Lífið

Ísland Got Talent: Sveik Dr. Gunna en komst samt áfram

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
„Ég mun svíkja það loforð þannig það verður bara að koma í ljós hvað gerist,“ sagði hinn sextán ára Baldur Dýrfjörð. Í áheyrnarprufunum efaðist Dr. Gunni um það hvernig Baldur gæti farið að því að þróa atriði sitt og Baldur svaraði honum því að hann væri búinn að kaupa rafmagnsfiðlu fyrir næstu umferð. Hins vegar var enga rafmagnsfiðlu að sjá í kvöld.

Baldur er fiðluleikari úr Þorlákshöfn. Hann hefur lært í ellefu ár á fiðlu, verið tvö ár í klassískum píanóleik og á haug af skrítnum hljóðfærum á borð við kjálkahörpu, munnhörpu og vasaflautu.

Þrátt fyrir svikin gagnvart Gunna náði Baldur að vera einn af þremur efstu í símakosningunni og var að lokum valinn áfram af dómnefndinni.

Atriði Baldurs má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.