NBA: Curry með 27 stig og sigur á 28 ára afmælisdaginn sinn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2016 07:00 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í Oracle Arena í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Russell Westbrook var með tólftu þrennu sína á tímabilinu, Utah Jazz vann Cleveland Cavaliers án síns stigahæsta manns og Dallas Mavericks endaði sjö leikja sigurgöngu Charlotte Hornets.Stephen Curry skoraði 27 stig í 125-107 sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans en þetta var sextugasti sigur liðsins á tímabilinu og 49. heimasigurinn í röð. Curry var einnig með 5 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 4 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Curry hélt einmitt upp á 28 ára afmælið sitt í gær. Klay Thompson skoraði 18 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 14 stig og 12 fráköst. Liðið hefur nú unnið 31 heimaleik á þessu tímabili, 60 af 66 leikjum og er einum sigurleik á undan Chicago Bulls sem setti met með því að vinna 72 leiki á 1995-96 tímabilinu. Anthony Davis var með 22 stig og 11 fráköst fyrir Pelicans-liðið.Russell Westbrook var með tólftu þrennu sína á tímabilinu þegar Oklahoma City Thunder vann 128-94 heimasigur á Portland Trail Blazers. Westbrook endaði leikinn með 17 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst en hann tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum. Enes Kanter skoraði 26 stig fyrir OKC, Kevin Durant var með 20 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum. Damian Lillard skoraði 21 stig fyrir Portland sem hefur nú tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Chandler Parsons (24 stig og 9 fráköst) og Dirk Nowitzki (23 stig og 11 fráköst) fóru fyrir liði Dallas Mavericks í 107-96 útisigri á Charlotte Hornets en Dallas var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Dallas endaði líka sigurgöngu Hornets-liðsins sem var búið að vinna sjö leiki í röð. Kemba Walker var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Charlotte og Nicolas Batum skoraði 20 stig. Dallas-liðið vann fyrri hálfleikinn 52-33 og hitti svo úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í fjórða leikhlutanum.Doug McDermott skoraði 29 stig fyrir Chicago Bulls í 109-107 sigri á Toronto Raptors en Chicago vann því alla fjóra leiki sína á móti Toronto á tímabilinu. E'Twaun Moore og Nikola Mirotic skoruðu báðir 17 stig fyrir Chicago og Jimmy Butler skoraði 13 stig í fyrsta leik sínum eftir þriggja leikja fjarveru vegna hnémeiðsla. Kyle Lowry var með 33 stig og 11 fráköst fyrir Toronto sem fékk einnig 27 stig frá DeMar DeRozan.Nýliðinn Justise Winslow skoraði 20 stig og Dwyane Wade var með 19 stig þegar Miami Heat vann 124-119 sigur á Denver Nuggets. Joe Johnson var með 18 stig og miðherjinn Hassan Whiteside bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Kenneth Faried nýtti öll 11 skotin sín og endaði með 24 stig og 11 fráköst hjá Denver og nýliðinn Emmanuel Mudiay bætti við 23 stigum og 10 stoðsendingum.Rodney Hood var með 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið vann 94-85 sigur á Cleveland Cavaliers en Utah Jazz lék þarna án síns stigahæsta leikmanns, Gordon Hayward. Utah er í harði baráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar en Cleveland er enn á toppnum í Austurdeildinni. LeBron James var með 23 stig og 12 fráköst fyrir Cleveland og Kyrie Irving skoraði 15 stig.Úrslitin í öllum NBA-leikjunum í nótt: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 96-107 Miami Heat - Denver Nuggets 124-119 Toronto Raptors - Chicago Bulls 107-109 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 130-81 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 128-94 Washington Wizards - Detroit Pistons 124-81 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-104 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 125-107 Utah Jazz - Cleveland Cavaliers 94-85 NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í Oracle Arena í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Russell Westbrook var með tólftu þrennu sína á tímabilinu, Utah Jazz vann Cleveland Cavaliers án síns stigahæsta manns og Dallas Mavericks endaði sjö leikja sigurgöngu Charlotte Hornets.Stephen Curry skoraði 27 stig í 125-107 sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans en þetta var sextugasti sigur liðsins á tímabilinu og 49. heimasigurinn í röð. Curry var einnig með 5 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 4 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Curry hélt einmitt upp á 28 ára afmælið sitt í gær. Klay Thompson skoraði 18 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 14 stig og 12 fráköst. Liðið hefur nú unnið 31 heimaleik á þessu tímabili, 60 af 66 leikjum og er einum sigurleik á undan Chicago Bulls sem setti met með því að vinna 72 leiki á 1995-96 tímabilinu. Anthony Davis var með 22 stig og 11 fráköst fyrir Pelicans-liðið.Russell Westbrook var með tólftu þrennu sína á tímabilinu þegar Oklahoma City Thunder vann 128-94 heimasigur á Portland Trail Blazers. Westbrook endaði leikinn með 17 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst en hann tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum. Enes Kanter skoraði 26 stig fyrir OKC, Kevin Durant var með 20 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum. Damian Lillard skoraði 21 stig fyrir Portland sem hefur nú tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Chandler Parsons (24 stig og 9 fráköst) og Dirk Nowitzki (23 stig og 11 fráköst) fóru fyrir liði Dallas Mavericks í 107-96 útisigri á Charlotte Hornets en Dallas var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Dallas endaði líka sigurgöngu Hornets-liðsins sem var búið að vinna sjö leiki í röð. Kemba Walker var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Charlotte og Nicolas Batum skoraði 20 stig. Dallas-liðið vann fyrri hálfleikinn 52-33 og hitti svo úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í fjórða leikhlutanum.Doug McDermott skoraði 29 stig fyrir Chicago Bulls í 109-107 sigri á Toronto Raptors en Chicago vann því alla fjóra leiki sína á móti Toronto á tímabilinu. E'Twaun Moore og Nikola Mirotic skoruðu báðir 17 stig fyrir Chicago og Jimmy Butler skoraði 13 stig í fyrsta leik sínum eftir þriggja leikja fjarveru vegna hnémeiðsla. Kyle Lowry var með 33 stig og 11 fráköst fyrir Toronto sem fékk einnig 27 stig frá DeMar DeRozan.Nýliðinn Justise Winslow skoraði 20 stig og Dwyane Wade var með 19 stig þegar Miami Heat vann 124-119 sigur á Denver Nuggets. Joe Johnson var með 18 stig og miðherjinn Hassan Whiteside bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Kenneth Faried nýtti öll 11 skotin sín og endaði með 24 stig og 11 fráköst hjá Denver og nýliðinn Emmanuel Mudiay bætti við 23 stigum og 10 stoðsendingum.Rodney Hood var með 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið vann 94-85 sigur á Cleveland Cavaliers en Utah Jazz lék þarna án síns stigahæsta leikmanns, Gordon Hayward. Utah er í harði baráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar en Cleveland er enn á toppnum í Austurdeildinni. LeBron James var með 23 stig og 12 fráköst fyrir Cleveland og Kyrie Irving skoraði 15 stig.Úrslitin í öllum NBA-leikjunum í nótt: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 96-107 Miami Heat - Denver Nuggets 124-119 Toronto Raptors - Chicago Bulls 107-109 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 130-81 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 128-94 Washington Wizards - Detroit Pistons 124-81 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-104 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 125-107 Utah Jazz - Cleveland Cavaliers 94-85
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira