Píratar halda fylgi að mestu Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. mars 2016 00:00 Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. Óeðlilegt væri ef deilur innan forystu flokksins í febrúar sem fóru hátt hefðu engin áhrif haft. Píratar eru samt enn þá risi þegar kemur að fylgistölum, með rúmlega 38 prósenta fylgi, tæpum fjórum prósentustigum minna en þegar fylgið var síðast kannað í lok janúar. Aðrir flokkar eru í skrítinni stöðu og mikil óvissa um framhaldið. Sjálfstæðismenn virðast þó vera að ná vopnum sínum með fylgi sem er aðeins yfir kjörfylgi flokksins og rúmum fjórum prósentustigum betra en í síðustu könnun. Á sama tíma eru framsóknarmenn með helming kjörfylgisins, þótt flokkurinn hafi líka bætt við sig á milli kannana. Mestar áhyggjur eru svo væntanlega hjá þeim flokkum sem kenna sig við jafnaðarmennsku og eru skilgreindir mismikið til vinstri frá miðju. Samfylking og VG eru enn að tapa fylgi og Björt framtíð mallar nærri botni og fengi engan þingmann. En svo er líka vert að hafa í huga að hlutir geta breyst hratt. Enn er engin kosningabarátta hafin, enda rúmt ár í næstu kosningar (nema eitthvað mjög óvænt komi til). Líkast til er fólk rétt að byrja að leiða hugann að skipan framboðslista og aðferðafræði við það val. Þá gætu líka fleiri átt útspil. Takist Viðreisn að marka sér svæði þegar nær dregur kosningum á eftir að koma í ljós hvaðan það fylgi kæmi. Enn sem komið er virðast þó fáir með það framboð inni á radar hjá sér, eða ámóta margir og nefna Dögun, Flokk heimilanna, Húmanista og Framfaraflokk, allir undir hálfu prósenti í fylgi. Hvað sem öðru líður þá sýnir könnunin að smáværingar innan raða flokksins raska ekki yfirburðastöðu Pírata og sterkur stuðningur mögulega til marks um að óvarlegt væri að skýra hann með því einu að um sé að ræða óánægju með aðra flokka. Staðan sem uppi er núna ber með sér að breytingar séu í vændum, og að öllum líkindum með Pírata í broddi fylkingar. Yrði niðurstaða kosninga í samræmi við könnunina sem birt er í dag þá verða þeir með 26 þingmenn og gætu myndað meirihluta með hvort heldur sem er Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokki, hversu ólíklegt sem slíkt stjórnarsamstarf annars kann að virðast. Líklegra er þó að niðurstaðan sé mælikvarði á stjórnmálastemninguna eins og hún er í dag, þar sem aukinn stuðningur við stjórnarflokkana gæti endurspeglað þá tilfinningu fólks að hlutir þokist í rétta átt, á meðan öðrum en Pírötum hefur mistekist að marka sér einhvern sess í hugum fólks. Vinstri vængnum virðist ekki við bjargandi. Ólíklegra er að akkúrat þessi punktmæling sé nothæf til að segja til um niðurstöður kosninga í apríl á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. Óeðlilegt væri ef deilur innan forystu flokksins í febrúar sem fóru hátt hefðu engin áhrif haft. Píratar eru samt enn þá risi þegar kemur að fylgistölum, með rúmlega 38 prósenta fylgi, tæpum fjórum prósentustigum minna en þegar fylgið var síðast kannað í lok janúar. Aðrir flokkar eru í skrítinni stöðu og mikil óvissa um framhaldið. Sjálfstæðismenn virðast þó vera að ná vopnum sínum með fylgi sem er aðeins yfir kjörfylgi flokksins og rúmum fjórum prósentustigum betra en í síðustu könnun. Á sama tíma eru framsóknarmenn með helming kjörfylgisins, þótt flokkurinn hafi líka bætt við sig á milli kannana. Mestar áhyggjur eru svo væntanlega hjá þeim flokkum sem kenna sig við jafnaðarmennsku og eru skilgreindir mismikið til vinstri frá miðju. Samfylking og VG eru enn að tapa fylgi og Björt framtíð mallar nærri botni og fengi engan þingmann. En svo er líka vert að hafa í huga að hlutir geta breyst hratt. Enn er engin kosningabarátta hafin, enda rúmt ár í næstu kosningar (nema eitthvað mjög óvænt komi til). Líkast til er fólk rétt að byrja að leiða hugann að skipan framboðslista og aðferðafræði við það val. Þá gætu líka fleiri átt útspil. Takist Viðreisn að marka sér svæði þegar nær dregur kosningum á eftir að koma í ljós hvaðan það fylgi kæmi. Enn sem komið er virðast þó fáir með það framboð inni á radar hjá sér, eða ámóta margir og nefna Dögun, Flokk heimilanna, Húmanista og Framfaraflokk, allir undir hálfu prósenti í fylgi. Hvað sem öðru líður þá sýnir könnunin að smáværingar innan raða flokksins raska ekki yfirburðastöðu Pírata og sterkur stuðningur mögulega til marks um að óvarlegt væri að skýra hann með því einu að um sé að ræða óánægju með aðra flokka. Staðan sem uppi er núna ber með sér að breytingar séu í vændum, og að öllum líkindum með Pírata í broddi fylkingar. Yrði niðurstaða kosninga í samræmi við könnunina sem birt er í dag þá verða þeir með 26 þingmenn og gætu myndað meirihluta með hvort heldur sem er Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokki, hversu ólíklegt sem slíkt stjórnarsamstarf annars kann að virðast. Líklegra er þó að niðurstaðan sé mælikvarði á stjórnmálastemninguna eins og hún er í dag, þar sem aukinn stuðningur við stjórnarflokkana gæti endurspeglað þá tilfinningu fólks að hlutir þokist í rétta átt, á meðan öðrum en Pírötum hefur mistekist að marka sér einhvern sess í hugum fólks. Vinstri vængnum virðist ekki við bjargandi. Ólíklegra er að akkúrat þessi punktmæling sé nothæf til að segja til um niðurstöður kosninga í apríl á næsta ári.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun