letur í lokaverkefni sínu við Listaháskóla Íslands. Vísir/Vilhelm „Um þessar mundir er ég að vinna að útskriftarverkefninu mínu í Listaháskóla Íslands, ég er að hanna leturfjölskyldu sem heitir Silk. Leturfjölskylda er safn af mismunandi stílum af sömu leturtýpunni, til dæmis feitletrað og skáletrað,“ segir Rakel Tómasdóttir. Rakel hefur haft í nógu að snúast frá því hún hóf nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands en hún starfar sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour.Rakel leggur áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt.„Upprunalega letrið sem ég hannaði er fótaletur en ég er einnig að þróa það yfir í steinskrift. Þegar letrið er tilbúið mun það vera til í 24 útgáfum og í framhaldinu ætti fólk að geta notað letrið eins og önnur letur, til dæmis í Word og öðrum forritum,“ segir Rakel en það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í hönnun. Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund voru þeir fyrstu sem stofnuðu íslenska letursmiðju sem ber nafnið Or type og leit dagsins ljós árið 2013. Frá og með þeim tíma hafa vinsældir leturgerðar á Íslandi aukist til muna og fleiri íslensk letur litið dagsins ljós.Hægt er að fylgjast með hönnunarferli Rakelar á Instagram síðunni hennar @silktype„Mér finnst leturgerð mjög skemmtileg og eitthvað sem ég er alveg til í að halda áfram með. Or type er fyrsta íslenska letursmiðjan og ég lít mikið upp til þeirra, ég gæti alveg hugsað mér að hanna fleiri letur í framtíðinni,“ segir Rakel. Rakel leggur mikla áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt, hún hefur til dæmis opnað Instagram-síðu (@silktype) þar sem fólk getur fylgst með hönnunarferlinu og séð hvernig hægt er að nota letrið á mismunandi hátt. „Ég hef alls engan áhuga á að einangra mig og verkin mín, mér finnst mjög gaman að sýna það sem ég er að gera og fá viðbrögð frá fólki í kringum mig. Instagram er ótrúlega góður vettvangur til að sýna letrið og vinnuna í kringum það. Það myndast líka einhvers konar samfélög inni á Instagram þar sem fólk er að skoða hjá öðrum og skiptast á kommentum.“Hér má sjá leturfjölskylduna Silk.Rakel skrifaði lokaritgerðina sína um myndletur, eða emoji, þar sem hún skoðar til dæmis hvernig emoji gerir samskipti persónulegri. Fólk hefur oft velt því fyrir sér hvort tákn í samskiptum geti valdið misskilningi en er það raunin? „Það sem ég fjalla um í lokaritgerðinni minni er hversu margt sameiginlegt emoji-tákn eiga með líkamstjáningu í samskiptum fólks og hvernig þau bæta stafræn samskipti og gera þau persónulegri á allan hátt. Emoji eru orðin órjúfanlegur hluti rafrænna samskipta. Táknin geta hjálpað fólki að tjá tilfinningar sínar og hafa óræða merkingu og það sama á við um líkamstjáningu okkar,“ segir Rakel. Tíska og hönnun Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Um þessar mundir er ég að vinna að útskriftarverkefninu mínu í Listaháskóla Íslands, ég er að hanna leturfjölskyldu sem heitir Silk. Leturfjölskylda er safn af mismunandi stílum af sömu leturtýpunni, til dæmis feitletrað og skáletrað,“ segir Rakel Tómasdóttir. Rakel hefur haft í nógu að snúast frá því hún hóf nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands en hún starfar sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour.Rakel leggur áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt.„Upprunalega letrið sem ég hannaði er fótaletur en ég er einnig að þróa það yfir í steinskrift. Þegar letrið er tilbúið mun það vera til í 24 útgáfum og í framhaldinu ætti fólk að geta notað letrið eins og önnur letur, til dæmis í Word og öðrum forritum,“ segir Rakel en það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í hönnun. Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund voru þeir fyrstu sem stofnuðu íslenska letursmiðju sem ber nafnið Or type og leit dagsins ljós árið 2013. Frá og með þeim tíma hafa vinsældir leturgerðar á Íslandi aukist til muna og fleiri íslensk letur litið dagsins ljós.Hægt er að fylgjast með hönnunarferli Rakelar á Instagram síðunni hennar @silktype„Mér finnst leturgerð mjög skemmtileg og eitthvað sem ég er alveg til í að halda áfram með. Or type er fyrsta íslenska letursmiðjan og ég lít mikið upp til þeirra, ég gæti alveg hugsað mér að hanna fleiri letur í framtíðinni,“ segir Rakel. Rakel leggur mikla áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt, hún hefur til dæmis opnað Instagram-síðu (@silktype) þar sem fólk getur fylgst með hönnunarferlinu og séð hvernig hægt er að nota letrið á mismunandi hátt. „Ég hef alls engan áhuga á að einangra mig og verkin mín, mér finnst mjög gaman að sýna það sem ég er að gera og fá viðbrögð frá fólki í kringum mig. Instagram er ótrúlega góður vettvangur til að sýna letrið og vinnuna í kringum það. Það myndast líka einhvers konar samfélög inni á Instagram þar sem fólk er að skoða hjá öðrum og skiptast á kommentum.“Hér má sjá leturfjölskylduna Silk.Rakel skrifaði lokaritgerðina sína um myndletur, eða emoji, þar sem hún skoðar til dæmis hvernig emoji gerir samskipti persónulegri. Fólk hefur oft velt því fyrir sér hvort tákn í samskiptum geti valdið misskilningi en er það raunin? „Það sem ég fjalla um í lokaritgerðinni minni er hversu margt sameiginlegt emoji-tákn eiga með líkamstjáningu í samskiptum fólks og hvernig þau bæta stafræn samskipti og gera þau persónulegri á allan hátt. Emoji eru orðin órjúfanlegur hluti rafrænna samskipta. Táknin geta hjálpað fólki að tjá tilfinningar sínar og hafa óræða merkingu og það sama á við um líkamstjáningu okkar,“ segir Rakel.
Tíska og hönnun Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira