Ég bjóst alveg við því að vinna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 15. mars 2016 09:30 Jóhanna Ruth tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero „Ég held að ég eigi alveg séns á að vinna þessa keppni, ég hef fengið alveg ótrúlega góð viðbrögð frá fólki og það voru flestir sem kusu mig í síðasta þætti. Það er alveg ótrúlega mikil vinna sem fer í að undirbúa sig fyrir svona keppni og ég er strax byrjuð að hugsa hvaða lag ég ætla að syngja í úrslitaþættinum sem fer fram 3. apríl næstkomandi,“ segir Jóhanna Ruth sem tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero, en hún hlaut einróma lof dómara fyrir frammistöðu sína, og hafði Ágústa Eva leikkona sem situr í dómnefndinni orð á því að Jóhanna væri með eina bestu rödd sem hún hefði heyrt á Íslandi. „Ég bjóst alveg við því að vinna, ég var búin að æfa mig svo vel og ég var svo ánægð með flutninginn minn, þetta gekk allt saman upp,“ segir hin fjórtán ára gamla Jóhanna Ruth alsæl.Baldur Dýrfjörð fiðluleikari frá Þorlákshöfn komst einnig áfram en hann hefur lært í ellefu ár á fiðlu, verið tvö ár í klassískum píanóleik og á haug af skrítnum hljóðfærum á borð við kjálkahörpu, munnhörpu og vasaflautu.Það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í sönglistinni enda full sjálfstrausts og svo sannarlega með bein í nefinu, en ætli það sé eitthvað fleira sem hún stefnir á í framtíðinni? „Ég ætla að halda áfram að syngja, ég vil endilega vinna sem söngkona þegar ég verð stór en stóri draumurinn minn er að verða flugfreyja, mig hefur alltaf dreymt um það svo ætli ég verði ekki syngjandi flugfreyja í háloftunum,“ segir Jóhanna Ruth létt í bragði. Jóhanna Ruth er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi frá því hún var átta ára gömul ásamt fjölskyldu sinni. Henni finnst mjög gott að búa á Íslandi og er ánægð í skólanum en hún stundar nám í Myllubakkaskóla í Keflavík „Það er alveg rosalega gott að búa á Íslandi, en það er samt alveg ískalt hérna. Í dag er ég að fara að koma fram á árshátíð í skólanum mínum og ég hlakka mikið til,“ segir Jóhanna Ruth sem hefur í nógu að snúast þessa dagana enda frábær söngkona hér á ferð sem vert er að fylgjast með. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin Hin fjórtán ára Jóhanna ljómaði hreinlega á sviðinu í kvöld. 13. mars 2016 23:11 Frábær stemning í Talent-höllinni - Myndir Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn. 14. mars 2016 16:30 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
„Ég held að ég eigi alveg séns á að vinna þessa keppni, ég hef fengið alveg ótrúlega góð viðbrögð frá fólki og það voru flestir sem kusu mig í síðasta þætti. Það er alveg ótrúlega mikil vinna sem fer í að undirbúa sig fyrir svona keppni og ég er strax byrjuð að hugsa hvaða lag ég ætla að syngja í úrslitaþættinum sem fer fram 3. apríl næstkomandi,“ segir Jóhanna Ruth sem tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero, en hún hlaut einróma lof dómara fyrir frammistöðu sína, og hafði Ágústa Eva leikkona sem situr í dómnefndinni orð á því að Jóhanna væri með eina bestu rödd sem hún hefði heyrt á Íslandi. „Ég bjóst alveg við því að vinna, ég var búin að æfa mig svo vel og ég var svo ánægð með flutninginn minn, þetta gekk allt saman upp,“ segir hin fjórtán ára gamla Jóhanna Ruth alsæl.Baldur Dýrfjörð fiðluleikari frá Þorlákshöfn komst einnig áfram en hann hefur lært í ellefu ár á fiðlu, verið tvö ár í klassískum píanóleik og á haug af skrítnum hljóðfærum á borð við kjálkahörpu, munnhörpu og vasaflautu.Það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í sönglistinni enda full sjálfstrausts og svo sannarlega með bein í nefinu, en ætli það sé eitthvað fleira sem hún stefnir á í framtíðinni? „Ég ætla að halda áfram að syngja, ég vil endilega vinna sem söngkona þegar ég verð stór en stóri draumurinn minn er að verða flugfreyja, mig hefur alltaf dreymt um það svo ætli ég verði ekki syngjandi flugfreyja í háloftunum,“ segir Jóhanna Ruth létt í bragði. Jóhanna Ruth er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi frá því hún var átta ára gömul ásamt fjölskyldu sinni. Henni finnst mjög gott að búa á Íslandi og er ánægð í skólanum en hún stundar nám í Myllubakkaskóla í Keflavík „Það er alveg rosalega gott að búa á Íslandi, en það er samt alveg ískalt hérna. Í dag er ég að fara að koma fram á árshátíð í skólanum mínum og ég hlakka mikið til,“ segir Jóhanna Ruth sem hefur í nógu að snúast þessa dagana enda frábær söngkona hér á ferð sem vert er að fylgjast með.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin Hin fjórtán ára Jóhanna ljómaði hreinlega á sviðinu í kvöld. 13. mars 2016 23:11 Frábær stemning í Talent-höllinni - Myndir Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn. 14. mars 2016 16:30 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin Hin fjórtán ára Jóhanna ljómaði hreinlega á sviðinu í kvöld. 13. mars 2016 23:11
Frábær stemning í Talent-höllinni - Myndir Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn. 14. mars 2016 16:30