FH með næstflest stig í Olís-deildinni eftir EM-fríið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2016 13:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Ernir FH-ingar fögnuðu sex marka sigri á Fram í Olís-deild karla í gærkvöldi og komust fyrir vikið upp í fimmta sæti deildarinnar.FH-liðið hefur tekið algjörum stakkaskiptum á nýju ári en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Nú er svo komið að það eru aðeins deildarmeistarar Hauka sem hafa fengið fleiri stig en FH í þeim sex umferðum sem hafa verið spilaðar eftir að Olís-deildin fór aftur í gang eftir Evrópukeppnina í Póllandi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, nýtti greinilega sjö vikna fríið yfir jól, áramót og EM til að bæta leik sinna manna til mikilla muna. FH-liðið fékk "aðeins" fjórtán stig út út 18 leikjum sínum fyrir áramót og markatala liðsins var 51 mark í mínus (445-496). Á árinu 2016 hafa FH-ingar aftur á móti náð í 9 stig af 12 mögulegum og markatalan er 20 mörk í plús (155-135). Það er mikill munur á varnarleik FH-liðsins, liðið fékk á sig 27,6 mörk í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 22,5 mörk í leik á árinu 2016. Synir tveggja fyrrum landsliðsmanna eiga líka mikinn þátt í uppkomu FH-liðsins eftir áramót. Annar er hinn sextán ára sonur Kristjáns Arasonar, Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem hefur fengið mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins. Hinn er línumaðurinn Ágúst Birgisson, sonur Birgis Sigurðssonar, sem kom til liðsins frá Aftureldingu. Ágúst er öflugur varnarmaður og hefur einnig skorað 19 mörk í fyrstu sex leikjum sínum með FH.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/ErnirFH-ingar hafa sýnt styrk sinn í síðustu tveimur leikjum við deildarmeistara Hauka en í þeim fengu þeir þrjú stig. Það eru einu stigin sem Haukar hafa tapað síðan um miðjan október en Haukar hafa unnið þrettán deildarleiki í röð á móti liðum sem eru ekki frá Hafnarfirði. Mótherjar FH í gær, lið Fram úr Safamýri, hefur aftur á móti verið í miklum vandræðum eftir EM-fríið enda hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu sex leikjum sínum. Fram er ennþá í sjöunda sæti og verður með í úrslitakeppninni.Stig liða eftir EM-fríið: Haukar 11 FH 9 Valur 7 Afturelding 7 ÍBV 6 Grótta 6 ÍR 5 Akureyri 3 Vikingur 3 Fram 1Leikir FH-ingar eftir EM-fríið:FH - Víkingur 27-22 +5 ÍBV - FH 20-19 -1 FH - Akureyri 26-21 +5 Valur - FH 23-28 +5 Haukar - FH 26-26 0 Fram - FH 23-29 +6 Olís-deild karla Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
FH-ingar fögnuðu sex marka sigri á Fram í Olís-deild karla í gærkvöldi og komust fyrir vikið upp í fimmta sæti deildarinnar.FH-liðið hefur tekið algjörum stakkaskiptum á nýju ári en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Nú er svo komið að það eru aðeins deildarmeistarar Hauka sem hafa fengið fleiri stig en FH í þeim sex umferðum sem hafa verið spilaðar eftir að Olís-deildin fór aftur í gang eftir Evrópukeppnina í Póllandi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, nýtti greinilega sjö vikna fríið yfir jól, áramót og EM til að bæta leik sinna manna til mikilla muna. FH-liðið fékk "aðeins" fjórtán stig út út 18 leikjum sínum fyrir áramót og markatala liðsins var 51 mark í mínus (445-496). Á árinu 2016 hafa FH-ingar aftur á móti náð í 9 stig af 12 mögulegum og markatalan er 20 mörk í plús (155-135). Það er mikill munur á varnarleik FH-liðsins, liðið fékk á sig 27,6 mörk í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 22,5 mörk í leik á árinu 2016. Synir tveggja fyrrum landsliðsmanna eiga líka mikinn þátt í uppkomu FH-liðsins eftir áramót. Annar er hinn sextán ára sonur Kristjáns Arasonar, Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem hefur fengið mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins. Hinn er línumaðurinn Ágúst Birgisson, sonur Birgis Sigurðssonar, sem kom til liðsins frá Aftureldingu. Ágúst er öflugur varnarmaður og hefur einnig skorað 19 mörk í fyrstu sex leikjum sínum með FH.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/ErnirFH-ingar hafa sýnt styrk sinn í síðustu tveimur leikjum við deildarmeistara Hauka en í þeim fengu þeir þrjú stig. Það eru einu stigin sem Haukar hafa tapað síðan um miðjan október en Haukar hafa unnið þrettán deildarleiki í röð á móti liðum sem eru ekki frá Hafnarfirði. Mótherjar FH í gær, lið Fram úr Safamýri, hefur aftur á móti verið í miklum vandræðum eftir EM-fríið enda hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu sex leikjum sínum. Fram er ennþá í sjöunda sæti og verður með í úrslitakeppninni.Stig liða eftir EM-fríið: Haukar 11 FH 9 Valur 7 Afturelding 7 ÍBV 6 Grótta 6 ÍR 5 Akureyri 3 Vikingur 3 Fram 1Leikir FH-ingar eftir EM-fríið:FH - Víkingur 27-22 +5 ÍBV - FH 20-19 -1 FH - Akureyri 26-21 +5 Valur - FH 23-28 +5 Haukar - FH 26-26 0 Fram - FH 23-29 +6
Olís-deild karla Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn