Einn kosningastjóra Trump hættir: „Trump hugsar eingöngu um Trump“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 08:30 Donald Trump lætur þetta eflaust ekki á sig fá. vísir/epa Einn helsti stjórnandi kosningabaráttu Donald Trump hefur látið af störfum. Kornið sem fyllti mælinn var tíst forsetaframbjóðandans um að „aðeins hann gæti lagað“ ástandið í Pakistan. Tístið kom í kjölfar hryðjuverkaárásar þar sem sjötíu létu lífið og hátt í 300 særðust. „Ekki einu sinni nánustu samstarfsmenn Trump áttu von á að honum myndi vegna svo vel,“ skrifar Stephanie Cegielski í upphafi pistils þar sem hún útskýrir hví hún sagði skilið við Trump. Sem stendur er Trump í bílstjórasætinu í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblíkana flokksins. Hann hefur hlotið 755 kjörmenn af þeim 1.237 sem þarf til að hljóta útnefningu. Næsti maður, Ted Cruz, hefur 465 kjörmenn. Hún segir að í upphafi hafi markmiðið verið að Trump næði tveggja stafa fylgi og myndi lenda í öðru sæti í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Framboð hans væri til að mótmæla framboðum sem væru háð utanaðkomandi fjármagni og sem væru uppfull af neikvæðni. „Það leið ekki að löngu þar til að ég vaknaði hvern dag við að síminn hringdi og ég hristi höfuðið yfir einhverju sem Trump sagði kvöldið áður. Ég hef verið í pólitík nógu lengi til að vita að andstæðingar þínir munu grípa hvert tækifæri til að skíta andstæðing sinn út,“ segir Cegielski. En hið ótrúlega gerðist. Með hverju svari þá bætti Trump við sig fylgi í könnunum. Í hvert skipti sem hún hélt að framboðið væri dautt þá óx því ásmegin. „Ég held að ekki einu sinni Trump hafi búist við því að komast svona langt og ég held að hann hafi ekki langað það. Hann er vafalaust hvorki nægilega undirbúinn eða með réttu tólin til að verða forseti en nú hefu egóið hans tekið yfir. Ekkert annað skiptir máli.“ Trump hafi aldrei ætlað sér að verða valkostur Repúblikana en stolt hans er of mikið til að geta hætt núna. Cegielski telur að Trump hafi sótt fylgi sitt til hins hljóða og reiða minnihluta. „Við erum öll reið og það með réttu. En Trump er ekki okkar riddari á hvíta hestinum. Trump hugsar eingöngu um Trump. Hann myndi stinga hvert okkar í bakið ef það þýddi að hann fengi sent fyrir,“ skrifar hún. Hægt er að lesa uppsagnarbréf Cegielski í heild sinni með því að smella hér. Donald Trump Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Einn helsti stjórnandi kosningabaráttu Donald Trump hefur látið af störfum. Kornið sem fyllti mælinn var tíst forsetaframbjóðandans um að „aðeins hann gæti lagað“ ástandið í Pakistan. Tístið kom í kjölfar hryðjuverkaárásar þar sem sjötíu létu lífið og hátt í 300 særðust. „Ekki einu sinni nánustu samstarfsmenn Trump áttu von á að honum myndi vegna svo vel,“ skrifar Stephanie Cegielski í upphafi pistils þar sem hún útskýrir hví hún sagði skilið við Trump. Sem stendur er Trump í bílstjórasætinu í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblíkana flokksins. Hann hefur hlotið 755 kjörmenn af þeim 1.237 sem þarf til að hljóta útnefningu. Næsti maður, Ted Cruz, hefur 465 kjörmenn. Hún segir að í upphafi hafi markmiðið verið að Trump næði tveggja stafa fylgi og myndi lenda í öðru sæti í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Framboð hans væri til að mótmæla framboðum sem væru háð utanaðkomandi fjármagni og sem væru uppfull af neikvæðni. „Það leið ekki að löngu þar til að ég vaknaði hvern dag við að síminn hringdi og ég hristi höfuðið yfir einhverju sem Trump sagði kvöldið áður. Ég hef verið í pólitík nógu lengi til að vita að andstæðingar þínir munu grípa hvert tækifæri til að skíta andstæðing sinn út,“ segir Cegielski. En hið ótrúlega gerðist. Með hverju svari þá bætti Trump við sig fylgi í könnunum. Í hvert skipti sem hún hélt að framboðið væri dautt þá óx því ásmegin. „Ég held að ekki einu sinni Trump hafi búist við því að komast svona langt og ég held að hann hafi ekki langað það. Hann er vafalaust hvorki nægilega undirbúinn eða með réttu tólin til að verða forseti en nú hefu egóið hans tekið yfir. Ekkert annað skiptir máli.“ Trump hafi aldrei ætlað sér að verða valkostur Repúblikana en stolt hans er of mikið til að geta hætt núna. Cegielski telur að Trump hafi sótt fylgi sitt til hins hljóða og reiða minnihluta. „Við erum öll reið og það með réttu. En Trump er ekki okkar riddari á hvíta hestinum. Trump hugsar eingöngu um Trump. Hann myndi stinga hvert okkar í bakið ef það þýddi að hann fengi sent fyrir,“ skrifar hún. Hægt er að lesa uppsagnarbréf Cegielski í heild sinni með því að smella hér.
Donald Trump Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira