Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2016 12:24 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist binda vonir við að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bregðist við áður en lögð verði fram vantrauststillaga á hendur honum. Það eina rétta í stöðunni sé að hann segi af sér. „Að sjálfsögðu ætti hann að segja af sér. Að sjálfsögðu. Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér, að sjálfsögðu. Mér finnst það furðulegt að það sé einhver vafi um það," segir Helgi Hrafn í samtali við Vísi. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa rætt vantrauststillögu á Sigmund Davíð vegna upplýsinga um að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku jómfrúreyjunum. Flokkarnir hafa þó ekki rætt saman formlega um sameiginlega vantrauststillögu en hyggjast krefjast svara um málið eftir páska. „Það skiptir máli hvernig á svona málum er haldið. Tímasetningar skipta máli. Hvernig umræðan þróast skiptir máli og hvað kemur í ljós núna á næstu vikum á meðan þingið er ekki að störfum. Það yrði fyrst hægt að leggja fram vantrauststillögu, ef það verður ákveðið að gera það, eftir tvær vikur. En auðvitað hlýtur allt samfélagið að vera að tala um vantrauststillögu, allt samfélagið að tala um að þetta sé ekki boðlegt," segir Helgi, sem gagnrýnir það harðlega að Sigmundur hafi ekki upplýst um þessi mál. „Það er ekki eins og hann hafði ekki haft tækifæri til að upplýsa þetta. Þetta var eitt af aðalmálunum í kosningabaráttunni 2013. Þetta er stóra málið þeirra, það er allt í kringum þessa kröfuhafa. Maður hefði haldið að það væri eðlilegt að þetta kæmi fram." Helgi segir mikilvægt að forsætisráðherra bregðist við sem fyrst. „Það sem ég á erfitt með að verði tilfellið er að þetta mál einhvern veginn fái bara að vera þarna og að það komi engin vantrauststillaga fram og forsætisráðherra sitji bara áfram á vantrauststillögu. Mér finnst þær aðstæður fáránlegar, ég trúi því ekki að það verði endirinn. En maður þarf líka að gefa honum smá færi á því að hugsa sinn gang á þessum tveimur vikum. Ef menn fara núna til tilbreytingar að bregðast rétt við svona hlutum þá náttúrulega á ekkert að þurfa einhverja vantrauststillögu frá minnihlutanum," segir Helgi Hrafn, en ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Panama-skjölin Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir best að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir sín mál Fjármálaráðherra vissi ekki að eiginkona forsætisráðherra væri meðal kröfuhafa í föllnu bankanna og sér ekki að lög og reglur hafi verið brotin. 17. mars 2016 12:11 Þingmaður Framsóknarflokksins: Vonar að Sigmundur svari ekki Kára Bréf Kára Stefánssonar er einhver mesta rökleysa sem Haraldur Einarsson hefur séð. 18. mars 2016 10:35 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist binda vonir við að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bregðist við áður en lögð verði fram vantrauststillaga á hendur honum. Það eina rétta í stöðunni sé að hann segi af sér. „Að sjálfsögðu ætti hann að segja af sér. Að sjálfsögðu. Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér, að sjálfsögðu. Mér finnst það furðulegt að það sé einhver vafi um það," segir Helgi Hrafn í samtali við Vísi. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa rætt vantrauststillögu á Sigmund Davíð vegna upplýsinga um að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku jómfrúreyjunum. Flokkarnir hafa þó ekki rætt saman formlega um sameiginlega vantrauststillögu en hyggjast krefjast svara um málið eftir páska. „Það skiptir máli hvernig á svona málum er haldið. Tímasetningar skipta máli. Hvernig umræðan þróast skiptir máli og hvað kemur í ljós núna á næstu vikum á meðan þingið er ekki að störfum. Það yrði fyrst hægt að leggja fram vantrauststillögu, ef það verður ákveðið að gera það, eftir tvær vikur. En auðvitað hlýtur allt samfélagið að vera að tala um vantrauststillögu, allt samfélagið að tala um að þetta sé ekki boðlegt," segir Helgi, sem gagnrýnir það harðlega að Sigmundur hafi ekki upplýst um þessi mál. „Það er ekki eins og hann hafði ekki haft tækifæri til að upplýsa þetta. Þetta var eitt af aðalmálunum í kosningabaráttunni 2013. Þetta er stóra málið þeirra, það er allt í kringum þessa kröfuhafa. Maður hefði haldið að það væri eðlilegt að þetta kæmi fram." Helgi segir mikilvægt að forsætisráðherra bregðist við sem fyrst. „Það sem ég á erfitt með að verði tilfellið er að þetta mál einhvern veginn fái bara að vera þarna og að það komi engin vantrauststillaga fram og forsætisráðherra sitji bara áfram á vantrauststillögu. Mér finnst þær aðstæður fáránlegar, ég trúi því ekki að það verði endirinn. En maður þarf líka að gefa honum smá færi á því að hugsa sinn gang á þessum tveimur vikum. Ef menn fara núna til tilbreytingar að bregðast rétt við svona hlutum þá náttúrulega á ekkert að þurfa einhverja vantrauststillögu frá minnihlutanum," segir Helgi Hrafn, en ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir best að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir sín mál Fjármálaráðherra vissi ekki að eiginkona forsætisráðherra væri meðal kröfuhafa í föllnu bankanna og sér ekki að lög og reglur hafi verið brotin. 17. mars 2016 12:11 Þingmaður Framsóknarflokksins: Vonar að Sigmundur svari ekki Kára Bréf Kára Stefánssonar er einhver mesta rökleysa sem Haraldur Einarsson hefur séð. 18. mars 2016 10:35 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Fjármálaráðherra segir best að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir sín mál Fjármálaráðherra vissi ekki að eiginkona forsætisráðherra væri meðal kröfuhafa í föllnu bankanna og sér ekki að lög og reglur hafi verið brotin. 17. mars 2016 12:11
Þingmaður Framsóknarflokksins: Vonar að Sigmundur svari ekki Kára Bréf Kára Stefánssonar er einhver mesta rökleysa sem Haraldur Einarsson hefur séð. 18. mars 2016 10:35
Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48