Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2016 12:09 Wells, til vinstri, ásamt félaga sínum, Joseph Empey, sem særðist einnig í árásunum í Brussel. Mynd/Samsett Hinn 19 ára gamli Bandaríkjamaður Mason Wells, trúboði af Mormónatrú, særðist í hryðjuverkaárásinni á Zaventem-flugvellinum í Brussel í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wells upplifir hryðjuverk. Hann var á vettvangi sprengjuárásinnar sem gerð var á Boston-maraþonið árið 2013 auk þess sem hann var staddur í París í nóvember þegar árásirnar voru gerðar þar. Í gær var Wells á ferð með félögum sínum úr Mormónakirkjunni, Bandaríkjamönnunum Richard Norby og Joseph Empey. Voru þeir að skutla frönskum kollega sínum á flugvöllinn þegar árásin var gerð. Særðist Wells í árásinni en haft er eftir fjölskylduvini að hann hafi brunnið á andliti en mestur skaði hafi orðið í kringum læri hans og ökkla. Það er býsna ótrúlegt en Wells var einnig staddur á vettvangi þegar tvær sprengjur sprungu við endamark Boston-maraþonsins í apríl 2013 þar sem þrír fórust og 264 slösuðust. Tók móðir hans þátt í maraþoninu og var hann staddur þar til að fylgjast með henni. „Hann var ansi nálægt,“ segir Scott Bond, biskup Mormónakirkju Wells um staðsetningu Wells þegar sprengjurnar sprungu í Boston. „Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi verið svo nálægt slíkum árásum í tvígang. Ef að það er einhver sem getur þolað þetta er það hann. Hann er ótrúlegur ungur maður.“ Hryðjuverkin virðast elta Wells en hann var einnig staddur í París þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar þar í nóvember á síðasta ári, ólíkt seinni tveimur árásunum sem Wells upplifði var hann þó staddur í öðru hverfi þegar árásarmennirnir í París létu til skarar skríða. Í samtali við fréttastofu ABC sagði faðir Wells að ótrúlegt væri að sonur sinn hafi upplifað þrjár hryðjuverkaárásir. Sagði hann að heimurinn væri hættulegur og því miður væru ekki allir íbúar hans ástríkir og friðelskandi. Staðfest hefur verið að 33 létust í hryðjuverkaárásunum þremur í Brussel í gær og að rúmlega 200 séu særðir. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. 21. nóvember 2015 14:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Bandaríkjamaður Mason Wells, trúboði af Mormónatrú, særðist í hryðjuverkaárásinni á Zaventem-flugvellinum í Brussel í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wells upplifir hryðjuverk. Hann var á vettvangi sprengjuárásinnar sem gerð var á Boston-maraþonið árið 2013 auk þess sem hann var staddur í París í nóvember þegar árásirnar voru gerðar þar. Í gær var Wells á ferð með félögum sínum úr Mormónakirkjunni, Bandaríkjamönnunum Richard Norby og Joseph Empey. Voru þeir að skutla frönskum kollega sínum á flugvöllinn þegar árásin var gerð. Særðist Wells í árásinni en haft er eftir fjölskylduvini að hann hafi brunnið á andliti en mestur skaði hafi orðið í kringum læri hans og ökkla. Það er býsna ótrúlegt en Wells var einnig staddur á vettvangi þegar tvær sprengjur sprungu við endamark Boston-maraþonsins í apríl 2013 þar sem þrír fórust og 264 slösuðust. Tók móðir hans þátt í maraþoninu og var hann staddur þar til að fylgjast með henni. „Hann var ansi nálægt,“ segir Scott Bond, biskup Mormónakirkju Wells um staðsetningu Wells þegar sprengjurnar sprungu í Boston. „Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi verið svo nálægt slíkum árásum í tvígang. Ef að það er einhver sem getur þolað þetta er það hann. Hann er ótrúlegur ungur maður.“ Hryðjuverkin virðast elta Wells en hann var einnig staddur í París þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar þar í nóvember á síðasta ári, ólíkt seinni tveimur árásunum sem Wells upplifði var hann þó staddur í öðru hverfi þegar árásarmennirnir í París létu til skarar skríða. Í samtali við fréttastofu ABC sagði faðir Wells að ótrúlegt væri að sonur sinn hafi upplifað þrjár hryðjuverkaárásir. Sagði hann að heimurinn væri hættulegur og því miður væru ekki allir íbúar hans ástríkir og friðelskandi. Staðfest hefur verið að 33 létust í hryðjuverkaárásunum þremur í Brussel í gær og að rúmlega 200 séu særðir.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. 21. nóvember 2015 14:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26
Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. 21. nóvember 2015 14:30
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent