Erlent

Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vírusinn smitast með moskítóflugum.
Vírusinn smitast með moskítóflugum. Vísir/EPA
Tvær þungaðar konur og karlmaður hafa greinst með Zika-veiruna í Noregi, að sögn heilbrigðisyfirvalda þar í landi. Öll höfðu þau dvalið í Suður-Ameríku, þar sem Zika-faraldurinn geisar. Verdens Gang greinir frá.

Talið er að fleiri tilfelli muni greinast á næstunni en alls eru níutíu manns undir eftirliti vegna hugsanlegs smits.

Sjá einnig:Hvað er Zika?

Vísbendingar eru uppi um að Zika-veiran valdi alvarlegum fósturskaða þannig að börn fæðist með svokallað dverghöfuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni.

Þá hefur þunguðum konum verið ráðlagt að ferðast ekki til Mið- og Suður-Ameríku þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið hvað mest.


Tengdar fréttir

Hvað er Zika?

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×