„Breski bransinn eins og House of Cards“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. mars 2016 15:45 Dream Wife eru (f.v.) Bella, Alice og Rakel. Visir/Saga Sig Rokksveitin Dream Wife er bresk/íslensk sveit sem þegar er farin að vekja þó nokkra athygli í bresku pressunni. Fyrr á árinu jós The Guardian yfir sveitina lofi og valdi síðustu lagaútgáfu þeirra, „Hey Heartbreaker“, besta nýja lag vikunnar sem það kom út. Breska tónlistarflaggskipið NME hefur einnig fjallað töluvert um sveitina. Dream Wife er stúlknatríó sem stofnað var í listaháskóla í Brighton á síðasta ári. Tvær stelpnanna eru breskar en söngkonan heitir Rakel Mjöll og hefur áður starfað hér á landi með hljómsveitunum Halleluwah og Útidúr. Dream Wife gefur út á morgun fyrstu þröngskífu sína, EP01, út í Bretlandi og víðar á vegum fyrirtækisins Cannibal Hymns. Þar af leiðandi á að á að blása til heljarinnar útgáfuveislu annað kvöld þar sem Reykjavíkurdætur hita upp. „Við höfum á stuttum tíma verið að vinna með tveimur öðrum útgáfufyrirtækjum... þetta hefur verið svolítið eins og Runaway Bride. Höfum alltaf verið að trúlofa okkur en aldrei svo gifst,“ segir Rakel um forsögu þess að hljómsveitin gerði plötusamning við útgáfufyrirtækið. „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Fyrstu London tónleikarnir voru fyrir ári síðan og eftir það var bara búið að bóka okkur á hrúgu af fundum með alls konar umboðsskrifstofum og útgáfum. Við fórum á svo marga fundi að ég lærði að þetta er allt annar leikur í London en á Íslandi. Þetta er svona House of Cards. Það vilja allir hitta þig og bjóða þér eitthvað – en aldrei allan pakkann. Menn vildu bara geta sagt við yfirmenn sína að þeir hefðu hitt okkur. Þetta var brjáluð athygli en svo kemur alltaf að því að maður vill bara vinna með fólki sem maður treystir.“Reykjavíkur dætur hita upp.Vísir/ErnirÍslenskar kvennasveitir... já, takk!Annaðkvöld heldur Dream Wife útgáfutónleika á skemmtistaðnum Birthday‘s í Dalston í austurhluta London og er upphitunarsveitin ekki af verri endanum, sjálfar Reykjavíkurdætur. Íslenskar stúlkur munu því ráða ríkjum í stórborginni annað kvöld. Stemningin fyrir tónleikunum er það mikil að uppselt varð fyrir mánuði síðan. „Umboðsmaður okkar sá Reykjavíkurdætur á Airwaves og varð svona dolfallinn. Við buðum þeim að spila með okkur og svo bókaði hún tvenna aðra tónleika fyrir þær hér í borginni. Þær ætla svo að koma á svið með okkur í lokalaginu og svona. Þetta verður æðislegt“. Á EP01 er að finna fjögur lög. Þar á meðal dúettinn Everything sem Rakel syngur ásamt Karin úr hljómsveitinni Young Karin. Platan kemur aðeins út segulbandi og vínýl. „Það gefur enginn út á geisladisk lengur hér í London. Ekki einu sinni Kanye West,“ segir Rakel. Airwaves Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Rokksveitin Dream Wife er bresk/íslensk sveit sem þegar er farin að vekja þó nokkra athygli í bresku pressunni. Fyrr á árinu jós The Guardian yfir sveitina lofi og valdi síðustu lagaútgáfu þeirra, „Hey Heartbreaker“, besta nýja lag vikunnar sem það kom út. Breska tónlistarflaggskipið NME hefur einnig fjallað töluvert um sveitina. Dream Wife er stúlknatríó sem stofnað var í listaháskóla í Brighton á síðasta ári. Tvær stelpnanna eru breskar en söngkonan heitir Rakel Mjöll og hefur áður starfað hér á landi með hljómsveitunum Halleluwah og Útidúr. Dream Wife gefur út á morgun fyrstu þröngskífu sína, EP01, út í Bretlandi og víðar á vegum fyrirtækisins Cannibal Hymns. Þar af leiðandi á að á að blása til heljarinnar útgáfuveislu annað kvöld þar sem Reykjavíkurdætur hita upp. „Við höfum á stuttum tíma verið að vinna með tveimur öðrum útgáfufyrirtækjum... þetta hefur verið svolítið eins og Runaway Bride. Höfum alltaf verið að trúlofa okkur en aldrei svo gifst,“ segir Rakel um forsögu þess að hljómsveitin gerði plötusamning við útgáfufyrirtækið. „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Fyrstu London tónleikarnir voru fyrir ári síðan og eftir það var bara búið að bóka okkur á hrúgu af fundum með alls konar umboðsskrifstofum og útgáfum. Við fórum á svo marga fundi að ég lærði að þetta er allt annar leikur í London en á Íslandi. Þetta er svona House of Cards. Það vilja allir hitta þig og bjóða þér eitthvað – en aldrei allan pakkann. Menn vildu bara geta sagt við yfirmenn sína að þeir hefðu hitt okkur. Þetta var brjáluð athygli en svo kemur alltaf að því að maður vill bara vinna með fólki sem maður treystir.“Reykjavíkur dætur hita upp.Vísir/ErnirÍslenskar kvennasveitir... já, takk!Annaðkvöld heldur Dream Wife útgáfutónleika á skemmtistaðnum Birthday‘s í Dalston í austurhluta London og er upphitunarsveitin ekki af verri endanum, sjálfar Reykjavíkurdætur. Íslenskar stúlkur munu því ráða ríkjum í stórborginni annað kvöld. Stemningin fyrir tónleikunum er það mikil að uppselt varð fyrir mánuði síðan. „Umboðsmaður okkar sá Reykjavíkurdætur á Airwaves og varð svona dolfallinn. Við buðum þeim að spila með okkur og svo bókaði hún tvenna aðra tónleika fyrir þær hér í borginni. Þær ætla svo að koma á svið með okkur í lokalaginu og svona. Þetta verður æðislegt“. Á EP01 er að finna fjögur lög. Þar á meðal dúettinn Everything sem Rakel syngur ásamt Karin úr hljómsveitinni Young Karin. Platan kemur aðeins út segulbandi og vínýl. „Það gefur enginn út á geisladisk lengur hér í London. Ekki einu sinni Kanye West,“ segir Rakel.
Airwaves Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira