NBA: James stigalaus í fjórða leikhluta og leikur Cleveland hrundi | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 10:00 LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers sýndu enn á ný veikleikamerki í tapi á móti Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Russell Westbrook fékk ekki að spila í lokaleikhlutanum og náði því ekki þrennu í fjórða leiknum í röð. Þetta var gott kvöld fyrir New York liðin því Knicks vann líka sinn leik og einnig nýliðann Myles Turner hjá Indiana sem hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stórleik.Brook Lopez skoraði 22 stig og þar á meðal fimm síðustu stigin þegar Brooklyn Nets vann 104-95 sigur á Cleveland Cavaliers. Miðherjinn var einnig með 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Shane Larkin kom aftur inn í byrjunarliðið og var með 16 stig og 7 stoðsendingar. LeBron James var kominn með 30 stig eftir þrjá leikhluta þar sem hann hitti úr 13 af fyrstu 14 skotum sínum. James klikkaði aftur á móti á báðum skotum sínum í fjórða leikhlutanum og var þá stigalaus. Brooklyn-liðið vann leikhlutann 24-12 og þar með leikinn með níu stigum. Leikur Cleveland Cavaliers hrundi algjörlega í lokin þegar náði 14-0 spretti á síðustu sex mínútunum og tryggði sér sigurinn. Cavaliers-liðið var fyrir leikinn búið að vinna 32 fleiri leiki en Brooklyn á tímabilinu. Kyrie Irving (13 stig) og Kevin Love (11 stig og 12 fráköst) voru næstir James í stigaskorun en þeir þurftu 36 skot til þess að skora þessi 24 stig sín og voru saman 1 af 13 fyrir utan þriggja stiga línuna.Kevin Durant var með 20 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann öruggan 113-91 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var sjötti sigur Oklahoma City í röð. Russell Westbrook átti möguleika á að ná þrennu í fjórða leiknum í röð en fékk ekkert að spila í fjórða leikhluta þegar Thunder-liðið var komið með örugga forystu. Westbrook var með 15 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst í fyrstu þremur leikhlutanum og því kominn í færi við enn eina þrennuna.Carmelo Anthony skoraði 26 stig og nýliðinn Kristaps Porzingis var með 19 stig þegar New York Knicks vann 106-94 sigur á Chicago Bulls en Knicks vann því báða leiki liðanna á tímabilinu. Derrick Rose skoraði 30 stig fyrir Chicago sem er nú í hættu á að komast ekki í úrslitakeppnina.Myles Turner var með 24 stig og 16 fráköst á tuttugu ára afmælisdeginum sínum þegar lið hans Indiana Pacers vann 92-84 heimasigur á New Orleans Pelicans. Þetta var annar sigur Indiana í röð en liðið missti Paul George af velli meiddan í þriðja leikhlutanum. J.J. Redick skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út þegar Los Angeles Clippers vann 96-94 sigur á Portland Trail Blazers. Clippers átti innskast 1,1 sekúndu fyrir leikslok, Chris Paul fann Redick sem náði að skora rétt inann þriggja stiga línuna. Chris Paul og Jamal Crawford voru stigahæstir hjá Clippers-liðinu með 25 stig hvor en bætti við 12 stigum og 13 fráköstum. Damian Lillard var með 18 stig fyrir Portland sem hefur verið að gefa eftir að undanförnu en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu tólf leikjum. Lillard var einnig með átta stoðsendingar en hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New Orleans Pelicans 92-84 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 104-95 New York Knicks - Chicago Bulls 106-94 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 113-91 Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 96-94Staðan í NBA-deildinni eftir leiki næturinnar. NBA Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers sýndu enn á ný veikleikamerki í tapi á móti Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Russell Westbrook fékk ekki að spila í lokaleikhlutanum og náði því ekki þrennu í fjórða leiknum í röð. Þetta var gott kvöld fyrir New York liðin því Knicks vann líka sinn leik og einnig nýliðann Myles Turner hjá Indiana sem hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stórleik.Brook Lopez skoraði 22 stig og þar á meðal fimm síðustu stigin þegar Brooklyn Nets vann 104-95 sigur á Cleveland Cavaliers. Miðherjinn var einnig með 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Shane Larkin kom aftur inn í byrjunarliðið og var með 16 stig og 7 stoðsendingar. LeBron James var kominn með 30 stig eftir þrjá leikhluta þar sem hann hitti úr 13 af fyrstu 14 skotum sínum. James klikkaði aftur á móti á báðum skotum sínum í fjórða leikhlutanum og var þá stigalaus. Brooklyn-liðið vann leikhlutann 24-12 og þar með leikinn með níu stigum. Leikur Cleveland Cavaliers hrundi algjörlega í lokin þegar náði 14-0 spretti á síðustu sex mínútunum og tryggði sér sigurinn. Cavaliers-liðið var fyrir leikinn búið að vinna 32 fleiri leiki en Brooklyn á tímabilinu. Kyrie Irving (13 stig) og Kevin Love (11 stig og 12 fráköst) voru næstir James í stigaskorun en þeir þurftu 36 skot til þess að skora þessi 24 stig sín og voru saman 1 af 13 fyrir utan þriggja stiga línuna.Kevin Durant var með 20 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann öruggan 113-91 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var sjötti sigur Oklahoma City í röð. Russell Westbrook átti möguleika á að ná þrennu í fjórða leiknum í röð en fékk ekkert að spila í fjórða leikhluta þegar Thunder-liðið var komið með örugga forystu. Westbrook var með 15 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst í fyrstu þremur leikhlutanum og því kominn í færi við enn eina þrennuna.Carmelo Anthony skoraði 26 stig og nýliðinn Kristaps Porzingis var með 19 stig þegar New York Knicks vann 106-94 sigur á Chicago Bulls en Knicks vann því báða leiki liðanna á tímabilinu. Derrick Rose skoraði 30 stig fyrir Chicago sem er nú í hættu á að komast ekki í úrslitakeppnina.Myles Turner var með 24 stig og 16 fráköst á tuttugu ára afmælisdeginum sínum þegar lið hans Indiana Pacers vann 92-84 heimasigur á New Orleans Pelicans. Þetta var annar sigur Indiana í röð en liðið missti Paul George af velli meiddan í þriðja leikhlutanum. J.J. Redick skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út þegar Los Angeles Clippers vann 96-94 sigur á Portland Trail Blazers. Clippers átti innskast 1,1 sekúndu fyrir leikslok, Chris Paul fann Redick sem náði að skora rétt inann þriggja stiga línuna. Chris Paul og Jamal Crawford voru stigahæstir hjá Clippers-liðinu með 25 stig hvor en bætti við 12 stigum og 13 fráköstum. Damian Lillard var með 18 stig fyrir Portland sem hefur verið að gefa eftir að undanförnu en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu tólf leikjum. Lillard var einnig með átta stoðsendingar en hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New Orleans Pelicans 92-84 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 104-95 New York Knicks - Chicago Bulls 106-94 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 113-91 Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 96-94Staðan í NBA-deildinni eftir leiki næturinnar.
NBA Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira