Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 24-24 | Dramatískt jafntefli Guðmundur Tómas Sigfússon í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum skrifar 10. mars 2016 22:15 vísir/stefán Eyjamenn og Gróttumenn gerðu 24-24 jafntefli úti í Eyjum. Eyjamenn voru æfir yfir því að fá ekki vítakast í síðustu sókn leiksins þar sem Andri Heimir Friðriksson skaut að marki Gróttumanna. Heimamönnum fannst vera brotið á Andra Heimi í skotinu en slakir dómarar leiksins gáfu ekki neitt. Rétt eftir atvikið fékk Nökkvi Dan Elliðason boltann 14 metra frá markinu og lét vaða. Boltinn fór í netið en tíminn virtist hafa runnið út áður en boltinn fór inn fyrir línuna. Auk þess fékk Þráinn Orri Jónsson Gróttumaður að líta rauða spjaldið fyrir brot á Agnari Smára Jónssyni í uppbyggingu síðustu sóknar Eyjamanna. Hjá Gróttu vantaði Daða Laxdal Gautason en í liði ÍBV var Magnús Stefánsson fyrirliði fjarverandi. Auk þess gat Einar Sverrisson aðeins leikið í fyrri hálfleik sökum meiðsla. Gestirnir byrjuðu leikinn ótrúlega vel og leiddu 1-5 eftir sjö mínútna leik og virtust Eyjamenn ekki ráða við vörn gestanna. Andri Heimir Friðriksson var sá eini sem fann glufur á vörn Gróttumanna en hann skoraði fyrstu þrjú mörk Eyjamanna. Eyjamenn náðu að jafna leikinn í 5-5 og komust stuttu síðar tveimur mörkum yfir. Þá voru Gróttumenn meira að pirra sig á dómgæslunni í staðinn fyrir að spila leikinn. Þeim til málsbóta voru dómarar leiksins lélegir í dag. ÍBV hélt sinni tveggja marka forystu í þó nokkurn tíma en Stephen Nielsen virtist þá vera að komast í gang. Viggó Kristjánsson og Aron Dagur Pálsson áttu mjög slakan dag sóknarlega og gerðu samanlagt átta mörk úr 21 skoti. Eyjamenn skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks og það eina á fyrstu fimm mínútunum í seinni. Þá var komið að Júlíusi Þór Stefánssyni en hann skoraði næstu fjögur mörk Gróttumanna þegar þeir náðu að jafna leikinn. Mörkin komu á mikilvægum tímapunkti þar sem ÍBV hefði getað stungið af og ekkert virtist ganga upp í markaskorun hjá gestunum. Þetta hleypti lífi í gsetina sem komust yfir í stöðunni 15-16. Stuttu seinna gerði Kári Kristján Kristjánsson sitt fyrsta mark í leiknum þegar um korter var eftir. Ótrúlegt að svo góður línumaður fái fyrsta færið sitt í leiknum þegar 45 mínútur voru búnar. Kannski merki um það að leikmenn ÍBV væru ekki að finna Kára á línunni eða kannski að vörn gestanna hafi verið frábær. Liðin skiptust síðan á því að hafa forystuna en Gróttumenn leiddu í síðasta skiptið þegar átta mínútur voru eftir. Þá virtust Eyjamenn taka leikinn yfir og gerðu mörk í öllum regnbogans litum. Viggó Kristjánsson jafnaði fyrir gestina þegar 11 sekúndur voru eftir af leiknum eftir að hann leysti inn á línuna. Eyjamenn tóku leikhlé og höfðu eina sókn til þess að klára leikinn. Mikið gekk á í sókninni eins og stendur hér ofar en til að taka þetta saman má segja þetta. Eyjamenn tóku kerfi þar sem Agnar Smári fékk boltann úti á velli, hann gaf boltann áfram á Nökkva Dan Elliðason. Á sömu sekúndu og Agnar losaði boltann, tók Þráinn Orri Jónsson hann úr leiknum, með mjög þungu broti. Nökkvi kom boltanum á Andra Heimi sem fór í gegn. Andri náði skoti á markið en þá virtist vera brotið á honum og vildu Eyjamenn fá vítakast. Boltinn skaust út af slánni eftir vörslu Lárusar og þaðað á Nökkva Dan. Nökkvi náði skoti á markið og skoraði en tíminn virtist vera runninn út áður en boltinn fór inn fyrir línuna. Eftir leik var langur fundur slakra dómara leiksins sem komust að þeirri niðurstöðu að markið stæði ekki, sem var hárrétt. Það sem Eyjamenn voru þó æfir yfir var það að Andri Heimir hafi ekki fengið vítakast. Þráinn fékk einnig rautt spjald fyrir brotið á Agnari, en maður spyr sig hvort dómararnir hefðu ekki átt að stoppa leikinn þá. Þegar Þráinn braut á Agnari voru um sjö sekúndur eftir sem Eyjamenn hefðu líklega getað nýtt einum manni fleiri, mögulega tveimur ef markverðinum hefði verið skipt útaf. Stigið gerir liðunum samt helling, ÍBV jafnar Aftureldingu að stigum í 3. sæti deildarinnar og Gróttumenn jafna Fram að stigum í 5. sætinu.Gunnar: Mér fannst þetta ekki vera víti „Fyrstu viðbrögð eru góð. Við tökum stig og erum sáttir,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttumanna, eftir jafntefli gegn ÍBV úti í Eyjum. Í leikjum hjá Gróttu koma oft kaflar þar sem liðið er að spila ömurlega og fær á sig nokkur mörk í röð. Hefur Gunnar einhverja skýringu á þessu? „Í dag var það þannig að við nýttum yfirtöluna skelfilega. Ég held að við höfum ekki skorað eitt einasta mark í yfirtölu. Það er áhyggjuefni, við höfum lent í þessu áður í vetur og þetta er ekki að virka vel.“ Gróttumönnum var slátrað á heimavelli í síðustu umferð þegar ÍR-ingar komu í heimsókn, Gunnar er ánægður með hvernig liðið svaraði þeirri frammistöðu í dag. „Eftir síðustu frammistöðu á móti ÍR er ég rosalega stoltur af liðinu að hafa komið svona til baka. Þetta var virkilega flott liðsheild og varnarlega var ég gríðarlega ánægður. Okkur vantaði Daða Laxdal (Gautason) en aðrir stigu upp og við erum sáttir við stigið.“ Hvernig sér Gunnar atvikin á lokasekúndunum? „Það voru tíu sekúndur eftir og þeir koma og reyna að skora. Þeir skipta markmanninum útaf, þetta var allavega ekki mark, tíminn var búinn. Það er alveg 100 prósent og svo eru menn bara í baráttu og mér fannst þetta ekki vera víti.“ Gróttumenn máttu helst ekki tapa þessum leik því að ÍBV hefði komist nokkuð langt fram úr þeim með sigri. „Ég er sáttur við stigið en auðvitað hefðum við viljað vinna eins og síðast þegar við komum hingað en ég er sáttur við stigið. Þetta er búið að vera erfitt, þetta bikardæmi hefur truflað okkur og ég er ánægður að við séum komnir á skrið aftur í deildinni.“Arnar Pétursson: Vildi fá vítakast í lokin „Nei, ég er ekki fullkomlega ánægður með stigið. Við ætluðum okkur klárlega meira en við fengum eitt stig og verðum að sætta okkur við það,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, um stigið sem hans menn fengu í kvöld gegn Gróttu. ÍBV byrjaði leikinn alveg hræðilega en komst síðan fljótt aftur inn í leikinn og tók yfirhöndina. „Það virðist vera einhver lenska hjá okkur að byrja illa og gefa hinum liðunum einhverja forgjöf. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga, við höfum klárlega ekki efni á þessu eins og sýndi sig í dag.“ „Við vorum í basli með þá sóknarlega allan leikinn. Ég veit ekki hvað við erum með af ruðningum, töpuðum boltum og röngum ákvörðunum. Þeir eru að spila okkar vörn og við klárlega féllum á því prófi í dag að leysa hana.“ „Við þurfum að fara aðeins yfir það, það er búið að vera stígandi í þessu, við erum búnir að vera góðir og á flottu róli. Þetta er trappa í stað allavega, við erum ekki að stíga upp og það er svekkjandi.“ „Mér fannst við spila okkur í gott færi. Ég var ósáttastur við að Andri fékk gott færi í lokin, þar sem hann er hindraður. Mér fannst við ættum að fá víti þar ég skal vera alveg hreinskilinn.“ „Við þurfum að skoða það áður en ég fer að gera einhver læti úr því.“ Það var ljóst á liðunum að þau vildu alls ekki tapa leiknum, sem er í raun ekkert skrýtið í íþróttum, en mikil harka var í leiknum og ætlaði enginn að gefa eftir. „Grótta er búið að spila hörkubolta, þeir eru skynsamir og að standa sig mjög vel. Við höfum verið að stíga og áttum von á svona hörkuleik í dag sem varð raunin.“ „Við missum Einar út í fyrri hálfleik, tókum ákveðna sénsa því að hann vildi prufa en var ekki klár. Maggi var heldur ekki með okkur og það munaði um það í dag.“ Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Eyjamenn og Gróttumenn gerðu 24-24 jafntefli úti í Eyjum. Eyjamenn voru æfir yfir því að fá ekki vítakast í síðustu sókn leiksins þar sem Andri Heimir Friðriksson skaut að marki Gróttumanna. Heimamönnum fannst vera brotið á Andra Heimi í skotinu en slakir dómarar leiksins gáfu ekki neitt. Rétt eftir atvikið fékk Nökkvi Dan Elliðason boltann 14 metra frá markinu og lét vaða. Boltinn fór í netið en tíminn virtist hafa runnið út áður en boltinn fór inn fyrir línuna. Auk þess fékk Þráinn Orri Jónsson Gróttumaður að líta rauða spjaldið fyrir brot á Agnari Smára Jónssyni í uppbyggingu síðustu sóknar Eyjamanna. Hjá Gróttu vantaði Daða Laxdal Gautason en í liði ÍBV var Magnús Stefánsson fyrirliði fjarverandi. Auk þess gat Einar Sverrisson aðeins leikið í fyrri hálfleik sökum meiðsla. Gestirnir byrjuðu leikinn ótrúlega vel og leiddu 1-5 eftir sjö mínútna leik og virtust Eyjamenn ekki ráða við vörn gestanna. Andri Heimir Friðriksson var sá eini sem fann glufur á vörn Gróttumanna en hann skoraði fyrstu þrjú mörk Eyjamanna. Eyjamenn náðu að jafna leikinn í 5-5 og komust stuttu síðar tveimur mörkum yfir. Þá voru Gróttumenn meira að pirra sig á dómgæslunni í staðinn fyrir að spila leikinn. Þeim til málsbóta voru dómarar leiksins lélegir í dag. ÍBV hélt sinni tveggja marka forystu í þó nokkurn tíma en Stephen Nielsen virtist þá vera að komast í gang. Viggó Kristjánsson og Aron Dagur Pálsson áttu mjög slakan dag sóknarlega og gerðu samanlagt átta mörk úr 21 skoti. Eyjamenn skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks og það eina á fyrstu fimm mínútunum í seinni. Þá var komið að Júlíusi Þór Stefánssyni en hann skoraði næstu fjögur mörk Gróttumanna þegar þeir náðu að jafna leikinn. Mörkin komu á mikilvægum tímapunkti þar sem ÍBV hefði getað stungið af og ekkert virtist ganga upp í markaskorun hjá gestunum. Þetta hleypti lífi í gsetina sem komust yfir í stöðunni 15-16. Stuttu seinna gerði Kári Kristján Kristjánsson sitt fyrsta mark í leiknum þegar um korter var eftir. Ótrúlegt að svo góður línumaður fái fyrsta færið sitt í leiknum þegar 45 mínútur voru búnar. Kannski merki um það að leikmenn ÍBV væru ekki að finna Kára á línunni eða kannski að vörn gestanna hafi verið frábær. Liðin skiptust síðan á því að hafa forystuna en Gróttumenn leiddu í síðasta skiptið þegar átta mínútur voru eftir. Þá virtust Eyjamenn taka leikinn yfir og gerðu mörk í öllum regnbogans litum. Viggó Kristjánsson jafnaði fyrir gestina þegar 11 sekúndur voru eftir af leiknum eftir að hann leysti inn á línuna. Eyjamenn tóku leikhlé og höfðu eina sókn til þess að klára leikinn. Mikið gekk á í sókninni eins og stendur hér ofar en til að taka þetta saman má segja þetta. Eyjamenn tóku kerfi þar sem Agnar Smári fékk boltann úti á velli, hann gaf boltann áfram á Nökkva Dan Elliðason. Á sömu sekúndu og Agnar losaði boltann, tók Þráinn Orri Jónsson hann úr leiknum, með mjög þungu broti. Nökkvi kom boltanum á Andra Heimi sem fór í gegn. Andri náði skoti á markið en þá virtist vera brotið á honum og vildu Eyjamenn fá vítakast. Boltinn skaust út af slánni eftir vörslu Lárusar og þaðað á Nökkva Dan. Nökkvi náði skoti á markið og skoraði en tíminn virtist vera runninn út áður en boltinn fór inn fyrir línuna. Eftir leik var langur fundur slakra dómara leiksins sem komust að þeirri niðurstöðu að markið stæði ekki, sem var hárrétt. Það sem Eyjamenn voru þó æfir yfir var það að Andri Heimir hafi ekki fengið vítakast. Þráinn fékk einnig rautt spjald fyrir brotið á Agnari, en maður spyr sig hvort dómararnir hefðu ekki átt að stoppa leikinn þá. Þegar Þráinn braut á Agnari voru um sjö sekúndur eftir sem Eyjamenn hefðu líklega getað nýtt einum manni fleiri, mögulega tveimur ef markverðinum hefði verið skipt útaf. Stigið gerir liðunum samt helling, ÍBV jafnar Aftureldingu að stigum í 3. sæti deildarinnar og Gróttumenn jafna Fram að stigum í 5. sætinu.Gunnar: Mér fannst þetta ekki vera víti „Fyrstu viðbrögð eru góð. Við tökum stig og erum sáttir,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttumanna, eftir jafntefli gegn ÍBV úti í Eyjum. Í leikjum hjá Gróttu koma oft kaflar þar sem liðið er að spila ömurlega og fær á sig nokkur mörk í röð. Hefur Gunnar einhverja skýringu á þessu? „Í dag var það þannig að við nýttum yfirtöluna skelfilega. Ég held að við höfum ekki skorað eitt einasta mark í yfirtölu. Það er áhyggjuefni, við höfum lent í þessu áður í vetur og þetta er ekki að virka vel.“ Gróttumönnum var slátrað á heimavelli í síðustu umferð þegar ÍR-ingar komu í heimsókn, Gunnar er ánægður með hvernig liðið svaraði þeirri frammistöðu í dag. „Eftir síðustu frammistöðu á móti ÍR er ég rosalega stoltur af liðinu að hafa komið svona til baka. Þetta var virkilega flott liðsheild og varnarlega var ég gríðarlega ánægður. Okkur vantaði Daða Laxdal (Gautason) en aðrir stigu upp og við erum sáttir við stigið.“ Hvernig sér Gunnar atvikin á lokasekúndunum? „Það voru tíu sekúndur eftir og þeir koma og reyna að skora. Þeir skipta markmanninum útaf, þetta var allavega ekki mark, tíminn var búinn. Það er alveg 100 prósent og svo eru menn bara í baráttu og mér fannst þetta ekki vera víti.“ Gróttumenn máttu helst ekki tapa þessum leik því að ÍBV hefði komist nokkuð langt fram úr þeim með sigri. „Ég er sáttur við stigið en auðvitað hefðum við viljað vinna eins og síðast þegar við komum hingað en ég er sáttur við stigið. Þetta er búið að vera erfitt, þetta bikardæmi hefur truflað okkur og ég er ánægður að við séum komnir á skrið aftur í deildinni.“Arnar Pétursson: Vildi fá vítakast í lokin „Nei, ég er ekki fullkomlega ánægður með stigið. Við ætluðum okkur klárlega meira en við fengum eitt stig og verðum að sætta okkur við það,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, um stigið sem hans menn fengu í kvöld gegn Gróttu. ÍBV byrjaði leikinn alveg hræðilega en komst síðan fljótt aftur inn í leikinn og tók yfirhöndina. „Það virðist vera einhver lenska hjá okkur að byrja illa og gefa hinum liðunum einhverja forgjöf. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga, við höfum klárlega ekki efni á þessu eins og sýndi sig í dag.“ „Við vorum í basli með þá sóknarlega allan leikinn. Ég veit ekki hvað við erum með af ruðningum, töpuðum boltum og röngum ákvörðunum. Þeir eru að spila okkar vörn og við klárlega féllum á því prófi í dag að leysa hana.“ „Við þurfum að fara aðeins yfir það, það er búið að vera stígandi í þessu, við erum búnir að vera góðir og á flottu róli. Þetta er trappa í stað allavega, við erum ekki að stíga upp og það er svekkjandi.“ „Mér fannst við spila okkur í gott færi. Ég var ósáttastur við að Andri fékk gott færi í lokin, þar sem hann er hindraður. Mér fannst við ættum að fá víti þar ég skal vera alveg hreinskilinn.“ „Við þurfum að skoða það áður en ég fer að gera einhver læti úr því.“ Það var ljóst á liðunum að þau vildu alls ekki tapa leiknum, sem er í raun ekkert skrýtið í íþróttum, en mikil harka var í leiknum og ætlaði enginn að gefa eftir. „Grótta er búið að spila hörkubolta, þeir eru skynsamir og að standa sig mjög vel. Við höfum verið að stíga og áttum von á svona hörkuleik í dag sem varð raunin.“ „Við missum Einar út í fyrri hálfleik, tókum ákveðna sénsa því að hann vildi prufa en var ekki klár. Maggi var heldur ekki með okkur og það munaði um það í dag.“
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira