Óhugnaður, karlmennska og tregi Brynhildur Björnsdóttir skrifar 23. mars 2016 11:00 Bækur Faðerni og fleiri sögur Garðar Baldvinsson Útgefandi: GB útgáfa ehf. Kápumynd: Helgi Örn Helgason Fjöldi síðna: 260 síður Faðerni er safn smásagna sem eru skrifaðar á tímabilinu frá 1987 og fram til 2014. Sagnasviðið er víða, Reykjavík, Kína, Kanada, Galapagos, Broadway, Srí Lanka og á hafi úti í eins konar staðleysu, hafið er í senn alls staðar og hvergi og það sem gerist þar bæði kjarni þess sem er og utan hringsins. Nokkrar sagnanna eru í bréfaformi og eru þrjár þeirra ritaðar í orðastað Charles Darwin á hans örlagaríku siglingu, meðal annars titilsagan. Sögurnar snúast að mestu leyti um stöðu karlmanna, karlmanna sem finna ekki fótfestu í samfélaginu, eiga erfitt með að uppfylla hlutverk sín hvort heldur er sem fyrirvinnur eða fullnægjendur, eru í raun flestir að kljást við einhvers konar staðleysu eða getuleysi. Rithátturinn sver sig í ætt smásögunnar, hins knappa en þó rúmgóða forms sem veitir rými til að draga upp myndir og orðlengja hugleiðingar, velta fyrir sér samhengi þess sem er, skoða innra líf persónunnar og ástæður hennar fyrir orðum og gjörðum án þess að framvinda sögunnar sé aðalatriðið og stundum er sú framvinda ekki meira en rammi utan um allt þetta. Stíllinn er íburðarmikill og orðfærið ríkt og upplifun lesandans stundum eins og er lýst hér: Hann lá með lokuð augun og leyfði myndunum að líða fyrir innri sjónir sínar. Hann hafði ekki vald á þeim, þær birtust og hurfu, jafnvel án þess að hann áttaði sig á því hvað var á þeim. Utan um þær rauðleit þögn; rautt og svart, samofið hvítu, eins og rammi án upphafs eða endis. Smám saman þéttist þögnin og flæðir löturhægt yfir myndaslitrurnar. Um innri sjónir hans bylgjaðist svart, dumbrautt haf með hvítum gárum?… (Sérherbergi bls.85) Gróteska og óhugnaður svífur yfir öllum sögunum. Þannig er ein sagan, Uppgjafagunga, eins konar viðsnúningur á Sögu handa börnum eftir Svövu Jakobsdóttur og í annarri sér sögumaður lík móður sinnar þokast nær á færibandi í frystihúsi innan um alla þorskana, tilbúið til að hljóta sömu örlög og þeir. Höfundur kannar ýmsa jaðarþætti samfélagsins, ein sagan er til dæmis um barnagirnd frá sjónarhóli geranda sem sér samskipti sín við barnið sem ástarsamband, í öðrum lýsir hann stundinni þegar einhver ákveður að fremja morð, sjálfsvíg eða missir vitið. Margar sagnanna fjalla um börn, samband foreldra og barna, löngunina til að eignast börn, hættuna sem felst í því að eiga þau og hvernig börn upplifa heim hinna fullorðnu. Háskinn vofir stöðugt yfir en sorg, tregi og þrá eru líka endurtekin stef í sögunum, þrá eftir einhverju sem ýmist er horfið eða aldrei varð. Sögurnar í Faðerni fjalla um karlmennsku í kreppu. Það umfjöllunarefni er allra góðra gjalda vert og margt vel gert í handverki skriftanna. Það er hins vegar stundum eins og höfundur geti ekki valið milli nístandi söguefnis, íburðarmikilla stílbragða og knýjandi boðskapar svo útkoman verður eiginlega sú að ekkert af þessu nær yfirhöndinni. Þetta eru sögur sem er ekki endilega þægilegt eða ánægjulegt að lesa og þegar bætist ofan á næstum of mikið ríkidæmi í stíl og myndmáli er erfitt fyrir lesandann að halda þræði. Niðurstaða: Myndrænar sögur um háskalega karlmennsku og karlmennskuímyndir sem gjalda fyrir ofhlæði á ýmsum sviðum. Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Faðerni og fleiri sögur Garðar Baldvinsson Útgefandi: GB útgáfa ehf. Kápumynd: Helgi Örn Helgason Fjöldi síðna: 260 síður Faðerni er safn smásagna sem eru skrifaðar á tímabilinu frá 1987 og fram til 2014. Sagnasviðið er víða, Reykjavík, Kína, Kanada, Galapagos, Broadway, Srí Lanka og á hafi úti í eins konar staðleysu, hafið er í senn alls staðar og hvergi og það sem gerist þar bæði kjarni þess sem er og utan hringsins. Nokkrar sagnanna eru í bréfaformi og eru þrjár þeirra ritaðar í orðastað Charles Darwin á hans örlagaríku siglingu, meðal annars titilsagan. Sögurnar snúast að mestu leyti um stöðu karlmanna, karlmanna sem finna ekki fótfestu í samfélaginu, eiga erfitt með að uppfylla hlutverk sín hvort heldur er sem fyrirvinnur eða fullnægjendur, eru í raun flestir að kljást við einhvers konar staðleysu eða getuleysi. Rithátturinn sver sig í ætt smásögunnar, hins knappa en þó rúmgóða forms sem veitir rými til að draga upp myndir og orðlengja hugleiðingar, velta fyrir sér samhengi þess sem er, skoða innra líf persónunnar og ástæður hennar fyrir orðum og gjörðum án þess að framvinda sögunnar sé aðalatriðið og stundum er sú framvinda ekki meira en rammi utan um allt þetta. Stíllinn er íburðarmikill og orðfærið ríkt og upplifun lesandans stundum eins og er lýst hér: Hann lá með lokuð augun og leyfði myndunum að líða fyrir innri sjónir sínar. Hann hafði ekki vald á þeim, þær birtust og hurfu, jafnvel án þess að hann áttaði sig á því hvað var á þeim. Utan um þær rauðleit þögn; rautt og svart, samofið hvítu, eins og rammi án upphafs eða endis. Smám saman þéttist þögnin og flæðir löturhægt yfir myndaslitrurnar. Um innri sjónir hans bylgjaðist svart, dumbrautt haf með hvítum gárum?… (Sérherbergi bls.85) Gróteska og óhugnaður svífur yfir öllum sögunum. Þannig er ein sagan, Uppgjafagunga, eins konar viðsnúningur á Sögu handa börnum eftir Svövu Jakobsdóttur og í annarri sér sögumaður lík móður sinnar þokast nær á færibandi í frystihúsi innan um alla þorskana, tilbúið til að hljóta sömu örlög og þeir. Höfundur kannar ýmsa jaðarþætti samfélagsins, ein sagan er til dæmis um barnagirnd frá sjónarhóli geranda sem sér samskipti sín við barnið sem ástarsamband, í öðrum lýsir hann stundinni þegar einhver ákveður að fremja morð, sjálfsvíg eða missir vitið. Margar sagnanna fjalla um börn, samband foreldra og barna, löngunina til að eignast börn, hættuna sem felst í því að eiga þau og hvernig börn upplifa heim hinna fullorðnu. Háskinn vofir stöðugt yfir en sorg, tregi og þrá eru líka endurtekin stef í sögunum, þrá eftir einhverju sem ýmist er horfið eða aldrei varð. Sögurnar í Faðerni fjalla um karlmennsku í kreppu. Það umfjöllunarefni er allra góðra gjalda vert og margt vel gert í handverki skriftanna. Það er hins vegar stundum eins og höfundur geti ekki valið milli nístandi söguefnis, íburðarmikilla stílbragða og knýjandi boðskapar svo útkoman verður eiginlega sú að ekkert af þessu nær yfirhöndinni. Þetta eru sögur sem er ekki endilega þægilegt eða ánægjulegt að lesa og þegar bætist ofan á næstum of mikið ríkidæmi í stíl og myndmáli er erfitt fyrir lesandann að halda þræði. Niðurstaða: Myndrænar sögur um háskalega karlmennsku og karlmennskuímyndir sem gjalda fyrir ofhlæði á ýmsum sviðum.
Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira