Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2016 19:43 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa fyrir tíu árum keypt 40 m.kr þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskiptafélaga minn um kaup á fasteign í Dubai. Hann taldi félagið, Falson & Co, vera skráð í Lúxemborg en það var í raun skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Félagið var afskráð fyrir nokkrum árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bjarna, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórn voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Komið hefur fram að Bjarni er einn þeirra ásamt Sigmundi Davíði Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumBjarni segir að gert hafi verið grein fyrir þessum viðskiptum gagnvart íslenskum skattayfirvöldum. Í Kastljósi þann 11. febrúar 2015 svaraði Bjarni því neitandi aðspurður að því hvort að hann ætti eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Segir Bjarni að hann hafi gefið það svar samkvæmt sinni bestu vitund. „Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði. Ég vil eins og aðrir hafa það sem sannara reynist og þykir þetta miður, en vil jafnframt ítreka að þessi viðskipti mín voru ekki í skattaskjóli, enda gefin upp á Íslandi,“ segir Bjarni. Segir Bjarni að ábending frá erlendum blaðamanni hafi orðið til þess að hann hafi komist að því að félagið var í raun ekki skráð í Lúxemborg heldur á Seychelles-eyjum. Tilgangur félagsins var að sögn Bjarna að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að eigendur Falson & Co tóku ekki við henni. Gengið var frá kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Þá segir Bjarni að félagið hafi engar tekjur haft, ekkert skuldað og ekki tekið lán né átt aðrar eignir. Í lok yfirlýsingar sinnar segir Bjarni að allir eigi að skila sínu til rekstur samfélagsins. „Í þessum efnum tel ég rétt að fylgja einfaldri reglu. Það eiga allir að skila sínu til sameiginlegs rekstrar samfélagsins. Langflestir fylgja þessari sjálfsögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, sem fara á svig við lög og reglur og vilja fá frítt far með samborgurum sínum sem halda uppi lífsgæðunum á Íslandi.“Yfirlýsing Bjarna í heild sinni:Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 milljónir króna þriðjungshlut...Posted by Bjarni Benediktsson on Tuesday, 29 March 2016Seychelles-eyjar eru staðsettar í Indlandshafi. Seychelleseyjar Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa fyrir tíu árum keypt 40 m.kr þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskiptafélaga minn um kaup á fasteign í Dubai. Hann taldi félagið, Falson & Co, vera skráð í Lúxemborg en það var í raun skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Félagið var afskráð fyrir nokkrum árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bjarna, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórn voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Komið hefur fram að Bjarni er einn þeirra ásamt Sigmundi Davíði Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumBjarni segir að gert hafi verið grein fyrir þessum viðskiptum gagnvart íslenskum skattayfirvöldum. Í Kastljósi þann 11. febrúar 2015 svaraði Bjarni því neitandi aðspurður að því hvort að hann ætti eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Segir Bjarni að hann hafi gefið það svar samkvæmt sinni bestu vitund. „Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði. Ég vil eins og aðrir hafa það sem sannara reynist og þykir þetta miður, en vil jafnframt ítreka að þessi viðskipti mín voru ekki í skattaskjóli, enda gefin upp á Íslandi,“ segir Bjarni. Segir Bjarni að ábending frá erlendum blaðamanni hafi orðið til þess að hann hafi komist að því að félagið var í raun ekki skráð í Lúxemborg heldur á Seychelles-eyjum. Tilgangur félagsins var að sögn Bjarna að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að eigendur Falson & Co tóku ekki við henni. Gengið var frá kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Þá segir Bjarni að félagið hafi engar tekjur haft, ekkert skuldað og ekki tekið lán né átt aðrar eignir. Í lok yfirlýsingar sinnar segir Bjarni að allir eigi að skila sínu til rekstur samfélagsins. „Í þessum efnum tel ég rétt að fylgja einfaldri reglu. Það eiga allir að skila sínu til sameiginlegs rekstrar samfélagsins. Langflestir fylgja þessari sjálfsögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, sem fara á svig við lög og reglur og vilja fá frítt far með samborgurum sínum sem halda uppi lífsgæðunum á Íslandi.“Yfirlýsing Bjarna í heild sinni:Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 milljónir króna þriðjungshlut...Posted by Bjarni Benediktsson on Tuesday, 29 March 2016Seychelles-eyjar eru staðsettar í Indlandshafi.
Seychelleseyjar Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08