
Búið er að nafngreina hinn árásarmanninn, en hann hét Brahim el-Bakroui. Ekki er búið að bera kennsl á þann sem sprengdi sig í loft upp á Malbeek-lestarstöðinni.
Þá var einn handtekinn í umfangsmikilli aðgerð belgísku lögreglunnar á lestarstöð í höfuðborginni í dag. Sá var með grunsamlegan bakpoka og neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu sem hóf skothríð og særði manninn. Sprengjusveit belgíska hersins var kölluð út til að rannsaka bakpokann. Sjónarvottar segja að hann hafi verið vopnaður vélbyssu en ekki liggur fyrir hvort hann tengist árásunum á þriðjudag.