Vigdís segir fyrstu kynslóð Vestur-Íslendinga hafa þjáðst af heimþrá Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2016 19:02 „Þögul leiftur," - ljósmyndasýning úr sögu Íslendinga sem héldu vestur um haf til að hefja nýtt líf á seinni hluta nítjándu aldar, var formlega opnuð í Hörpu í dag. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir heimþrána leggjast þungt á fyrstu kynslóð allra landnema. Karlakórinn Heimir í Skagafirði söng í tilefni sýningarinnar Þögul leiftur sem var opnuð í samstarfi Vesturfarasetursins og Hörpu í nýju sýningarrými í Hörpu í dag. Þar má finna 400 ljósmyndir af íslenskum landnemum í Kanada frá árunum 1870 til 1910 með textaskýringum. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu lýsti því hvernig berar sléttur Winnipeg hefðu tekið við fyrstu hópum Íslendinga og kuldinn og pestirnar leikið þá grátt og kostað marga lífið. En fyrstu tveir hóparnir hafi ekki kunnað að byggja bjálkahús að hætti Kanadamanna. „Svo kemur þriðja haustið og hvað er það fyrsta sem þeim finnst að þeir þurfi að gera þegar þeir eru loksins búnir að læra að byggja hús og ekki ofsóttir af drepsóttum? Þeir kaupa sér prentsmiðju og byrja að rífast í blöðum Íslendingar flytja alltaf sérkenni sín með sér. Það er einn af fjölmörgum kostum við okkur og það sem við erum að fara að sjá á þessari sýningu er auðvitað að nokkru leyti þetta sama. Að varðveita sögu sína. Þetta eru þögul leiftur frá sögu Íslendinga á þessum slóðum sem eru ógleymanleg. Sem varðveita líka stór og merkileg leiftur úr sögu Íslands,“ sagði Halldór. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir eitt einkenna allar fyrstu kynslóðir landnema öðru fremur „Þeir hafa haft alveg gríðarleg mikla heimþrá. Það er enginn vafi á því og þeir hafa vaknað og hugsað: Mikið sakna ég fjallanna heima,“ segir Vigdís. Hún segir Ísland enn lifa góðu lífi í hjarta Vestur Íslendinga og rifjar upp atvik úr opinberri heimsókn sinni til Winnipeg. „Og þá tók ég eftir því einu sinni að það vantað unga fólkið og ég spurði hvar er unga fólkið? Þá sögðu þeir sem voru á þessum fundi að það treysti sér ekki til að koma vegna þess að það kann ekki lengur íslensku. Þá gat ég komið þeim skilaboðum áfram að það væri alls ekki hægt að vænta þess að þriðja kynslóð kunni gamla málið. Á næsta stað var allt fullt af ungu fólki,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir sem var mjög hrifin af sýningunni. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Þögul leiftur," - ljósmyndasýning úr sögu Íslendinga sem héldu vestur um haf til að hefja nýtt líf á seinni hluta nítjándu aldar, var formlega opnuð í Hörpu í dag. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir heimþrána leggjast þungt á fyrstu kynslóð allra landnema. Karlakórinn Heimir í Skagafirði söng í tilefni sýningarinnar Þögul leiftur sem var opnuð í samstarfi Vesturfarasetursins og Hörpu í nýju sýningarrými í Hörpu í dag. Þar má finna 400 ljósmyndir af íslenskum landnemum í Kanada frá árunum 1870 til 1910 með textaskýringum. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu lýsti því hvernig berar sléttur Winnipeg hefðu tekið við fyrstu hópum Íslendinga og kuldinn og pestirnar leikið þá grátt og kostað marga lífið. En fyrstu tveir hóparnir hafi ekki kunnað að byggja bjálkahús að hætti Kanadamanna. „Svo kemur þriðja haustið og hvað er það fyrsta sem þeim finnst að þeir þurfi að gera þegar þeir eru loksins búnir að læra að byggja hús og ekki ofsóttir af drepsóttum? Þeir kaupa sér prentsmiðju og byrja að rífast í blöðum Íslendingar flytja alltaf sérkenni sín með sér. Það er einn af fjölmörgum kostum við okkur og það sem við erum að fara að sjá á þessari sýningu er auðvitað að nokkru leyti þetta sama. Að varðveita sögu sína. Þetta eru þögul leiftur frá sögu Íslendinga á þessum slóðum sem eru ógleymanleg. Sem varðveita líka stór og merkileg leiftur úr sögu Íslands,“ sagði Halldór. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir eitt einkenna allar fyrstu kynslóðir landnema öðru fremur „Þeir hafa haft alveg gríðarleg mikla heimþrá. Það er enginn vafi á því og þeir hafa vaknað og hugsað: Mikið sakna ég fjallanna heima,“ segir Vigdís. Hún segir Ísland enn lifa góðu lífi í hjarta Vestur Íslendinga og rifjar upp atvik úr opinberri heimsókn sinni til Winnipeg. „Og þá tók ég eftir því einu sinni að það vantað unga fólkið og ég spurði hvar er unga fólkið? Þá sögðu þeir sem voru á þessum fundi að það treysti sér ekki til að koma vegna þess að það kann ekki lengur íslensku. Þá gat ég komið þeim skilaboðum áfram að það væri alls ekki hægt að vænta þess að þriðja kynslóð kunni gamla málið. Á næsta stað var allt fullt af ungu fólki,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir sem var mjög hrifin af sýningunni.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira