Kobe Bryant heitir því að spila alla leikina sem eru eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2016 22:15 Kobe Bryant. Vísir/Getty Ferill Kobe Bryant er brátt á enda. Það eru bara þrjár vikur eftir af tuttugasta og síðasta NBA-tímabili þessarar miklu körfuboltagoðsagnar og hinn 37 ára gamli leikmaður ætlar sér að spila alla leikina sem eftir eru. Endaspretturinn byrjaði þó ekki vel því í nótt tapaði Los Angeles Lakers með 48 stigum á móti Utah Jazz og hefur Kobe Bryant aldrei tapað stærra á ferlinum. Kobe Bryant hefur misst af fullt af leikjum á þessum tímabili til að spara skrokkinn fyrir lokaátökin en leikurinn á móti Utah Jazz var hans fjórtándi í röð. Bryant náði reyndar aðeins að skora 5 stig á tæpum 28 mínútum og hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum. „Já ég mun spila alla leikina sem eru eftir nema ef eitthvað ófyrirséð gerist. Guð forði okkur frá því," sagði Kobe Bryant. „Það er sérstakt að hugsa til þess að ég eigi svona fáa leiki eftir," sagði Kobe sem ætlar sér að hætta á eigi forsendum en ekki haltra útaf eins og á síðustu tímabilum á undan. Hann er að spila fyrir lélegasta liðið í Vesturdeildinni og er búinn að klikka á 64 prósent skota sinna á tímabilinu en það er óvenju mikill áhugi á leikjunum enda hver að verða síðastur að sjá Kobe inn á körfuboltavellinum. Kobe Bryant fékk 80 milljón dollara frá Los Angeles Lakers fyrir síðustu þrjú tímabilin sín og meiðsli sáu til þess að hann getur mest spilað 107 af 246 mögulegum leikjum á þeim. Hann hefur alls misst af sextán leikjum á síðasta tímabili sínu þar á meðal einhverjum heimaleikjum sínum. Hann ætlar hinsvegar að klára síðustu átta leikina og spila allt til 13. apríl þegar sá síðasti fór fram. Fram að því mun Lakers-liðið spila við Miami, Boston, LA Clippers tvö kvöld í röð, New Orleans, Houston og Oklahoma City. Lokaleikur Kobe Byrant verður á móti Utah Jazz í Staples Center miðvikudagskvöldið 13. apríl og það ætti að vera hægt að bóka það að Kobe Bryant ætlar ekki að enda ferilinn á öðru risatapi. NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Ferill Kobe Bryant er brátt á enda. Það eru bara þrjár vikur eftir af tuttugasta og síðasta NBA-tímabili þessarar miklu körfuboltagoðsagnar og hinn 37 ára gamli leikmaður ætlar sér að spila alla leikina sem eftir eru. Endaspretturinn byrjaði þó ekki vel því í nótt tapaði Los Angeles Lakers með 48 stigum á móti Utah Jazz og hefur Kobe Bryant aldrei tapað stærra á ferlinum. Kobe Bryant hefur misst af fullt af leikjum á þessum tímabili til að spara skrokkinn fyrir lokaátökin en leikurinn á móti Utah Jazz var hans fjórtándi í röð. Bryant náði reyndar aðeins að skora 5 stig á tæpum 28 mínútum og hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum. „Já ég mun spila alla leikina sem eru eftir nema ef eitthvað ófyrirséð gerist. Guð forði okkur frá því," sagði Kobe Bryant. „Það er sérstakt að hugsa til þess að ég eigi svona fáa leiki eftir," sagði Kobe sem ætlar sér að hætta á eigi forsendum en ekki haltra útaf eins og á síðustu tímabilum á undan. Hann er að spila fyrir lélegasta liðið í Vesturdeildinni og er búinn að klikka á 64 prósent skota sinna á tímabilinu en það er óvenju mikill áhugi á leikjunum enda hver að verða síðastur að sjá Kobe inn á körfuboltavellinum. Kobe Bryant fékk 80 milljón dollara frá Los Angeles Lakers fyrir síðustu þrjú tímabilin sín og meiðsli sáu til þess að hann getur mest spilað 107 af 246 mögulegum leikjum á þeim. Hann hefur alls misst af sextán leikjum á síðasta tímabili sínu þar á meðal einhverjum heimaleikjum sínum. Hann ætlar hinsvegar að klára síðustu átta leikina og spila allt til 13. apríl þegar sá síðasti fór fram. Fram að því mun Lakers-liðið spila við Miami, Boston, LA Clippers tvö kvöld í röð, New Orleans, Houston og Oklahoma City. Lokaleikur Kobe Byrant verður á móti Utah Jazz í Staples Center miðvikudagskvöldið 13. apríl og það ætti að vera hægt að bóka það að Kobe Bryant ætlar ekki að enda ferilinn á öðru risatapi.
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira