NBA: Cleveland sýndi sínar bestu hliðar í sigri á LA Clippers | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Cleveland Cavaliers vann sinn þriðja leik í röð í ferð sinni á Vesturströndina, Jose Calderon tryggði New York Knicks sigur á Lakers og Giannis Antetokounmpo var með glæsilega þrennu í sigri Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Cleveland Cavaliers vann afar sannfærandi 114-90 sigur á Los Angeles Clippers í Staples Center í Los Angeles. Þetta var þriðji leikur Cleveland Cavaliers í ferð sinni á Vesturströndina og jafnframt þriðji sigurinn. Cleveland-liðið skoraði alls átján þriggja stiga körfur í leiknum. J.R. Smith og Kyrie Irving skoruðu báðir 18 stig og nýi maðurinn, Channing Frye, skoraði fimmtán stig sem komu öll með þriggja stiga skotum. Channing Frye (5 af 7), J.R. Smith (5 af 8) og LeBron James (3 af 4) voru saman með 13 þrista úr aðeins 19 tilraunum. J.J. Redick var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers með 19 stig en Chris Paul bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum. Clippers-liðið komst reyndar í 17-7 í byrjun leiks en LeBron James og félagar komust yfir fyrir lok fyrsta leikhluta og litu ekki til baka eftir það.Jose Calderon skoraði sigurkörfu New York Knicks fyrir utan þriggja stiga línuna í 90-87 sigri á Los Angeles Lakers þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var hans eini þristur í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 12 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Kobe Bryant var með 14 stig fyrir Lakers en Lou Williams var stigahæstur með 15 stig.Giannis Antetokounmpo var með myndarlega þrennu þegar Milwaukee Bucks vann 109-100 útisigur á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði leikinn með 28 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en hann varð þar með fyrsti leikmaður Bucks sem nær fjórum þrennum á einu tímabili. Giannis Antetokounmpo var kominn með 12 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst í hálfleik en allar fjórar þrennur hans hafa komið eftir 22. febrúar. Jabari Parker skoraði 23 stig fyrir Milwaukee-liðið en Brook Lopez var stigahæstur hjá Nets með 20 stig.Al Horford og Paul Millsap voru báðir með 18 stig í 29 stiga stórsigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Atlanta skoraði 20 stig í röð í þriðja leikhlutanum þar sem liðið smellti niður sjö þristum. Atlanta-liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum og er að ná flugi þegar úrslitakeppnina nálgast. Paul George hitti aðeins úr 3 af 15 skotum og endaði með 7 stig fyrir Pacers-liðið en nýliðinn Myles Turner var stigahæstur með 19 stig.Derrick Favors var með 28 stig og 14 fráköst þegar Utah Jazz vann 108-99 sigur á Sacramento Kings og Gordon Hayward bætti við 27 stigum fyrir Utah-liðið. DeMarcus Cousins kom til baka eftir eins leiks bann og bauð upp á 31 stig og 10 fráköst fyrir Kings.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 90-114 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 104-75 Sacramento Kings - Utah Jazz 99-108 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 100-109 Los Angeles Lakers - New York Knicks 87-90 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann sinn þriðja leik í röð í ferð sinni á Vesturströndina, Jose Calderon tryggði New York Knicks sigur á Lakers og Giannis Antetokounmpo var með glæsilega þrennu í sigri Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Cleveland Cavaliers vann afar sannfærandi 114-90 sigur á Los Angeles Clippers í Staples Center í Los Angeles. Þetta var þriðji leikur Cleveland Cavaliers í ferð sinni á Vesturströndina og jafnframt þriðji sigurinn. Cleveland-liðið skoraði alls átján þriggja stiga körfur í leiknum. J.R. Smith og Kyrie Irving skoruðu báðir 18 stig og nýi maðurinn, Channing Frye, skoraði fimmtán stig sem komu öll með þriggja stiga skotum. Channing Frye (5 af 7), J.R. Smith (5 af 8) og LeBron James (3 af 4) voru saman með 13 þrista úr aðeins 19 tilraunum. J.J. Redick var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers með 19 stig en Chris Paul bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum. Clippers-liðið komst reyndar í 17-7 í byrjun leiks en LeBron James og félagar komust yfir fyrir lok fyrsta leikhluta og litu ekki til baka eftir það.Jose Calderon skoraði sigurkörfu New York Knicks fyrir utan þriggja stiga línuna í 90-87 sigri á Los Angeles Lakers þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var hans eini þristur í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 12 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Kobe Bryant var með 14 stig fyrir Lakers en Lou Williams var stigahæstur með 15 stig.Giannis Antetokounmpo var með myndarlega þrennu þegar Milwaukee Bucks vann 109-100 útisigur á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði leikinn með 28 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en hann varð þar með fyrsti leikmaður Bucks sem nær fjórum þrennum á einu tímabili. Giannis Antetokounmpo var kominn með 12 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst í hálfleik en allar fjórar þrennur hans hafa komið eftir 22. febrúar. Jabari Parker skoraði 23 stig fyrir Milwaukee-liðið en Brook Lopez var stigahæstur hjá Nets með 20 stig.Al Horford og Paul Millsap voru báðir með 18 stig í 29 stiga stórsigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Atlanta skoraði 20 stig í röð í þriðja leikhlutanum þar sem liðið smellti niður sjö þristum. Atlanta-liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum og er að ná flugi þegar úrslitakeppnina nálgast. Paul George hitti aðeins úr 3 af 15 skotum og endaði með 7 stig fyrir Pacers-liðið en nýliðinn Myles Turner var stigahæstur með 19 stig.Derrick Favors var með 28 stig og 14 fráköst þegar Utah Jazz vann 108-99 sigur á Sacramento Kings og Gordon Hayward bætti við 27 stigum fyrir Utah-liðið. DeMarcus Cousins kom til baka eftir eins leiks bann og bauð upp á 31 stig og 10 fráköst fyrir Kings.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 90-114 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 104-75 Sacramento Kings - Utah Jazz 99-108 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 100-109 Los Angeles Lakers - New York Knicks 87-90 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira