Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn.
Hinn fjórtán ára Jóhanna Ruth frá Filipseyjum flaug áfram í úrslitin en hún hefur búið á Íslandi í fimm ár ásamt foreldrum sínum og tveimur bræðrum.
Þá komst hinn sextán ára Baldur Dýrfjörð einnig áfram eftir skemmtilegt atriði en hann spilar á fiðlu.
Daníel Þór, ljósmyndari, var á staðnum og náði þessum frábæru myndum frá kvöldinu í gær en sjá mér þær hér að neðan.
