Annþór og Börkur sýknaðir Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2016 15:00 Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson Vísir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Var ríkið dæmt til að greiða sakarkostnað í málinu, en málsvarnarkostnaðurinn nemur rúmum 30 milljónum króna. Fastlega má búast við að embætti ríkissaksóknari muni áfrýja málinu til Hæstaréttar. Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari fór fram á tólf á fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki. „Ég átti ekki von á öðru,“ sagði Sveinn Guðmundsson, annar af verjendum í þessu máli, eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. „Niðurstaðan gat ekki orðið öðruvísi. Rannsókn málsins var mjög afleit og öll gögn bentu til þess að það gæti ekki neitt komið til greina annað en sýkna, eins og við erum að upplifa núna. En aðdragandi málsins var samt þannig að það hefði aldrei átt að vera gefin út ákæra, það er ekki spurning.“ Hólmgeir Elías Flosason, verjandi í málinu, tók undir með Sveini. „Þetta var í takt sem við bjuggumst við. Í raun og veru eina niðurstaðan sem kom til greina þar sem við göngum út frá því að menn verða ekki sakfelldir nema það séu sönnunargögn í málinu.“ Tæpar áttar vikur eru liðnar frá því að málið var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Málið var afar umfangsmikið og átti sér langa sögu. Alla jafna taka dómarar í héraði sér að hámarki fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn en sá tími var tvöfalt lengri nú. Dóminn má lesa í heild á vef Héraðsdóms Suðurlands hér. Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Var ríkið dæmt til að greiða sakarkostnað í málinu, en málsvarnarkostnaðurinn nemur rúmum 30 milljónum króna. Fastlega má búast við að embætti ríkissaksóknari muni áfrýja málinu til Hæstaréttar. Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari fór fram á tólf á fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki. „Ég átti ekki von á öðru,“ sagði Sveinn Guðmundsson, annar af verjendum í þessu máli, eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. „Niðurstaðan gat ekki orðið öðruvísi. Rannsókn málsins var mjög afleit og öll gögn bentu til þess að það gæti ekki neitt komið til greina annað en sýkna, eins og við erum að upplifa núna. En aðdragandi málsins var samt þannig að það hefði aldrei átt að vera gefin út ákæra, það er ekki spurning.“ Hólmgeir Elías Flosason, verjandi í málinu, tók undir með Sveini. „Þetta var í takt sem við bjuggumst við. Í raun og veru eina niðurstaðan sem kom til greina þar sem við göngum út frá því að menn verða ekki sakfelldir nema það séu sönnunargögn í málinu.“ Tæpar áttar vikur eru liðnar frá því að málið var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Málið var afar umfangsmikið og átti sér langa sögu. Alla jafna taka dómarar í héraði sér að hámarki fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn en sá tími var tvöfalt lengri nú. Dóminn má lesa í heild á vef Héraðsdóms Suðurlands hér. Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00
Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30
Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05