Pöndur í baði og brennandi Trump Birta Björnsdóttir skrifar 27. mars 2016 20:30 Frans páfi fordæmdi hryðjuverk og stöðu flóttamanna í heiminum í árlegu páskaávarpi sínu í dag. Í Mexíkó var lagður eldur að eftirmynd Donalds Trump. Birta Björnsdóttir skoðaði hvað nokkrir jarðarbúar höfðu fyrir stafni á páskasunnudag. Páfinn gerði stöðu flóttamanna í heiminum að umtalsefni í árlegu páskaávarpi sem hann flutti fyrir troðfullu Péturstorginu í Róm. „Of oft er bræðrum okkar og systrum mætt með dauða og höfnun af fólki sem ætti að taka þeim fagnandi og bjóða þeim aðstoð,“ sagði páfinn. Og pólitísk ádeila var víðar þennan páskasunnudag. Í Mexíkó sáu einhverjir tilefni til að leggja eld að eftirmynd forsetaframbjóðandans umdeilda Donalds Trump. „Þetta er leið til að hefna sín á þeim sem manni finnst eiga það skilið á páskasunnudag. Að ná fram hefndum á fólki sem hefur skaðað mann eða svikið,“ sagði Miguel Angel Tinoco, íbúi í Mexíkóborg. „Í þetta sinn völdum við Donald Trump því við erum orðin langþreytt á vitleysunni sem hann lætur útúr sér. Ég vona sannarlega að hann verði ekki kjörinn forseti.“ Í þorpinu Horhausen í Þýskalandi reyndu áhugasamir með sér í páskaeggjakasti í dag. Þetta er árleg hefð þar á bæ og fer fram hvernig sem viðrar. Páskaeggjunum er síðar safnað saman og þau borðuð með bestu lyst. Nema þau sem brotna í þúsund mola. Þau eru skilin eftir fyrir fuglana. Sami sóðaskapur var hreint ekki uppi á tengingum hjá pöndunni Tian Tian sem brá sér í páskabaðið í dýragarðinum í Washington í Bandaríkjunum í dag. Pöndur baða sig víst ekki að staðaldri en samkvæmt upplýsingum frá dýragarðinum finnst Tian Tian gaman að leika sér í vatni á fengitímanum. Á meðan pabbi gamli baðaði sig lúrði sonur hans Bei Bei í búri sínu. Ekki fylgdi sögunni hvort þeir feðgar fengu páskaegg í ár. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá nánar hvað þessir jarðarbúar höfðu fyrir stafni þennan páskasunnudag. Donald Trump Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Frans páfi fordæmdi hryðjuverk og stöðu flóttamanna í heiminum í árlegu páskaávarpi sínu í dag. Í Mexíkó var lagður eldur að eftirmynd Donalds Trump. Birta Björnsdóttir skoðaði hvað nokkrir jarðarbúar höfðu fyrir stafni á páskasunnudag. Páfinn gerði stöðu flóttamanna í heiminum að umtalsefni í árlegu páskaávarpi sem hann flutti fyrir troðfullu Péturstorginu í Róm. „Of oft er bræðrum okkar og systrum mætt með dauða og höfnun af fólki sem ætti að taka þeim fagnandi og bjóða þeim aðstoð,“ sagði páfinn. Og pólitísk ádeila var víðar þennan páskasunnudag. Í Mexíkó sáu einhverjir tilefni til að leggja eld að eftirmynd forsetaframbjóðandans umdeilda Donalds Trump. „Þetta er leið til að hefna sín á þeim sem manni finnst eiga það skilið á páskasunnudag. Að ná fram hefndum á fólki sem hefur skaðað mann eða svikið,“ sagði Miguel Angel Tinoco, íbúi í Mexíkóborg. „Í þetta sinn völdum við Donald Trump því við erum orðin langþreytt á vitleysunni sem hann lætur útúr sér. Ég vona sannarlega að hann verði ekki kjörinn forseti.“ Í þorpinu Horhausen í Þýskalandi reyndu áhugasamir með sér í páskaeggjakasti í dag. Þetta er árleg hefð þar á bæ og fer fram hvernig sem viðrar. Páskaeggjunum er síðar safnað saman og þau borðuð með bestu lyst. Nema þau sem brotna í þúsund mola. Þau eru skilin eftir fyrir fuglana. Sami sóðaskapur var hreint ekki uppi á tengingum hjá pöndunni Tian Tian sem brá sér í páskabaðið í dýragarðinum í Washington í Bandaríkjunum í dag. Pöndur baða sig víst ekki að staðaldri en samkvæmt upplýsingum frá dýragarðinum finnst Tian Tian gaman að leika sér í vatni á fengitímanum. Á meðan pabbi gamli baðaði sig lúrði sonur hans Bei Bei í búri sínu. Ekki fylgdi sögunni hvort þeir feðgar fengu páskaegg í ár. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá nánar hvað þessir jarðarbúar höfðu fyrir stafni þennan páskasunnudag.
Donald Trump Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira