„Breski bransinn eins og House of Cards“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. mars 2016 15:45 Dream Wife eru (f.v.) Bella, Alice og Rakel. Visir/Saga Sig Rokksveitin Dream Wife er bresk/íslensk sveit sem þegar er farin að vekja þó nokkra athygli í bresku pressunni. Fyrr á árinu jós The Guardian yfir sveitina lofi og valdi síðustu lagaútgáfu þeirra, „Hey Heartbreaker“, besta nýja lag vikunnar sem það kom út. Breska tónlistarflaggskipið NME hefur einnig fjallað töluvert um sveitina. Dream Wife er stúlknatríó sem stofnað var í listaháskóla í Brighton á síðasta ári. Tvær stelpnanna eru breskar en söngkonan heitir Rakel Mjöll og hefur áður starfað hér á landi með hljómsveitunum Halleluwah og Útidúr. Dream Wife gefur út á morgun fyrstu þröngskífu sína, EP01, út í Bretlandi og víðar á vegum fyrirtækisins Cannibal Hymns. Þar af leiðandi á að á að blása til heljarinnar útgáfuveislu annað kvöld þar sem Reykjavíkurdætur hita upp. „Við höfum á stuttum tíma verið að vinna með tveimur öðrum útgáfufyrirtækjum... þetta hefur verið svolítið eins og Runaway Bride. Höfum alltaf verið að trúlofa okkur en aldrei svo gifst,“ segir Rakel um forsögu þess að hljómsveitin gerði plötusamning við útgáfufyrirtækið. „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Fyrstu London tónleikarnir voru fyrir ári síðan og eftir það var bara búið að bóka okkur á hrúgu af fundum með alls konar umboðsskrifstofum og útgáfum. Við fórum á svo marga fundi að ég lærði að þetta er allt annar leikur í London en á Íslandi. Þetta er svona House of Cards. Það vilja allir hitta þig og bjóða þér eitthvað – en aldrei allan pakkann. Menn vildu bara geta sagt við yfirmenn sína að þeir hefðu hitt okkur. Þetta var brjáluð athygli en svo kemur alltaf að því að maður vill bara vinna með fólki sem maður treystir.“Reykjavíkur dætur hita upp.Vísir/ErnirÍslenskar kvennasveitir... já, takk!Annaðkvöld heldur Dream Wife útgáfutónleika á skemmtistaðnum Birthday‘s í Dalston í austurhluta London og er upphitunarsveitin ekki af verri endanum, sjálfar Reykjavíkurdætur. Íslenskar stúlkur munu því ráða ríkjum í stórborginni annað kvöld. Stemningin fyrir tónleikunum er það mikil að uppselt varð fyrir mánuði síðan. „Umboðsmaður okkar sá Reykjavíkurdætur á Airwaves og varð svona dolfallinn. Við buðum þeim að spila með okkur og svo bókaði hún tvenna aðra tónleika fyrir þær hér í borginni. Þær ætla svo að koma á svið með okkur í lokalaginu og svona. Þetta verður æðislegt“. Á EP01 er að finna fjögur lög. Þar á meðal dúettinn Everything sem Rakel syngur ásamt Karin úr hljómsveitinni Young Karin. Platan kemur aðeins út segulbandi og vínýl. „Það gefur enginn út á geisladisk lengur hér í London. Ekki einu sinni Kanye West,“ segir Rakel. Airwaves Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Rokksveitin Dream Wife er bresk/íslensk sveit sem þegar er farin að vekja þó nokkra athygli í bresku pressunni. Fyrr á árinu jós The Guardian yfir sveitina lofi og valdi síðustu lagaútgáfu þeirra, „Hey Heartbreaker“, besta nýja lag vikunnar sem það kom út. Breska tónlistarflaggskipið NME hefur einnig fjallað töluvert um sveitina. Dream Wife er stúlknatríó sem stofnað var í listaháskóla í Brighton á síðasta ári. Tvær stelpnanna eru breskar en söngkonan heitir Rakel Mjöll og hefur áður starfað hér á landi með hljómsveitunum Halleluwah og Útidúr. Dream Wife gefur út á morgun fyrstu þröngskífu sína, EP01, út í Bretlandi og víðar á vegum fyrirtækisins Cannibal Hymns. Þar af leiðandi á að á að blása til heljarinnar útgáfuveislu annað kvöld þar sem Reykjavíkurdætur hita upp. „Við höfum á stuttum tíma verið að vinna með tveimur öðrum útgáfufyrirtækjum... þetta hefur verið svolítið eins og Runaway Bride. Höfum alltaf verið að trúlofa okkur en aldrei svo gifst,“ segir Rakel um forsögu þess að hljómsveitin gerði plötusamning við útgáfufyrirtækið. „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Fyrstu London tónleikarnir voru fyrir ári síðan og eftir það var bara búið að bóka okkur á hrúgu af fundum með alls konar umboðsskrifstofum og útgáfum. Við fórum á svo marga fundi að ég lærði að þetta er allt annar leikur í London en á Íslandi. Þetta er svona House of Cards. Það vilja allir hitta þig og bjóða þér eitthvað – en aldrei allan pakkann. Menn vildu bara geta sagt við yfirmenn sína að þeir hefðu hitt okkur. Þetta var brjáluð athygli en svo kemur alltaf að því að maður vill bara vinna með fólki sem maður treystir.“Reykjavíkur dætur hita upp.Vísir/ErnirÍslenskar kvennasveitir... já, takk!Annaðkvöld heldur Dream Wife útgáfutónleika á skemmtistaðnum Birthday‘s í Dalston í austurhluta London og er upphitunarsveitin ekki af verri endanum, sjálfar Reykjavíkurdætur. Íslenskar stúlkur munu því ráða ríkjum í stórborginni annað kvöld. Stemningin fyrir tónleikunum er það mikil að uppselt varð fyrir mánuði síðan. „Umboðsmaður okkar sá Reykjavíkurdætur á Airwaves og varð svona dolfallinn. Við buðum þeim að spila með okkur og svo bókaði hún tvenna aðra tónleika fyrir þær hér í borginni. Þær ætla svo að koma á svið með okkur í lokalaginu og svona. Þetta verður æðislegt“. Á EP01 er að finna fjögur lög. Þar á meðal dúettinn Everything sem Rakel syngur ásamt Karin úr hljómsveitinni Young Karin. Platan kemur aðeins út segulbandi og vínýl. „Það gefur enginn út á geisladisk lengur hér í London. Ekki einu sinni Kanye West,“ segir Rakel.
Airwaves Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira