Stærsta loftfar heims Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2016 08:34 Airlander 10 er stærsta loftfar heims. Það er í smíðum í Bretlandi og kemst vonandi fyrsta sinni í loftið í sumar. Lengd þess er 92 metrar, um 18 metrum lengra en Boeing 747 jumboþota og miklu breiðara. Loftfarið er í smíðum Bedfordshire í Bretlandi og þessi frumgerð hefur nú þegar kostað 4,4 milljarða króna. Airlander er sagt “Hybrid” þar sem loftfarið notar allt í senn mótora til að koma sér áfram, þyrluspaða til að hækka sig og helium til að halda sér í loftinu. Loftfarið getur verið á sama stað í loftinu í allt að 3 vikur í senn og þolir byssuskot. Það er svo til hljóðlaust og af því stafar engin mengun. Loftfarið má nota til að lyfta þungum búnaði á staði sem ekki er hægt að ná til með flugvélum. Með því má gæta landamæra eða nota til annars eftirlits, framkvæma með því vísindalegar rannsóknir, eða bara nota það til farþegaflutninga þó svo það fari ekki sérlega hratt. Aðstandendur loftfarsins segja að það muni ekki keppa við Boeing 747 um hraða flutninga, en það bjóði uppá mikla upplifun í ferðum og einnig megi bjóða uppá mikinn lúxus um borð þar sem flutnignsgetan er svo mikil. Útsýnisferðir ættu að vera mikil upplifun í Airlander 10 þar sem hægt er að hafa glært gólf og svo má opna glugga um borð þar sem ekki er flogið eins hátt og hratt sem í þotum. Er tími Hindenburg aftur kominn? Bílar video Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent
Airlander 10 er stærsta loftfar heims. Það er í smíðum í Bretlandi og kemst vonandi fyrsta sinni í loftið í sumar. Lengd þess er 92 metrar, um 18 metrum lengra en Boeing 747 jumboþota og miklu breiðara. Loftfarið er í smíðum Bedfordshire í Bretlandi og þessi frumgerð hefur nú þegar kostað 4,4 milljarða króna. Airlander er sagt “Hybrid” þar sem loftfarið notar allt í senn mótora til að koma sér áfram, þyrluspaða til að hækka sig og helium til að halda sér í loftinu. Loftfarið getur verið á sama stað í loftinu í allt að 3 vikur í senn og þolir byssuskot. Það er svo til hljóðlaust og af því stafar engin mengun. Loftfarið má nota til að lyfta þungum búnaði á staði sem ekki er hægt að ná til með flugvélum. Með því má gæta landamæra eða nota til annars eftirlits, framkvæma með því vísindalegar rannsóknir, eða bara nota það til farþegaflutninga þó svo það fari ekki sérlega hratt. Aðstandendur loftfarsins segja að það muni ekki keppa við Boeing 747 um hraða flutninga, en það bjóði uppá mikla upplifun í ferðum og einnig megi bjóða uppá mikinn lúxus um borð þar sem flutnignsgetan er svo mikil. Útsýnisferðir ættu að vera mikil upplifun í Airlander 10 þar sem hægt er að hafa glært gólf og svo má opna glugga um borð þar sem ekki er flogið eins hátt og hratt sem í þotum. Er tími Hindenburg aftur kominn?
Bílar video Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent